Aðeins meira af leikskólamálum Jón 1. desember 2011 06:00 Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar