Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2012 21:07 Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast. Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast.
Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent