Nýsköpun í atvinnumálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. nóvember 2011 06:00 Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Slík nýsköpun er ekki og á ekki að vera bundin við einkageirann og þannig voru t.d. afhent á dögunum fyrstu verðlaunin og viðurkenningar fyrir nýsköpun í starfsemi og rekstri hjá hinu opinbera. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að umhverfi sprota– og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með breytingu á skattalögum þannig að styðja megi við bakið á rannsóknar- og og þróunarstarfi. Við þetta hefur verið staðið og nú liggur árangurinn eftir fyrsta heila árið fyrir. Í október 2009 lagði undirritaður fram frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki í formi skattaafsláttar. Frumvarpið varð að lögum nr. 152/2009 og er markmið þeirra að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja. Lögin tóku gildi á árinu 2010 og ná þá í fyrsta sinn til heils rekstrarárs. Áhrif skattafsláttarins koma hins vegar ekki fram fyrr en nú í lok október 2011 við álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2010. Í grófum dráttum er afslátturinn allt að 20% af útlögðum kostnaði vegna rannsókna og þróunar hjá nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem fengið hafa staðfestingu Rannís sem slík, þó upp að ákveðnu hámarki. Afslátturinn er útborganlegur að því marki sem hann er hærri fjárhæð en þau opinberu gjöld sem lögð eru á umsækjanda skattafsláttarins eftir hefðbundna skuldajöfnun. Nú liggur fyrir að heildarfjárhæð skattafsláttarins vegna umsvifa á þessu sviði á árinu 2010 nam hátt í hálfum milljarði króna. Alls áttu 53 lögaðilar rétt á skattafslætti vegna kostnaðar við nýsköpun á árinu 2010 samkvæmt álagningu ársins 2011. Flest fyrirtækin, eða 48 talsins, fengu alla afsláttarfjárhæðina endurgreidda, eða samtals 440,9 m.kr. Af fyrirtækjunum 53 eru 39 skráð í Reykjavík, 13 í skattumdæmi Reykjaness og eitt fyrirtæki á Vestfjörðum. Meðalafsláttur á fyrirtæki er 9,2 m.kr. sem þýðir að meðalstærð verkefnis er 46 m.kr. Þegar rýnt er í skiptingu skattafsláttarins eftir atvinnugreinum má sjá svart á hvítu þá ánægjulegu staðreynd að fyrirtæki sem starfa við nýsköpun og hlotið hafa skattafsláttinn starfa á mjög fjölbreyttu sviði. Mjög mörg þeirra fást við hugbúnaðargerð eða hugbúnaðartengda starfsemi og taka þau til sín yfir 40% allra endurgreiðslnanna. Einnig er gróska t.d. í rannsóknar- og þróunarstarfi í líftækni, verkfræði og tækjaframleiðslu á búnaði til prófana og leiðsagnar og verkefnum á sviði matvælaframleiðslu og sorpsöfnunar. Svona mætti lengi áfram telja. En stuðningur við nýsköpun er að sjálfsögðu ekki eingöngu fólginn í skattafslætti vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Allt starfsumhverfið og stuðningskerfið skiptir þar máli. En, skattafslátturinn er viðbót og með honum eykst stuðningur ríkissjóðs verulega við nýsköpunarfyrirtæki, ekki síst í ljósi þess að stærstur hluti fjárhæðarinnar er greiddur út sem beinn styrkur. Til samanburðar er framlag ríkissjóðs til Tækniþróunarsjóðs, sem einnig hefur það hlutverk að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, samtals 720 m.kr. í fjárlögum ársins 2011. Það þýðir að skattafslátturinn nemur tveimur þriðju hlutum af framlagi Tækniþróunarsjóðs og eykur þar með beint framlag ríkisins til nýsköpunarfyrirtækja um rúmlega 67% á þessu ári. Samanlögð framlög ríkisins til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í þágu atvinnulífsins gegnum þennan tvíþætta farveg, nema því 1.205,6 m.kr. á árinu 2011. Með öðrum orðum, það verður tæpast annað sagt en að umrædd lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki hafi náð yfirlýstum tilgangi sínum um að örva nýsköpun, fjölga störfum og stuðla að verðmætaaukningu í efnahagslífinu. Landfræðileg dreifing umsækjenda er að vísu nokkurt umhugsunarefni en vonandi fjölgar enn í hópi þeirra sem nýta sér þennan möguleika í ár og fyrirtæki úr öllum landshlutum verða með þegar gert verður upp að ári. Á tímum þegar samfélagsleg umræða einkennist á köflum óhóflega mikið af sundurlyndi og bölmóði, ekki síst í umfjöllun um atvinnumál, er ekki úr vegi að vekja athygli á því sem vel er að takast. Hér hefur ríkisstjórnin sannarlega staðið við sitt og mætt jákvæðu andrúmslofti og samstarfsvilja þeirra sem mest sýsla við nýsköpunar- og þróunarmál. Þannig þarf að sameina kraftana á fleiri sviðum og leggja sameiginlega lóð á vogarskálar uppbyggingar og bjartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Sjá meira
Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Slík nýsköpun er ekki og á ekki að vera bundin við einkageirann og þannig voru t.d. afhent á dögunum fyrstu verðlaunin og viðurkenningar fyrir nýsköpun í starfsemi og rekstri hjá hinu opinbera. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að umhverfi sprota– og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með breytingu á skattalögum þannig að styðja megi við bakið á rannsóknar- og og þróunarstarfi. Við þetta hefur verið staðið og nú liggur árangurinn eftir fyrsta heila árið fyrir. Í október 2009 lagði undirritaður fram frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki í formi skattaafsláttar. Frumvarpið varð að lögum nr. 152/2009 og er markmið þeirra að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja. Lögin tóku gildi á árinu 2010 og ná þá í fyrsta sinn til heils rekstrarárs. Áhrif skattafsláttarins koma hins vegar ekki fram fyrr en nú í lok október 2011 við álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2010. Í grófum dráttum er afslátturinn allt að 20% af útlögðum kostnaði vegna rannsókna og þróunar hjá nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem fengið hafa staðfestingu Rannís sem slík, þó upp að ákveðnu hámarki. Afslátturinn er útborganlegur að því marki sem hann er hærri fjárhæð en þau opinberu gjöld sem lögð eru á umsækjanda skattafsláttarins eftir hefðbundna skuldajöfnun. Nú liggur fyrir að heildarfjárhæð skattafsláttarins vegna umsvifa á þessu sviði á árinu 2010 nam hátt í hálfum milljarði króna. Alls áttu 53 lögaðilar rétt á skattafslætti vegna kostnaðar við nýsköpun á árinu 2010 samkvæmt álagningu ársins 2011. Flest fyrirtækin, eða 48 talsins, fengu alla afsláttarfjárhæðina endurgreidda, eða samtals 440,9 m.kr. Af fyrirtækjunum 53 eru 39 skráð í Reykjavík, 13 í skattumdæmi Reykjaness og eitt fyrirtæki á Vestfjörðum. Meðalafsláttur á fyrirtæki er 9,2 m.kr. sem þýðir að meðalstærð verkefnis er 46 m.kr. Þegar rýnt er í skiptingu skattafsláttarins eftir atvinnugreinum má sjá svart á hvítu þá ánægjulegu staðreynd að fyrirtæki sem starfa við nýsköpun og hlotið hafa skattafsláttinn starfa á mjög fjölbreyttu sviði. Mjög mörg þeirra fást við hugbúnaðargerð eða hugbúnaðartengda starfsemi og taka þau til sín yfir 40% allra endurgreiðslnanna. Einnig er gróska t.d. í rannsóknar- og þróunarstarfi í líftækni, verkfræði og tækjaframleiðslu á búnaði til prófana og leiðsagnar og verkefnum á sviði matvælaframleiðslu og sorpsöfnunar. Svona mætti lengi áfram telja. En stuðningur við nýsköpun er að sjálfsögðu ekki eingöngu fólginn í skattafslætti vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Allt starfsumhverfið og stuðningskerfið skiptir þar máli. En, skattafslátturinn er viðbót og með honum eykst stuðningur ríkissjóðs verulega við nýsköpunarfyrirtæki, ekki síst í ljósi þess að stærstur hluti fjárhæðarinnar er greiddur út sem beinn styrkur. Til samanburðar er framlag ríkissjóðs til Tækniþróunarsjóðs, sem einnig hefur það hlutverk að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, samtals 720 m.kr. í fjárlögum ársins 2011. Það þýðir að skattafslátturinn nemur tveimur þriðju hlutum af framlagi Tækniþróunarsjóðs og eykur þar með beint framlag ríkisins til nýsköpunarfyrirtækja um rúmlega 67% á þessu ári. Samanlögð framlög ríkisins til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í þágu atvinnulífsins gegnum þennan tvíþætta farveg, nema því 1.205,6 m.kr. á árinu 2011. Með öðrum orðum, það verður tæpast annað sagt en að umrædd lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki hafi náð yfirlýstum tilgangi sínum um að örva nýsköpun, fjölga störfum og stuðla að verðmætaaukningu í efnahagslífinu. Landfræðileg dreifing umsækjenda er að vísu nokkurt umhugsunarefni en vonandi fjölgar enn í hópi þeirra sem nýta sér þennan möguleika í ár og fyrirtæki úr öllum landshlutum verða með þegar gert verður upp að ári. Á tímum þegar samfélagsleg umræða einkennist á köflum óhóflega mikið af sundurlyndi og bölmóði, ekki síst í umfjöllun um atvinnumál, er ekki úr vegi að vekja athygli á því sem vel er að takast. Hér hefur ríkisstjórnin sannarlega staðið við sitt og mætt jákvæðu andrúmslofti og samstarfsvilja þeirra sem mest sýsla við nýsköpunar- og þróunarmál. Þannig þarf að sameina kraftana á fleiri sviðum og leggja sameiginlega lóð á vogarskálar uppbyggingar og bjartsýni.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun