Sýndarsamráð 20. febrúar 2012 08:00 Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara. Foreldrar fá ekki skýr svörNú hefur komið í ljós að ekkert er að marka þessi heit og hafa borgarfulltrúar Samfylkingarinnar af sannfæringu tekið að sér að framfylgja þeirri stefnu Besta flokksins að svíkja öll loforð. Fulltrúar foreldra og starfsmanna í þeim stýrihópum, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, kvarta yfir því að svör fáist ekki við einföldustu fyrirspurnum um fyrirkomulag breytinganna, hvað þá hvernig fyrirkomulagi kennslunnar verði háttað til framtíðar. Þar sem stefnumótun og framtíðarsýn liggur ekki fyrir vísa embættismenn slíkum spurningum til kjörinna fulltrúa en þar er svör ennþá síður að finna. Þetta hafa t.d. foreldrar skólabarna í Grafarvogi fengið að reyna, sem hafa að undanförnu átt í ótrúlegum samskiptum við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs. Oddný neitaði í fyrstu að koma á fund foreldra í Hamraskóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það kostaboð að þrír fulltrúar þeirra mættu koma niður í Ráðhús og fá áheyrn hjá henni þar. Að lokum tókst foreldrum þó að fá Oddnýju til sín á fund en þar kom fátt nýtt fram. Kvörtuðu foreldrar yfir því að hún gæfi engin svör við ýmsum mikilvægum spurningum vegna brottflutnings unglingadeildar skólans og sérdeildar fyrir einhverfa. Formaður foreldrafélagsins í Hamraskóla hefur nú sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings og í Húsaskóla hafa bæði formaður foreldrafélagsins og fulltrúi starfsmanna sagt sig úr stýrihópnum þar sem óskir og jafnvel einfaldar fyrirspurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í framkvæmd hjá borgarfulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara. Foreldrar fá ekki skýr svörNú hefur komið í ljós að ekkert er að marka þessi heit og hafa borgarfulltrúar Samfylkingarinnar af sannfæringu tekið að sér að framfylgja þeirri stefnu Besta flokksins að svíkja öll loforð. Fulltrúar foreldra og starfsmanna í þeim stýrihópum, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, kvarta yfir því að svör fáist ekki við einföldustu fyrirspurnum um fyrirkomulag breytinganna, hvað þá hvernig fyrirkomulagi kennslunnar verði háttað til framtíðar. Þar sem stefnumótun og framtíðarsýn liggur ekki fyrir vísa embættismenn slíkum spurningum til kjörinna fulltrúa en þar er svör ennþá síður að finna. Þetta hafa t.d. foreldrar skólabarna í Grafarvogi fengið að reyna, sem hafa að undanförnu átt í ótrúlegum samskiptum við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs. Oddný neitaði í fyrstu að koma á fund foreldra í Hamraskóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það kostaboð að þrír fulltrúar þeirra mættu koma niður í Ráðhús og fá áheyrn hjá henni þar. Að lokum tókst foreldrum þó að fá Oddnýju til sín á fund en þar kom fátt nýtt fram. Kvörtuðu foreldrar yfir því að hún gæfi engin svör við ýmsum mikilvægum spurningum vegna brottflutnings unglingadeildar skólans og sérdeildar fyrir einhverfa. Formaður foreldrafélagsins í Hamraskóla hefur nú sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings og í Húsaskóla hafa bæði formaður foreldrafélagsins og fulltrúi starfsmanna sagt sig úr stýrihópnum þar sem óskir og jafnvel einfaldar fyrirspurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í framkvæmd hjá borgarfulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar