Vaknið nátttröll 26. október 2011 06:00 Alkunna er að hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi alvarlegast á landinu. Þversögnin er hins vegar sú að stærsta og raunhæfasta lausnin á atvinnuleysinu er rétt innan seilingar og hefur verið tilbúin undanfarin ár. Það sem á skortir er fyrst og fremst pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar til að standa við fjárfestingarsamning um álver í Helguvík og þar með vilji fjármálaráðherra til að létta sérhönnuðum pólitískum fjötrum af Landsvirkjun. Á nýlegum íbúafundi í Garðinum um atvinnu- og orkumál kom fram í máli Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, að Helguvík væri eina stóra atvinnuskapandi verkefnið á Íslandi sem tilbúið væri til framkvæmda næstu tvö árin. Umhverfismati væri lokið, starfsleyfi fengið, samningar klárir við birgja og verktaka, fjármögnun tryggð og búin. Það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum til álversins. Ljóst væri að þar yrði Landsvirkjun að koma að málum til að hrinda þessu mikilvæga verkefni af stað. Viðræður hafa verið í gangi um verð og magn. Sú stefna Landsvirkjunar að fá sem hæst verð fyrir sína orku er sjálfsögð, þær áherslur eru alls ekki nýjar af nálinni. Hins vegar má benda á að LV stefnir á að selja 1.500 MW í framtíðinni þannig að 10% af því, 150 MW til Norðuráls í áföngum á næstu 4-5 árum, er mjög góður leikur. Það kemur hlutum af stað hér á Íslandi – og það er akkúrat það sem þarf nú. Endalaust má þrátta um verð en nú verður að loka þessum samningum. Það er þjóðþrifamál. Það má auglýsa eftir fólki til starfa í Helguvík helgina eftir að samningar nást. Hagvöxtur mun aukast og forsendur fjárlaga, sem eru harla veikar, munu jafnvel halda. Tvö þúsund heimili fá fyrirvinnu og afkoma hins opinbera batnar um a.m.k. 12 milljarða á ári. Pólítísk stóriðja þeirra sem reyna að ganga í augun á kjósendum sínum með öfgafullum fjötrum á atvinnuuppbyggingu skapar ekki atvinnu hér á Suðurnesjum. Tími framkvæmda við raunveruleg atvinnuskapandi verkefni er hins vegar löngu kominn. Hefjumst handa og vinnum allri þjóðinni gagn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alkunna er að hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi alvarlegast á landinu. Þversögnin er hins vegar sú að stærsta og raunhæfasta lausnin á atvinnuleysinu er rétt innan seilingar og hefur verið tilbúin undanfarin ár. Það sem á skortir er fyrst og fremst pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar til að standa við fjárfestingarsamning um álver í Helguvík og þar með vilji fjármálaráðherra til að létta sérhönnuðum pólitískum fjötrum af Landsvirkjun. Á nýlegum íbúafundi í Garðinum um atvinnu- og orkumál kom fram í máli Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, að Helguvík væri eina stóra atvinnuskapandi verkefnið á Íslandi sem tilbúið væri til framkvæmda næstu tvö árin. Umhverfismati væri lokið, starfsleyfi fengið, samningar klárir við birgja og verktaka, fjármögnun tryggð og búin. Það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum til álversins. Ljóst væri að þar yrði Landsvirkjun að koma að málum til að hrinda þessu mikilvæga verkefni af stað. Viðræður hafa verið í gangi um verð og magn. Sú stefna Landsvirkjunar að fá sem hæst verð fyrir sína orku er sjálfsögð, þær áherslur eru alls ekki nýjar af nálinni. Hins vegar má benda á að LV stefnir á að selja 1.500 MW í framtíðinni þannig að 10% af því, 150 MW til Norðuráls í áföngum á næstu 4-5 árum, er mjög góður leikur. Það kemur hlutum af stað hér á Íslandi – og það er akkúrat það sem þarf nú. Endalaust má þrátta um verð en nú verður að loka þessum samningum. Það er þjóðþrifamál. Það má auglýsa eftir fólki til starfa í Helguvík helgina eftir að samningar nást. Hagvöxtur mun aukast og forsendur fjárlaga, sem eru harla veikar, munu jafnvel halda. Tvö þúsund heimili fá fyrirvinnu og afkoma hins opinbera batnar um a.m.k. 12 milljarða á ári. Pólítísk stóriðja þeirra sem reyna að ganga í augun á kjósendum sínum með öfgafullum fjötrum á atvinnuuppbyggingu skapar ekki atvinnu hér á Suðurnesjum. Tími framkvæmda við raunveruleg atvinnuskapandi verkefni er hins vegar löngu kominn. Hefjumst handa og vinnum allri þjóðinni gagn!
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar