„Þessi hlerunarárátta er alvarlegt mál“ 9. nóvember 2011 06:00 Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd. Ákvæðinu var bætt við að ósk ríkislögreglustjóra, en var útfærð að fyrirmynd umræðu sem hafði þá staðið yfir í ráðherraráði ESB um að gögn um uppruna- og endastað fjarskipta, tímalengd og tímasetningar þeirra og gagnamagn væru geymd. Færð voru rök fyrir því að varðveisla á öllum upplýsingum um fjarskipti allra aðila á landinu væru nauðsynleg til að sönnunargögn á refsiverðu athæfi væru til staðar við upphaf rannsóknar, frekar en að þeim yrði aflað sem hluti af rannsókn. Gagnageymd var síðar tekin upp í Evrópusambandinu, en hefur síðan þá verið hnekkt með dómsúrskurðum í Rúmeníu og Þýskalandi. Gagnageymd er í raun forvirk rannsóknarheimild sem skapar alvarlega hættu fyrir friðhelgi einkalífsins. Þessi hætta hefur verið gerð ljós af ýmsum aðilum, til dæmis í umsögn persónuverndarfulltrúa Evrópusambandsins, þar sem segir að ekki hefur verið sýnt með nægilega skýrum hætti fram á nauðsyn gagnageymdar, að gagnageymd hefði verið framkvæmanleg á vegu sem ganga síður gegn persónuverndarsjónarmiðum, og að tilskipunin hafi skilið eftir of mikið svigrúm fyrir túlkun af hálfu ákæruvaldsins. Það er ekki hægt að sjá annað en að öll þessi atriði eigi líka við í íslenska tilfellinu. Ein helstu rökin fyrir gagnageymd hafa verið gagnsemi hennar við rannsóknir á hryðjuverkum, en samkvæmt samþykkt svokallaðrar Reykjavíkursamþykktar Evrópuráðs eru töluverðar áhyggjur af því að ýmis lagasetning í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Madrid 2003 og London 2004 hafi ekki tekið nægilegt tillit til grundvallarmannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, eða meðalhófsreglu. Í raun hafa þessi geymdu gögn verið notuð fyrst og fremst í þágu rannsókna á fíkniefnabrotum. Þrátt fyrir að þessar rannsóknir séu tvímælalaust mikilvægur þáttur í framfylgd laga vakna spurningar um hvort meðalhófsreglu sé nægilega vel sinnt með þessari nálgun. Tölfræði frá þýsku lögreglunni sýnir að gagnageymd hafi ekki haft nein marktæk áhrif á fjölda upplýstra mála, og sér í lagi ekki á fjölda alvarlegra upplýstra glæpa. Skýrsla sem samtökin European Digital Rights (EDRi) unnu sýndi að af sex milljónum glæparannsókna á ári í þýskalandi voru innan við 0,01% mála þar sem rannsóknir breyttust verulega vegna skorts á geymdum gögnum. Var sýnt þar að áður en að gagnageymd kom til sögunnar upplýstust 71% mála þar sem fjarskipti eða internetnotkun kom við sögu, sem var þó þegar mun meira en þau mál sem upplýstust þar sem engin fjarskipti komu við sögu, eða um 55%. Í skýrslu sem lak frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrr á þessu ári var því haldið fram að gagnageymd væri mikilvægur liður í rannsóknum og uppljóstrun glæpa, en hvergi í sömu skýrslu komu fram sannanir á því að það sé tilfellið. Stjórnvöld hafa hvergi getað fært nægjanleg rök fyrir stórfelldum og stöðugum njósnum um alla 500 milljónir íbúa Evrópusambandsins, svo ekki sé minnst á hina rúmlega 318.000 íbúa Íslands. Að meðaltali var sérhver Evrópubúi skráður vegna gagnageymdar einu sinni á sex mínútna fresti árið 2010 – það er að segja, hver einasti ríkisborgari er skrásettur í gagnagrunn að meðaltali 225 sinnum á dag. Í stuttu máli er gagnageymd kostnaðarsöm aðgerð, brýtur í bága við mannréttindi, og er mæta gagnslaus. Í umræðu um þetta í Alþingi 2005, þar sem þessu var þröngvað í gegn með lítilli umræðu, útskýrði Jón Bjarnason þetta mjög svo fallega: „Þessi hlerunarárátta, frú forseti, er alvarlegt mál.“ Það er kominn tími til að hætta þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Smári McCarthy Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd. Ákvæðinu var bætt við að ósk ríkislögreglustjóra, en var útfærð að fyrirmynd umræðu sem hafði þá staðið yfir í ráðherraráði ESB um að gögn um uppruna- og endastað fjarskipta, tímalengd og tímasetningar þeirra og gagnamagn væru geymd. Færð voru rök fyrir því að varðveisla á öllum upplýsingum um fjarskipti allra aðila á landinu væru nauðsynleg til að sönnunargögn á refsiverðu athæfi væru til staðar við upphaf rannsóknar, frekar en að þeim yrði aflað sem hluti af rannsókn. Gagnageymd var síðar tekin upp í Evrópusambandinu, en hefur síðan þá verið hnekkt með dómsúrskurðum í Rúmeníu og Þýskalandi. Gagnageymd er í raun forvirk rannsóknarheimild sem skapar alvarlega hættu fyrir friðhelgi einkalífsins. Þessi hætta hefur verið gerð ljós af ýmsum aðilum, til dæmis í umsögn persónuverndarfulltrúa Evrópusambandsins, þar sem segir að ekki hefur verið sýnt með nægilega skýrum hætti fram á nauðsyn gagnageymdar, að gagnageymd hefði verið framkvæmanleg á vegu sem ganga síður gegn persónuverndarsjónarmiðum, og að tilskipunin hafi skilið eftir of mikið svigrúm fyrir túlkun af hálfu ákæruvaldsins. Það er ekki hægt að sjá annað en að öll þessi atriði eigi líka við í íslenska tilfellinu. Ein helstu rökin fyrir gagnageymd hafa verið gagnsemi hennar við rannsóknir á hryðjuverkum, en samkvæmt samþykkt svokallaðrar Reykjavíkursamþykktar Evrópuráðs eru töluverðar áhyggjur af því að ýmis lagasetning í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Madrid 2003 og London 2004 hafi ekki tekið nægilegt tillit til grundvallarmannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, eða meðalhófsreglu. Í raun hafa þessi geymdu gögn verið notuð fyrst og fremst í þágu rannsókna á fíkniefnabrotum. Þrátt fyrir að þessar rannsóknir séu tvímælalaust mikilvægur þáttur í framfylgd laga vakna spurningar um hvort meðalhófsreglu sé nægilega vel sinnt með þessari nálgun. Tölfræði frá þýsku lögreglunni sýnir að gagnageymd hafi ekki haft nein marktæk áhrif á fjölda upplýstra mála, og sér í lagi ekki á fjölda alvarlegra upplýstra glæpa. Skýrsla sem samtökin European Digital Rights (EDRi) unnu sýndi að af sex milljónum glæparannsókna á ári í þýskalandi voru innan við 0,01% mála þar sem rannsóknir breyttust verulega vegna skorts á geymdum gögnum. Var sýnt þar að áður en að gagnageymd kom til sögunnar upplýstust 71% mála þar sem fjarskipti eða internetnotkun kom við sögu, sem var þó þegar mun meira en þau mál sem upplýstust þar sem engin fjarskipti komu við sögu, eða um 55%. Í skýrslu sem lak frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrr á þessu ári var því haldið fram að gagnageymd væri mikilvægur liður í rannsóknum og uppljóstrun glæpa, en hvergi í sömu skýrslu komu fram sannanir á því að það sé tilfellið. Stjórnvöld hafa hvergi getað fært nægjanleg rök fyrir stórfelldum og stöðugum njósnum um alla 500 milljónir íbúa Evrópusambandsins, svo ekki sé minnst á hina rúmlega 318.000 íbúa Íslands. Að meðaltali var sérhver Evrópubúi skráður vegna gagnageymdar einu sinni á sex mínútna fresti árið 2010 – það er að segja, hver einasti ríkisborgari er skrásettur í gagnagrunn að meðaltali 225 sinnum á dag. Í stuttu máli er gagnageymd kostnaðarsöm aðgerð, brýtur í bága við mannréttindi, og er mæta gagnslaus. Í umræðu um þetta í Alþingi 2005, þar sem þessu var þröngvað í gegn með lítilli umræðu, útskýrði Jón Bjarnason þetta mjög svo fallega: „Þessi hlerunarárátta, frú forseti, er alvarlegt mál.“ Það er kominn tími til að hætta þessu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar