Versta fjöldamorð norðurlanda á okkar tímum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. júlí 2012 19:15 Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár. Fyrstu fregnir af voðaverkunum í Noregi voru óljósar. Mikil ringulreið myndaðist Ósló í kjölfar sprengjutilræðisins. Yfirvöld og fjölmiðlar einblíndu á höfuðborgina á meðan Breivik ók í átt að Útey. Átta létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu og hátt í 200 særðust, þar af margir alvarlega. Nú er orðið ljóst að Breivik notaðist við áburð og brennsluolíu þegar hann bjó til sprengjuna. Hann lagði síðan bíl fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Eins og sjá má þessum myndum var sprenging afar öflug og eyðilegging mikil. En á meðan óðagotið stóð yfir í Osló fékk Breivik tækifæri til að athafna sig í Útey. Lögregluyfirvöld komust þó fljótt á snoðirnar um atburðina í Útey en heildarmynd hryllingsins var þó enn á huldu. Sextíu og níu manns létust í Útey en rúmlega fimm hundruð og tuttugu ungmenni og skipuleggjendur voru á eyjunni. Hundrað og tíu særðust. Skotárásin stóð yfir í rúma eina og hálfa klukkustund. Nokkrir reyndu að synda í land í ísköldu vatninu á meðan aðrir leituðu skjóls við strendur eyjunnar. Það var síðan sérsveit norsku lögreglunnar sem handsamaði loks Breivik. Björgunarmenn og sjúkraliðar gátu þá hafið björgunarstörf. Sögur þeirra sem komust lífs af eru martröð líkastar. Breivik er sagður hafa verið yfirvegaður og skipulagður. Það var síðan sextánda apríl síðastliðinn þegar Breivik var fluttur frá Ila öryggisfangelsinu til héraðsdómshússins í Osló. Breivik heilsaði að hætti fasista þegar hann var leiddur inn í dómssalinn. Breivik hefur gengist við sakargiftum en réttlætir verkanaðinn með því að vísa í neyðarvarnarsjónarmið. Fjöldamorðin hafi verið viðbragð við fjölmenningarstefnu norskra yfirvalda sem hann telur að hafi stofnað heill þjóðarinnar í hættu. Talið er að dómur í máli Breiviks verði kveðinn seint í næsta mánuði. Verði hann fundinn sakhæfur á hann yfir höfði sér tuttugu og eins árs hámarksrefsingu. Ef hann verður úrskurðaður geðveikur verður hann að öllum líkindum dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár. Fyrstu fregnir af voðaverkunum í Noregi voru óljósar. Mikil ringulreið myndaðist Ósló í kjölfar sprengjutilræðisins. Yfirvöld og fjölmiðlar einblíndu á höfuðborgina á meðan Breivik ók í átt að Útey. Átta létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu og hátt í 200 særðust, þar af margir alvarlega. Nú er orðið ljóst að Breivik notaðist við áburð og brennsluolíu þegar hann bjó til sprengjuna. Hann lagði síðan bíl fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Eins og sjá má þessum myndum var sprenging afar öflug og eyðilegging mikil. En á meðan óðagotið stóð yfir í Osló fékk Breivik tækifæri til að athafna sig í Útey. Lögregluyfirvöld komust þó fljótt á snoðirnar um atburðina í Útey en heildarmynd hryllingsins var þó enn á huldu. Sextíu og níu manns létust í Útey en rúmlega fimm hundruð og tuttugu ungmenni og skipuleggjendur voru á eyjunni. Hundrað og tíu særðust. Skotárásin stóð yfir í rúma eina og hálfa klukkustund. Nokkrir reyndu að synda í land í ísköldu vatninu á meðan aðrir leituðu skjóls við strendur eyjunnar. Það var síðan sérsveit norsku lögreglunnar sem handsamaði loks Breivik. Björgunarmenn og sjúkraliðar gátu þá hafið björgunarstörf. Sögur þeirra sem komust lífs af eru martröð líkastar. Breivik er sagður hafa verið yfirvegaður og skipulagður. Það var síðan sextánda apríl síðastliðinn þegar Breivik var fluttur frá Ila öryggisfangelsinu til héraðsdómshússins í Osló. Breivik heilsaði að hætti fasista þegar hann var leiddur inn í dómssalinn. Breivik hefur gengist við sakargiftum en réttlætir verkanaðinn með því að vísa í neyðarvarnarsjónarmið. Fjöldamorðin hafi verið viðbragð við fjölmenningarstefnu norskra yfirvalda sem hann telur að hafi stofnað heill þjóðarinnar í hættu. Talið er að dómur í máli Breiviks verði kveðinn seint í næsta mánuði. Verði hann fundinn sakhæfur á hann yfir höfði sér tuttugu og eins árs hámarksrefsingu. Ef hann verður úrskurðaður geðveikur verður hann að öllum líkindum dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira