Stuðningsgrein: Ég kýs gegn valdaklíkunum Einar Steingrímsson skrifar 25. júní 2012 14:30 Andrea Ólafsdóttir sagði í viðtali við DV um helgina að hún byggist ekki við að vinna í forsetakosningunum. Þótt ég sé óforbetranleg bjartsýnismanneskja kann ég að meta hreinskilni og raunsæi af þessu tagi, og ekki síður að Andrea skuli láta vera að klæða það í grímubúning orðaleppa eins og algengt er meðal stjórnmálafólks. Ég ætla líka að vera hreinskilinn: Ég er ekki sammála Andreu um allt, og ég hef hnotið um eitt og annað sem hún hefur sagt (þótt ekkert af því hafi verið stórvægilegt). Ég get ekki verið viss um að ég yrði ánægður með það sem hún myndi gera eða láta ógert sem forseti. En, Andrea hefur lagt áherslu á að það sé vilji almennings sem eigi að ráða för og ég hef aldrei séð hana draga taum þeirra valdastétta sem allt of lengi hafa drottnað yfir Íslandi. Þvert á móti virðist mér hún laus við öll tengsl við þær valdaklíkur sem hér ráða lögum og lofum, og óhrædd við að segja þeim til syndanna. Ég vil helst að forsetaembættið verði lagt niður, og það vald sem í því felst fært beint til kjósenda, meðal annars með því að auðvelda okkur að krefjast þjóðaratkvæðis og leggja fram lagafrumvörp. Þangað til er skárra en ekki að hafa á forsetastóli manneskju sem er líkleg til að standa gegn því valdi sem allt of lengi hefur hunsað hagsmuni almennings. Þess vegna ætla ég, ef ekkert óvænt kemur upp á, að kjósa Andreu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Andrea Ólafsdóttir sagði í viðtali við DV um helgina að hún byggist ekki við að vinna í forsetakosningunum. Þótt ég sé óforbetranleg bjartsýnismanneskja kann ég að meta hreinskilni og raunsæi af þessu tagi, og ekki síður að Andrea skuli láta vera að klæða það í grímubúning orðaleppa eins og algengt er meðal stjórnmálafólks. Ég ætla líka að vera hreinskilinn: Ég er ekki sammála Andreu um allt, og ég hef hnotið um eitt og annað sem hún hefur sagt (þótt ekkert af því hafi verið stórvægilegt). Ég get ekki verið viss um að ég yrði ánægður með það sem hún myndi gera eða láta ógert sem forseti. En, Andrea hefur lagt áherslu á að það sé vilji almennings sem eigi að ráða för og ég hef aldrei séð hana draga taum þeirra valdastétta sem allt of lengi hafa drottnað yfir Íslandi. Þvert á móti virðist mér hún laus við öll tengsl við þær valdaklíkur sem hér ráða lögum og lofum, og óhrædd við að segja þeim til syndanna. Ég vil helst að forsetaembættið verði lagt niður, og það vald sem í því felst fært beint til kjósenda, meðal annars með því að auðvelda okkur að krefjast þjóðaratkvæðis og leggja fram lagafrumvörp. Þangað til er skárra en ekki að hafa á forsetastóli manneskju sem er líkleg til að standa gegn því valdi sem allt of lengi hefur hunsað hagsmuni almennings. Þess vegna ætla ég, ef ekkert óvænt kemur upp á, að kjósa Andreu.