Endalok karlaveldisins Freyr Eyjólfsson skrifar 31. janúar 2011 06:00 Frægt og umdeilt verk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, á Feneyjatvíæringnum 2009 vakti mikið umtal á sínum tíma bæði varðandi kostnað og almennan fíflaskap í listum. Margir virtust misskilja hvað listamaðurinn var beinlínis að fara í þessu verki; þarna voru tveir karlmenn að dunda sér við bjórdrykkju og listmálun en með þessu verki var verið að boða endalok karlaveldisins. Karlar í kreppu eftir kreppu. Heimur karlmanna er nefnilega að breytast. Og það hratt. Á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að konur urðu fleiri á vinnumarkaði en karlar. Fleiri konur útskrifast úr háskólum og sífellt fleiri setjast í forstjórastóla þar í landi. Sama þróun virðist eiga sér stað á Íslandi og víða annars staðar á Vesturlöndum. Í kreppunni hér hafa aðallega karlar misst vinnuna og svo virðist sem hið tæknivædda nútímasamfélag kalli frekar á konur en karla til starfa. Bandarískar rannsóknir sýna að þegar fólk getur valið kyn í glasafrjóvgunum velur það frekar stúlkur en stráka; þær hafa nefnilega betri möguleika í lífinu. Þegar fólk er spurt vill það frekar eignast stelpu en strák. Strákar eru líklegri til vandræða og að feta glæpabrautina, lenda í umferðarslysum, eiga við vímuefnavandamál að stríða og svo framvegis. Karlar eru í mikilli krísu. Karlmenn hafa verið ráðandi kyn í heiminum. Þeir hafa stjórnað með harðri hendi, oft með ofbeldi, eins og aðrir apafrændur sínir. Það hefur hins vegar gerst mjög hratt á síðustu áratugum að hlutur kvenna hefur farið vaxandi, sem virðist hafa mjög öflug hagræn áhrif í för með sér. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur mælt bein hagræn áhrif jafnréttis. Þar sem konur hafa sömu réttindi og karlar er meiri hagsæld og meiri auður. Jafnrétti virðist borga sig, sama hvað menn halda. Sumir halda því jafnvel fram að kvenræði eða kvennaveldi sé hagstæðasta fyrirkomulagið. Fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli ráðið konur sem yfirmenn. Þar hafa karllæg gildi vikið fyrir kvenlægum. Það voru útrunnin karlmennskusjónarmið og testósterónæði sem keyrðu banka og fjármálafyrirtæki í þrot. Eftir standa fyrirtæki sem þurfa að temja sér önnur gildi og sum hafa þegar gert það. Viðskiptalífið, vinnumarkaðurinn og veröldin - allt breytist þetta núna hratt. Og stórtækasta breytingin virðist vera þessi: Ofurvald karlmanna er að líða undir lok. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Frægt og umdeilt verk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, á Feneyjatvíæringnum 2009 vakti mikið umtal á sínum tíma bæði varðandi kostnað og almennan fíflaskap í listum. Margir virtust misskilja hvað listamaðurinn var beinlínis að fara í þessu verki; þarna voru tveir karlmenn að dunda sér við bjórdrykkju og listmálun en með þessu verki var verið að boða endalok karlaveldisins. Karlar í kreppu eftir kreppu. Heimur karlmanna er nefnilega að breytast. Og það hratt. Á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að konur urðu fleiri á vinnumarkaði en karlar. Fleiri konur útskrifast úr háskólum og sífellt fleiri setjast í forstjórastóla þar í landi. Sama þróun virðist eiga sér stað á Íslandi og víða annars staðar á Vesturlöndum. Í kreppunni hér hafa aðallega karlar misst vinnuna og svo virðist sem hið tæknivædda nútímasamfélag kalli frekar á konur en karla til starfa. Bandarískar rannsóknir sýna að þegar fólk getur valið kyn í glasafrjóvgunum velur það frekar stúlkur en stráka; þær hafa nefnilega betri möguleika í lífinu. Þegar fólk er spurt vill það frekar eignast stelpu en strák. Strákar eru líklegri til vandræða og að feta glæpabrautina, lenda í umferðarslysum, eiga við vímuefnavandamál að stríða og svo framvegis. Karlar eru í mikilli krísu. Karlmenn hafa verið ráðandi kyn í heiminum. Þeir hafa stjórnað með harðri hendi, oft með ofbeldi, eins og aðrir apafrændur sínir. Það hefur hins vegar gerst mjög hratt á síðustu áratugum að hlutur kvenna hefur farið vaxandi, sem virðist hafa mjög öflug hagræn áhrif í för með sér. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur mælt bein hagræn áhrif jafnréttis. Þar sem konur hafa sömu réttindi og karlar er meiri hagsæld og meiri auður. Jafnrétti virðist borga sig, sama hvað menn halda. Sumir halda því jafnvel fram að kvenræði eða kvennaveldi sé hagstæðasta fyrirkomulagið. Fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli ráðið konur sem yfirmenn. Þar hafa karllæg gildi vikið fyrir kvenlægum. Það voru útrunnin karlmennskusjónarmið og testósterónæði sem keyrðu banka og fjármálafyrirtæki í þrot. Eftir standa fyrirtæki sem þurfa að temja sér önnur gildi og sum hafa þegar gert það. Viðskiptalífið, vinnumarkaðurinn og veröldin - allt breytist þetta núna hratt. Og stórtækasta breytingin virðist vera þessi: Ofurvald karlmanna er að líða undir lok. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar