Stuðningsgrein: Þóru fyrir forseta Einar Benediktsson skrifar 28. júní 2012 15:00 Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun