Merkin sýna verkin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin!
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun