Batinn rækilega staðfestur Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. júní 2012 14:38 Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun