Heilindi og gagnsæi gefa norrænu samstarfi byr í seglin 29. október 2011 06:00 Hryðjuverkin í Ósló og á Útey á liðnu sumri reyndu á opin samfélög Norðurlanda. Viðbrögð þjóðanna og samhugur þeirra með Norðmönnum báru vott um ósvikin heilindi þeirra – og samkennd. Þegar framin eru hryðjuverk er yfirleitt brugðist við með hertu eftirliti og þvingunaraðgerðum en Norðmenn völdu aðra leið. Þrátt fyrir óhug og sorg ríkti einhugur um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag. Þegar Knut Storberget‚ dómsmálaráðherra Noregs‚ tjáði sig opinberlega um verknaðinn komst hann svo að orði að norskt samfélag hefði brugðist við á dæmigerðan norrænan hátt. Fyrir vikið áunnu Norðmenn sér virðingu um allan heim. Dagana 1.–3. nóvember heldur Norðurlandaráð sitt árlega þing og verður samstarfsvettvangur þingmanna nýttur til þess að efla gagnsæi á Norðurlöndum. „Hin opnu norrænu samfélög“ er yfirskrift leiðtogafundar forsætisráðherranna og þingmanna í Norðurlandaráði á opnunardegi þingsins. Það er fagnaðarefni að nýjar ríkisstjórnir í Finnlandi og Danmörku hafa lýst yfir vilja til að efla norrænt samstarf. Það skulum við hafa hugfast þegar við aukum skilvirkni í samstarfinu og eflum aðgerðir til að auka gagnsæi. Samstarfið hefur verið gagnrýnt fyrir seinagang en á þinginu verður rætt hvernig bæta megi úr því. Mikilvægt er að Norræna ráðherranefndin bregðist fyrr við tillögum frá Norðurlandaráði. Eins er lagt til að haldin verði aukaþing að vori til þess að flýta fyrir og jafnvel fjölga ákvörðunum. Við verðum að standa vörð um opin samfélög okkar en einnig að hafa áhrif á umheiminn í kringum okkur. Norðurlandabúar eru um 25 milljónir talsins og því nógu fjölmennir til að láta að sér kveða. Hin opnu samfélög eru tromp á hendi okkar meðal annarra þjóða. Á undanförnum árum hafa Norðurlönd staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir en engu að síður verðum við að efla nýsköpun og nýta okkur einstaka kjarnahæfni ef við eigum að standast alþjóðlega samkeppni. Sú hæfni byggist á menningu okkar‚ er helsti styrkur okkar og veitir okkur sérstöðu. Við búum til dæmis við einhverja minnstu spillingu í heimi og það má ekki síst þakka því gagnsæi sem löngum hefur einkennt samfélög okkar. Við verðum að standa ótrauð vörð um hið opna lýðræðissamfélag og jafnvel af meiri einurð en áður. Með aukinni skilvirkni vill Norðurlandaráð auka pólitískt vægi samstarfsins. Stefnt er að því að gefa stjórnmálamönnum æ fleiri tilefni til að láta sig varða og gefa sig alla að málefnum og bregðast tímanlega við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hryðjuverkin í Ósló og á Útey á liðnu sumri reyndu á opin samfélög Norðurlanda. Viðbrögð þjóðanna og samhugur þeirra með Norðmönnum báru vott um ósvikin heilindi þeirra – og samkennd. Þegar framin eru hryðjuverk er yfirleitt brugðist við með hertu eftirliti og þvingunaraðgerðum en Norðmenn völdu aðra leið. Þrátt fyrir óhug og sorg ríkti einhugur um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag. Þegar Knut Storberget‚ dómsmálaráðherra Noregs‚ tjáði sig opinberlega um verknaðinn komst hann svo að orði að norskt samfélag hefði brugðist við á dæmigerðan norrænan hátt. Fyrir vikið áunnu Norðmenn sér virðingu um allan heim. Dagana 1.–3. nóvember heldur Norðurlandaráð sitt árlega þing og verður samstarfsvettvangur þingmanna nýttur til þess að efla gagnsæi á Norðurlöndum. „Hin opnu norrænu samfélög“ er yfirskrift leiðtogafundar forsætisráðherranna og þingmanna í Norðurlandaráði á opnunardegi þingsins. Það er fagnaðarefni að nýjar ríkisstjórnir í Finnlandi og Danmörku hafa lýst yfir vilja til að efla norrænt samstarf. Það skulum við hafa hugfast þegar við aukum skilvirkni í samstarfinu og eflum aðgerðir til að auka gagnsæi. Samstarfið hefur verið gagnrýnt fyrir seinagang en á þinginu verður rætt hvernig bæta megi úr því. Mikilvægt er að Norræna ráðherranefndin bregðist fyrr við tillögum frá Norðurlandaráði. Eins er lagt til að haldin verði aukaþing að vori til þess að flýta fyrir og jafnvel fjölga ákvörðunum. Við verðum að standa vörð um opin samfélög okkar en einnig að hafa áhrif á umheiminn í kringum okkur. Norðurlandabúar eru um 25 milljónir talsins og því nógu fjölmennir til að láta að sér kveða. Hin opnu samfélög eru tromp á hendi okkar meðal annarra þjóða. Á undanförnum árum hafa Norðurlönd staðið sig vel í samanburði við aðrar þjóðir en engu að síður verðum við að efla nýsköpun og nýta okkur einstaka kjarnahæfni ef við eigum að standast alþjóðlega samkeppni. Sú hæfni byggist á menningu okkar‚ er helsti styrkur okkar og veitir okkur sérstöðu. Við búum til dæmis við einhverja minnstu spillingu í heimi og það má ekki síst þakka því gagnsæi sem löngum hefur einkennt samfélög okkar. Við verðum að standa ótrauð vörð um hið opna lýðræðissamfélag og jafnvel af meiri einurð en áður. Með aukinni skilvirkni vill Norðurlandaráð auka pólitískt vægi samstarfsins. Stefnt er að því að gefa stjórnmálamönnum æ fleiri tilefni til að láta sig varða og gefa sig alla að málefnum og bregðast tímanlega við.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar