Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta 24. mars 2012 15:54 Bessastaðir Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta á Bessastaði, eða rúm 66 prósent landsmanna. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Capacent Gallup. Tæplega 34 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnunni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna embætti forseta Íslands áfram. Í tilkynningu frá hópnum Betri valkost á Bessastaði, sem lét framkvæmda könnunina, segir að þrjár konur hafi oftast verið nefndar sem þeir valkostir sem fólk vildi helst fá í staðinn fyrir sitjandi forseta. „Þetta eru þær Þóra Arnórsdóttir, Elín Hirst og Salvör Nordal. Næstir á eftir komu Páll Skúlason, Stefán Jón Hafstein og Þórólfur Árnason. Athygli vekur að nær tvöfalt fleiri nefndu Þóru sem sitt fyrsta val, en þau sem koma í næstu sætum á eftir." Alls völdu 30,3% þeirra sem nefndu að minnsta kosti einn valkost í könnuninni Þóru sem sitt fyrsta, annað eða þriðja val, en 41,5% þeirra völdu Ólaf í eitthvað sæti. Þá völdu rúmlega 22% Elínu Hirst og tæplega 19% Salvöru Nordal sem sitt fyrsta til þriðja val. Aðrir sem spurt var um i könnuninni voru valdir í eitthvað sæti af um 17% eða færri. „Samkvæmt þessu virðist fjöldi frambjóðenda geta ráðið mestu um það hvort núverandi forseti haldi velli eða ekki. Þá vekur það athygli að 83% af þeim sem svöruðu tóku afstöðu," segir í tilkynningunni. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að velja sinn fyrsta, annan og þriðja valkost sem næsta forseta landsins. Könnunin fór fram dagana 15. - 23. mars 2012. Spurt var: Hvert eftirtalinna myndir þú helst vilja sjá sem forseta Íslands? Svarhlutfall var 62,8% og úrtaksstærð 1346 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr viðhorfshópi Capacent Gallup. Könnunin var gerð fyrir hópinn Betri valkost á Bessastaði, sem stofnaður var fyrr í þessum mánuði. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta á Bessastaði, eða rúm 66 prósent landsmanna. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Capacent Gallup. Tæplega 34 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnunni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna embætti forseta Íslands áfram. Í tilkynningu frá hópnum Betri valkost á Bessastaði, sem lét framkvæmda könnunina, segir að þrjár konur hafi oftast verið nefndar sem þeir valkostir sem fólk vildi helst fá í staðinn fyrir sitjandi forseta. „Þetta eru þær Þóra Arnórsdóttir, Elín Hirst og Salvör Nordal. Næstir á eftir komu Páll Skúlason, Stefán Jón Hafstein og Þórólfur Árnason. Athygli vekur að nær tvöfalt fleiri nefndu Þóru sem sitt fyrsta val, en þau sem koma í næstu sætum á eftir." Alls völdu 30,3% þeirra sem nefndu að minnsta kosti einn valkost í könnuninni Þóru sem sitt fyrsta, annað eða þriðja val, en 41,5% þeirra völdu Ólaf í eitthvað sæti. Þá völdu rúmlega 22% Elínu Hirst og tæplega 19% Salvöru Nordal sem sitt fyrsta til þriðja val. Aðrir sem spurt var um i könnuninni voru valdir í eitthvað sæti af um 17% eða færri. „Samkvæmt þessu virðist fjöldi frambjóðenda geta ráðið mestu um það hvort núverandi forseti haldi velli eða ekki. Þá vekur það athygli að 83% af þeim sem svöruðu tóku afstöðu," segir í tilkynningunni. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að velja sinn fyrsta, annan og þriðja valkost sem næsta forseta landsins. Könnunin fór fram dagana 15. - 23. mars 2012. Spurt var: Hvert eftirtalinna myndir þú helst vilja sjá sem forseta Íslands? Svarhlutfall var 62,8% og úrtaksstærð 1346 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr viðhorfshópi Capacent Gallup. Könnunin var gerð fyrir hópinn Betri valkost á Bessastaði, sem stofnaður var fyrr í þessum mánuði.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira