LÍÚ hjólar í þjóðina Bolli Héðinsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga á að skapa sátt um fiskveiðar. Með lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram, er efast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að innkalla fiskveiðiheimildirnar án frekari tafa. Til viðbótar við þau nefndarálit sem fram voru komin fyrr í sumar hafa nú bæst við álit Landsbankans og Deloitte sem í reynd bæta ekki miklu við það sem áður var komið. Þar er t.d. hvergi reynt að leiða líkur að því hversu mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu nú þegar ekki lífvænleg og muni ekki lifa af þótt engu verði breytt í tilhögun fiskveiða. Í skýrslum þessara aðila er ekki talað fyrir lausnum sem til eru, til að koma til móts við stefnumótun stjórnvalda, heldur er reynt að sjá ljónin í veginum og skýrslurnar síðan samdar út frá því. Öllum má vera ljóst hvaða hagsmuni Deloitte er að verja en spyrja má hvaða hagsmuni Landsbankinn er að verja með slíkri skýrslugjöf. Leiðbeiningarskylda LandsbankansÞannig mætti ætla að Landsbankinn reiknaði með að yfirlýstur vilji ríkisstjórnarninnar gengi eftir og skýrsla Landsbankans ætti því fyrst og fremst að leiðbeina um útfærslu hinnar mörkuðu stefnu. T.d. um að mikilvægt sé að samhliða innköllun aflaheimildanna verði gefið út að útgerðir geti reiknað með því að halda 95% núverandi aflaheimilda sinna næstu 19 árin, ef farin verður sú fyrningarleið sem oftast er talað um, þ.e. að fyrna 5% aflaheimilda á ári næstu 20 ár. Þannig ætti Landsbankinn einnig að leiðbeina um að e.t.v. þurfi sérstök tímabundin ákvæði í lög um ársreikninga sem taki á þeim sérstöku aðstæðum sem skapast á meðan verið er að fyrna kvótann til fulls. Það er sammerkt öllum þeim álitum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin sem fram hafa komið frá vordögum að helstu athugasemdirnar lúta að hinum svokölluðu „pottum“, veiðiheimildum sem ráðherra getur úthlutað að geðþótta o.s.frv. Hvergi er vikið orði að hinni svokölluðu „tilboðsleið“ sem upphaflega kom til greina við ráðstöfun kvóta, en sem LÍÚ hafnaði, þ.e. að útgerðir bjóði árlega, hver eftir fjárhagslegri getu sinni og útgerðarhæfi, í afnotarétt af 5% kvótans næstu 20 árin þar á eftir. Ætla verður að allir skýrsluhöfundar telji „tilboðsleiðina“ heppilega leið til að hámarka arð þjóðarbúsins af fiskveiðum enda hagrænir yfirburðir hennar fram yfir svokallaða „samningaleið“ óumdeildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga á að skapa sátt um fiskveiðar. Með lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram, er efast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að innkalla fiskveiðiheimildirnar án frekari tafa. Til viðbótar við þau nefndarálit sem fram voru komin fyrr í sumar hafa nú bæst við álit Landsbankans og Deloitte sem í reynd bæta ekki miklu við það sem áður var komið. Þar er t.d. hvergi reynt að leiða líkur að því hversu mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu nú þegar ekki lífvænleg og muni ekki lifa af þótt engu verði breytt í tilhögun fiskveiða. Í skýrslum þessara aðila er ekki talað fyrir lausnum sem til eru, til að koma til móts við stefnumótun stjórnvalda, heldur er reynt að sjá ljónin í veginum og skýrslurnar síðan samdar út frá því. Öllum má vera ljóst hvaða hagsmuni Deloitte er að verja en spyrja má hvaða hagsmuni Landsbankinn er að verja með slíkri skýrslugjöf. Leiðbeiningarskylda LandsbankansÞannig mætti ætla að Landsbankinn reiknaði með að yfirlýstur vilji ríkisstjórnarninnar gengi eftir og skýrsla Landsbankans ætti því fyrst og fremst að leiðbeina um útfærslu hinnar mörkuðu stefnu. T.d. um að mikilvægt sé að samhliða innköllun aflaheimildanna verði gefið út að útgerðir geti reiknað með því að halda 95% núverandi aflaheimilda sinna næstu 19 árin, ef farin verður sú fyrningarleið sem oftast er talað um, þ.e. að fyrna 5% aflaheimilda á ári næstu 20 ár. Þannig ætti Landsbankinn einnig að leiðbeina um að e.t.v. þurfi sérstök tímabundin ákvæði í lög um ársreikninga sem taki á þeim sérstöku aðstæðum sem skapast á meðan verið er að fyrna kvótann til fulls. Það er sammerkt öllum þeim álitum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin sem fram hafa komið frá vordögum að helstu athugasemdirnar lúta að hinum svokölluðu „pottum“, veiðiheimildum sem ráðherra getur úthlutað að geðþótta o.s.frv. Hvergi er vikið orði að hinni svokölluðu „tilboðsleið“ sem upphaflega kom til greina við ráðstöfun kvóta, en sem LÍÚ hafnaði, þ.e. að útgerðir bjóði árlega, hver eftir fjárhagslegri getu sinni og útgerðarhæfi, í afnotarétt af 5% kvótans næstu 20 árin þar á eftir. Ætla verður að allir skýrsluhöfundar telji „tilboðsleiðina“ heppilega leið til að hámarka arð þjóðarbúsins af fiskveiðum enda hagrænir yfirburðir hennar fram yfir svokallaða „samningaleið“ óumdeildir.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar