Stuðningsgrein: Tungan er beitt vopn Sigurbjörg Bergsdóttir skrifar 25. júní 2012 22:00 Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. En að þessu sögðu langar mig líka að segja hvað það hryggir mig að fylgjast með hvernig er ráðist á framboð Þóru í gegnum Svavar. Það sem ég á við í þessum efnum er hvernig forsetaframbjóðandi getur réttlætt fyrir sjálfum sér að eyða dýrmætum tíma sínum í að gagnrýna meðframbjóðendur eða maka þeirra þegar þessum tíma ætti að verja í að tala við fólkið í landinu um það hvað það hefur sjálft fram að færa til embættisins. Það þarf engan Einstein til að átta sig á að við erum öll mannleg sama hver við erum. Það er enginn fullkominn og það er hægt að gagnrýna allt og alla ef viljinn er fyrir hendi. Mér finnst það segja svo mikið um persónu hvernig hún kemur fram við annað fólk og það sem fólk leyfir sér í kosningabaráttu, sem og annars staðar, sýnir innri mann. Ég hef aldrei verið hrifin að því þegar fólk situr og ver tíma sínum og annarra í að rífa niður og gagnrýna í stað þess að byggja upp og bæta það sem þarf að laga. Það þarf ákveðinn myndugleika og hugrekki til að geta staðið með sjálfum sér án þess að gera lítið úr öðrum í leiðinni. Uppbyggileg gagnrýni er holl en gagnrýni sem felur í sér ósannindi og ærumeiðingar er ekki af því góða. Tungan er beitt vopn og ég segi að það sé merki um þroska og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þegar henni er beitt af skynsemi og heiðarleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. En að þessu sögðu langar mig líka að segja hvað það hryggir mig að fylgjast með hvernig er ráðist á framboð Þóru í gegnum Svavar. Það sem ég á við í þessum efnum er hvernig forsetaframbjóðandi getur réttlætt fyrir sjálfum sér að eyða dýrmætum tíma sínum í að gagnrýna meðframbjóðendur eða maka þeirra þegar þessum tíma ætti að verja í að tala við fólkið í landinu um það hvað það hefur sjálft fram að færa til embættisins. Það þarf engan Einstein til að átta sig á að við erum öll mannleg sama hver við erum. Það er enginn fullkominn og það er hægt að gagnrýna allt og alla ef viljinn er fyrir hendi. Mér finnst það segja svo mikið um persónu hvernig hún kemur fram við annað fólk og það sem fólk leyfir sér í kosningabaráttu, sem og annars staðar, sýnir innri mann. Ég hef aldrei verið hrifin að því þegar fólk situr og ver tíma sínum og annarra í að rífa niður og gagnrýna í stað þess að byggja upp og bæta það sem þarf að laga. Það þarf ákveðinn myndugleika og hugrekki til að geta staðið með sjálfum sér án þess að gera lítið úr öðrum í leiðinni. Uppbyggileg gagnrýni er holl en gagnrýni sem felur í sér ósannindi og ærumeiðingar er ekki af því góða. Tungan er beitt vopn og ég segi að það sé merki um þroska og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þegar henni er beitt af skynsemi og heiðarleika.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar