Lokun öldrunardeildar á Akranesi Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. janúar 2012 06:00 Þrátt fyrir glímuna við ríkisfjármálin lengir marga eftir forgangsröðun í þágu velferðar líkt og lofað var í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Á sama tíma og fjárveitingar til margra málaflokka aukast þá eru minnkandi framlög til heilbrigðisþjónustu mikið áhyggjuefni. Síðastliðinn fimmtudag stóð Sjúkraliðafélags Íslands fyrir fundi á Akranesi vegna fyrirhugaðrar lokunar E-deildar sjúkrahússins á Akranesi. Þegar þessar tillögur voru fyrst kynntar þá óskaði ég eftir fundi með forstöðumönnum Heilbrigðissstofnunar Vesturlands (HVE) og í framhaldinu átti ég góðan fund með starfsfólki og trúnaðarmanni starfsfólks á E-deildinni. Að loknum þessum fundum setti ég mig í samband við heilsugæslulækna á starfssvæði HVE, einstaklinga og aðstandendur margra sem hafa notið góðrar þjónustu á E-deildinni. Mikilvægi deildarinnar og framtíðarsýn HVEÞeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þjónustu E-deildar sjúkrahússins á Akranesi en á síðasta ári þjónustaði deildin 105 einstaklinga. Þarna er um að ræða aldraða einstaklinga víðs vegar af Vesturlandi sem komið hafa í endurhæfingu, hvíldarinnlagnir og skamm- og langtímainnlagnir. Endurhæfing og hvíldarinnlagnir gera einstaklingum mögulegt að búa lengur heima með lægri tilkostnaði fyrir samfélagið. Skamm- og langtímainnlagnir eru yfirleitt vegna þess að einstaklingar hafa ekki fengið vistunarmat eða bíða þess að hjúkrunarrými losni. Í framtíðarsýn HVE fyrir árin 2011-2013, sem gefin var út 1. júní 2011, kemur fram að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta sé ekki veitt af sveitarfélögum eða öðrum. Undir þessa framtíðarsýn ritar núverandi velferðarráðherra og því spyrja margir sig hvað hafi breyst á sex mánuðum. Þeir sem til þekkja segja ógerlegt að veita þessa þjónustu á öðrum deildum og þjónustuskerðing og aukinn kostnaður verði óumflýjanlegur. Er ekki ástæða til að endurskoða ákvörðunina?Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjónustu? Ef málum er þannig háttað, af hverju var ekki löngu búið að loka þessari deild? Af hverju hafa læknar á starfssvæði stofnunarinnar miklar áhyggjur af stöðu mála? Af hverju segir starfsfólk sjúkrahússins ómögulegt að bæta þessum verkefnum á aðrar deildir? Hvað verður um einstaklinga sem bíða eftir því að komast að? Í framhaldi af fundinum á Akranesi þá hef ég óskað eftir sérstakri utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi enda mikilvægt, ætli menn ekki að draga þessar tillögur til baka, að áhrifin liggi fyrir áður en lengra er haldið. Flestum sem hafa kynnt sér þetta mál er ljóst að þrátt fyrir fögur orð þá mun ekkert koma í stað öldrunardeildar sjúkrahússins á Akranesi. Áhrifanna mun gæta á öllu Vesturlandi og til lengri tíma mun þetta líklega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Ef einhvern tíma er mikilvægt að snúa bökum saman þá er það þegar vegið er að heilbrigðisþjónustu. Einn þingmaður eins og ég stöðvar ekki þessar breytingar og því verða allir að standa saman og sýna velferðarráðherra stuðning í því að endurskoða ákvörðun um lokun öldrunardeildar á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir glímuna við ríkisfjármálin lengir marga eftir forgangsröðun í þágu velferðar líkt og lofað var í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Á sama tíma og fjárveitingar til margra málaflokka aukast þá eru minnkandi framlög til heilbrigðisþjónustu mikið áhyggjuefni. Síðastliðinn fimmtudag stóð Sjúkraliðafélags Íslands fyrir fundi á Akranesi vegna fyrirhugaðrar lokunar E-deildar sjúkrahússins á Akranesi. Þegar þessar tillögur voru fyrst kynntar þá óskaði ég eftir fundi með forstöðumönnum Heilbrigðissstofnunar Vesturlands (HVE) og í framhaldinu átti ég góðan fund með starfsfólki og trúnaðarmanni starfsfólks á E-deildinni. Að loknum þessum fundum setti ég mig í samband við heilsugæslulækna á starfssvæði HVE, einstaklinga og aðstandendur margra sem hafa notið góðrar þjónustu á E-deildinni. Mikilvægi deildarinnar og framtíðarsýn HVEÞeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þjónustu E-deildar sjúkrahússins á Akranesi en á síðasta ári þjónustaði deildin 105 einstaklinga. Þarna er um að ræða aldraða einstaklinga víðs vegar af Vesturlandi sem komið hafa í endurhæfingu, hvíldarinnlagnir og skamm- og langtímainnlagnir. Endurhæfing og hvíldarinnlagnir gera einstaklingum mögulegt að búa lengur heima með lægri tilkostnaði fyrir samfélagið. Skamm- og langtímainnlagnir eru yfirleitt vegna þess að einstaklingar hafa ekki fengið vistunarmat eða bíða þess að hjúkrunarrými losni. Í framtíðarsýn HVE fyrir árin 2011-2013, sem gefin var út 1. júní 2011, kemur fram að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta sé ekki veitt af sveitarfélögum eða öðrum. Undir þessa framtíðarsýn ritar núverandi velferðarráðherra og því spyrja margir sig hvað hafi breyst á sex mánuðum. Þeir sem til þekkja segja ógerlegt að veita þessa þjónustu á öðrum deildum og þjónustuskerðing og aukinn kostnaður verði óumflýjanlegur. Er ekki ástæða til að endurskoða ákvörðunina?Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjónustu? Ef málum er þannig háttað, af hverju var ekki löngu búið að loka þessari deild? Af hverju hafa læknar á starfssvæði stofnunarinnar miklar áhyggjur af stöðu mála? Af hverju segir starfsfólk sjúkrahússins ómögulegt að bæta þessum verkefnum á aðrar deildir? Hvað verður um einstaklinga sem bíða eftir því að komast að? Í framhaldi af fundinum á Akranesi þá hef ég óskað eftir sérstakri utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi enda mikilvægt, ætli menn ekki að draga þessar tillögur til baka, að áhrifin liggi fyrir áður en lengra er haldið. Flestum sem hafa kynnt sér þetta mál er ljóst að þrátt fyrir fögur orð þá mun ekkert koma í stað öldrunardeildar sjúkrahússins á Akranesi. Áhrifanna mun gæta á öllu Vesturlandi og til lengri tíma mun þetta líklega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Ef einhvern tíma er mikilvægt að snúa bökum saman þá er það þegar vegið er að heilbrigðisþjónustu. Einn þingmaður eins og ég stöðvar ekki þessar breytingar og því verða allir að standa saman og sýna velferðarráðherra stuðning í því að endurskoða ákvörðun um lokun öldrunardeildar á Akranesi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar