Ritstjóri blæs í orkublöðruna Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í leiðara fyrir skömmu og dró þar ályktanir sem vert er að ræða. Í fyrsta lagi óttaðist ritstjórinn um afdrif rammaáætlunar vegna afstöðu náttúruverndarhreyfingarinnar. Skilja mátti á ritstjóranum að almenn sátt væri um drög að tillögum um rammaáætlun í samfélaginu og að óánægju gætti einungis í röðum náttúruverndarhreyfingarinnar og þingmanna VG. Því fer fjarri. Samtök ferðaþjónustunnar, sveitarfélög og Verndarsjóður villtra laxa eru meðal þeirra fjölmörgu sem gera athugasemdir við tillögurnar og vilja fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Í öðru lagi skrifar ritstjórinn að „aðeins" um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fari í nýtingarflokk samkvæmt tillögunum og að það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar. Tillögurnar gera ráð fyrir virkjunum sem munu framleiða 13.234 gígawattstundir. Það er orka sem jafnast á við rétt tæpar þrjár Kárahnjúkavirkjanir og aflað verður með fjölda virkjana, t.d. inni á miðju hálendi. Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að túlka það sem sigur náttúruverndar. Fullyrðingar ritstjórans um að þetta sé fjórðungur virkjanlegrar orku í landinu standast heldur ekki skoðun. Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að við séum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætlun fara því nærri því að klára alla orkukosti sem eftir eru í landinu, ekki nema að ritstjórinn sjái fyrir sér virkjanir í Trölladyngju, Skjálfandafljóti, Hveravöllum og fleiri svæðum með mikið og óumdeilt verndargildi. Í þriðja lagi skrifar ritstjórinn að uppbygging stóriðju sé eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og að ákvörðun um að virkja ekki meira væri ákvörðun um að afþakka hagvöxt. Nú er það svo að hagvöxtur er hvorki algildur né óumdeildur mælikvarði á árangur. Líklega stuðlaði Orkuveita Reykjavíkur að miklum hagvexti á þeim árum sem fyrirtækinu var stýrt nærri gjaldþroti með óábyrgum fjárfestingum, þ.á.m. í virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Almenningur hefur fengið að greiða fyrir þau hagvaxtaráhrif með miklum hækkunum orkuverðs og meðfylgjandi verðbólguáhrifum á fasteignalán. Um áhrif stóriðju á atvinnuuppbyggingu má einnig deila. Þannig minnti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það á nýafstöðnu Viðskiptaþingi að gæta þyrfti að því að risavaxin verkefni, t.d. í orkufrekum iðnaði, gerðu ekki illt verra með ruðningsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi. Skapa mætti mun fleiri störf við nýsköpun fyrir sama fé. Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í samfélaginu með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki náð að rækja það hlutverk í aðdraganda bankahrunsins, þeir hafi þvert á móti átt stóran hlut í því hve umræða um fjármálafyrirtækin var bæði umfangsmikil og lofsamleg. Fjölmiðlar tóku þannig virkan þátt í að blása upp bankabólu þar til hún sprakk. Ætla þeir líka að blása í orkubóluna af sama ákafa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Tengdar fréttir Ramminn í ruslið? Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. 14. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í leiðara fyrir skömmu og dró þar ályktanir sem vert er að ræða. Í fyrsta lagi óttaðist ritstjórinn um afdrif rammaáætlunar vegna afstöðu náttúruverndarhreyfingarinnar. Skilja mátti á ritstjóranum að almenn sátt væri um drög að tillögum um rammaáætlun í samfélaginu og að óánægju gætti einungis í röðum náttúruverndarhreyfingarinnar og þingmanna VG. Því fer fjarri. Samtök ferðaþjónustunnar, sveitarfélög og Verndarsjóður villtra laxa eru meðal þeirra fjölmörgu sem gera athugasemdir við tillögurnar og vilja fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Í öðru lagi skrifar ritstjórinn að „aðeins" um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fari í nýtingarflokk samkvæmt tillögunum og að það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar. Tillögurnar gera ráð fyrir virkjunum sem munu framleiða 13.234 gígawattstundir. Það er orka sem jafnast á við rétt tæpar þrjár Kárahnjúkavirkjanir og aflað verður með fjölda virkjana, t.d. inni á miðju hálendi. Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að túlka það sem sigur náttúruverndar. Fullyrðingar ritstjórans um að þetta sé fjórðungur virkjanlegrar orku í landinu standast heldur ekki skoðun. Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að við séum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætlun fara því nærri því að klára alla orkukosti sem eftir eru í landinu, ekki nema að ritstjórinn sjái fyrir sér virkjanir í Trölladyngju, Skjálfandafljóti, Hveravöllum og fleiri svæðum með mikið og óumdeilt verndargildi. Í þriðja lagi skrifar ritstjórinn að uppbygging stóriðju sé eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og að ákvörðun um að virkja ekki meira væri ákvörðun um að afþakka hagvöxt. Nú er það svo að hagvöxtur er hvorki algildur né óumdeildur mælikvarði á árangur. Líklega stuðlaði Orkuveita Reykjavíkur að miklum hagvexti á þeim árum sem fyrirtækinu var stýrt nærri gjaldþroti með óábyrgum fjárfestingum, þ.á.m. í virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Almenningur hefur fengið að greiða fyrir þau hagvaxtaráhrif með miklum hækkunum orkuverðs og meðfylgjandi verðbólguáhrifum á fasteignalán. Um áhrif stóriðju á atvinnuuppbyggingu má einnig deila. Þannig minnti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það á nýafstöðnu Viðskiptaþingi að gæta þyrfti að því að risavaxin verkefni, t.d. í orkufrekum iðnaði, gerðu ekki illt verra með ruðningsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi. Skapa mætti mun fleiri störf við nýsköpun fyrir sama fé. Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í samfélaginu með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki náð að rækja það hlutverk í aðdraganda bankahrunsins, þeir hafi þvert á móti átt stóran hlut í því hve umræða um fjármálafyrirtækin var bæði umfangsmikil og lofsamleg. Fjölmiðlar tóku þannig virkan þátt í að blása upp bankabólu þar til hún sprakk. Ætla þeir líka að blása í orkubóluna af sama ákafa?
Ramminn í ruslið? Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. 14. febrúar 2012 06:00
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun