Miðbær Reykjavíkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 28. júlí 2011 07:00 Þótt áhrif loftbóluhagkerfisins sírædda hafi verið mikil voru þau að mörgu leyti ekki sýnileg eða áþreifanleg. Öðru mál gegnir um miðbæ Reykjavíkur. Þar blasa áhrifin við í niðurníddum og yfirgefnum húsum, auðum lóðum, gleri, stáli og steinsteypu. Loftbólumyndun í efnahagsmálum hefur oft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið og skynsemi í skipulagsmálum fer oft út um gluggann. Auk þess getur skipulag verið til þess fallið að blása lofti í bóluna. Móðir tækifæraÁ hinn bóginn á frasinn um að kreppan sé móðir tækifæranna óvíða jafn vel við og í skipulagsmálum. Eftir að lönd Mið- og Austur-Evrópu losnuðu undan oki kommúnismans var fjárhagur þeirra og framleiðslugeta í rúst, atvinnuleysi var mikið og fjárráð mjög takmörkuð. Engu að síður var víða ákveðið að nota tækifærið til að ráðast í fegrun og endurbyggingu fjölmargra gamalla bæja og borga. Í Dresden, sem áður var ein fallegasta borg heims, hafði miðborginni verið eytt í seinni heimsstyrjöldinni. Þar réðust menn í það ótrúlega verkefni að endurbyggja gömlu borgina eins og gert hafði verið í Varsjá og víðar. Átakið fer ekki framhjá neinum sem ferðast um lönd Mið- og Austur-Evrópu. Iðnaðarmenn fengu vinnu, velta jókst og hélst að mestu leyti innan hagkerfisins og aðdráttarafl borga og bæja fyrir ferðamenn og fjárfestingu jókst til muna. Því til viðbótar hafa þessi verkefni hjálpað til við að styrkja tengsl íbúa við heimabæi sína, halda uppi verðmæti fasteigna utan miðbæjarins og draga úr fólksflótta. Bæirnir urðu í senn meira aðlaðandi staðir til að búa á og til að byggja upp og fjárfesta. ReykjavíkÍ Reykjavík sköpuðust sambærileg tækifæri eftir að loftbólan sprakk en þau hafa ekki verið nýtt. Tapið af því að nýta ekki þau tækifæri er gríðarlegt, bæði umhverfislegt og efnahagslegt. Fyrir nokkrum árum var farið af stað með svo kallað Völundar-verkefni að sænskri fyrirmynd. Þar fengu atvinnulausir iðnaðarmenn vinnu við að gera upp gömul hús. Þótt þeir fengju aðeins lítillega hærri laun en nam atvinnuleysisbótum var mikil ánægja með verkefnið af hálfu þeirra sem tóku þátt í því. Nokkur mikilvæg fegrunarverkefni voru sett af stað, einkum við Laugaveg og á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Þar sést vel hvað endurgerð húsa hefur mikil og góð áhrif á umhverfið. Í báðum tilvikum var reyndar um mjög dýr verkefni að ræða, en sömu áhrifum má ná með mun minni tilkostnaði. Við Lækjargötu var vinna mjög vönduð auk þess sem mikið var byggt neðanjarðar og byggingarmagn aukið, eflaust vegna þess að það var talið arðbært. Við Laugaveg voru gerð upp hús sem fengust ókeypis en þar lá kostnaðurinn einkum í því að byggingarmagn sem búið var að heimila var keypt í burtu á háu verði. Þar birtist eitt skýrasta dæmið um hversu miklum verðmætum var úthlutað af stjórnvöldum á meðan verið var að veita heimildir fyrir stórbyggingum í gamla miðbænum. Þeir sem lögðu fjármagn og vinnu í að gera upp gömul hús og auka verðmæti umhverfisins fengu ekkert en þeir sem létu hús drabbast niður juku líkurnar á að fá úthlutað leyfum til að byggja stórhýsi við hliðina á uppgerðu húsunum. Þannig var innbyggður í skipulagið mjög sterkur öfugur hvati. Það var ekki nóg með að fólki væri refsað fyrir fegrun umhverfisins og það verðlaunað fyrir að ganga á sameiginleg verðmæti, það var beinlínis gengið á hlut þeirra sem gerðu upp hús með því að skerða umhverfi þeirra. Ég heimsótti t.d. fjölskyldu sem hafði lagt gríðarlega vinnu og natni í að gera upp eitt af elstu húsum Reykjavíkur við eina heillegustu götu miðbæjarins til þess eins að fá risastóran kassa í bakgarðinn. Húsið varð óseljanlegt. TækifæriðKreppan veitti einstakt tækifæri til að hverfa af þessari braut. Tækifærið hefur ekki verið nýtt, þvert á móti. Það eru reyndar mörg ár frá því farið var að ræða um þörfina á breytingum. Ég og fleiri reyndum mikið að vekja athygli á vandanum löngu fyrir upphaf kreppunnar. Þegar ég hvarf úr skipulagsráði borgarinnar hafði þörfin fyrir aðgerðir verið margítrekuð og búið var, með aðkomu fjölda sérfræðinga, að undirbúa algjöra stefnubreytingu til að snúa þróuninni við. Á síðasta fundi ráðsins var fullyrt að aðeins væru nokkrir dagar í að farið yrði að beita dagsektum til að koma í veg fyrir að hús væru látin standa undir skemmdum. Meira en ári seinna hefur nánast ekkert gerst. Enn standa hús yfirgefin og enn er reynt að gera það að réttlætingu fyrir því að rífa þau og byggja stærra í staðinn. Mörg þessara húsa voru í ágætu standi þegar farið var að eyðileggja þau, sum höfðu meira að segja nýlega verið tekin í gegn að meira eða minna leyti. Við Bergstaðastræti er fallegt hús sem ung hjón vildu kaupa fyrir mörgum árum til að gera það upp. Þess í stað var það látið standa autt árum saman. Nú hefur annað ungt fólk sem betur fer tekið við húsinu og hafist handa við lagfæringar. Slíkt þarf að gerast víðar. KostnaðurRíki og sveitarfélög eiga ekki að þurfa að leggja mikið fjármagn í lagfæringu og endurbyggingu gamalla húsa. Stjórnvöld geta hannað það skipulag og reglur sem hvetja til viðhalds og fegrunar umhverfisins. Raunin hefur verið þveröfug. Við þær aðstæður er ekki hagkvæmt fyrir einstaklinga að gera upp eitt og eitt hús. Best er að byrja á því að skapa hvata til að hús séu gerð upp að utan. Við það eykst verðmæti umhverfisins og þar með húsanna og hagkvæmara verður að lagfæra þau að innan. Enn er hins vegar verið að þrýsta á um niðurrif og áframhaldandi öfugþróun. Tækifærið er núnaMeð skynsamlegu og hvetjandi skipulagi má snúa þróuninni hratt við. Vinnan hefur verið unnin. Allt er til reiðu svo að hefja megi endurreisn miðbæjar Reykjavíkur, skapa atvinnu, halda í iðnaðarmenn og þekkingu þeirra og auka verðmæti borgarinnar. Slíkt er sérstaklega mikilvægt nú þegar nauðsynlegt er að auka á aðdráttarafl borgarinnar fyrir heils árs ferðaþjónustu, auka fjárfestingu og vellíðan íbúanna. Tækifærið er núna en það er að hverfa, hús fyrir hús og götu fyrir götu. Sé tækifærið ekki nýtt núna getur það horfið að eilífu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þótt áhrif loftbóluhagkerfisins sírædda hafi verið mikil voru þau að mörgu leyti ekki sýnileg eða áþreifanleg. Öðru mál gegnir um miðbæ Reykjavíkur. Þar blasa áhrifin við í niðurníddum og yfirgefnum húsum, auðum lóðum, gleri, stáli og steinsteypu. Loftbólumyndun í efnahagsmálum hefur oft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið og skynsemi í skipulagsmálum fer oft út um gluggann. Auk þess getur skipulag verið til þess fallið að blása lofti í bóluna. Móðir tækifæraÁ hinn bóginn á frasinn um að kreppan sé móðir tækifæranna óvíða jafn vel við og í skipulagsmálum. Eftir að lönd Mið- og Austur-Evrópu losnuðu undan oki kommúnismans var fjárhagur þeirra og framleiðslugeta í rúst, atvinnuleysi var mikið og fjárráð mjög takmörkuð. Engu að síður var víða ákveðið að nota tækifærið til að ráðast í fegrun og endurbyggingu fjölmargra gamalla bæja og borga. Í Dresden, sem áður var ein fallegasta borg heims, hafði miðborginni verið eytt í seinni heimsstyrjöldinni. Þar réðust menn í það ótrúlega verkefni að endurbyggja gömlu borgina eins og gert hafði verið í Varsjá og víðar. Átakið fer ekki framhjá neinum sem ferðast um lönd Mið- og Austur-Evrópu. Iðnaðarmenn fengu vinnu, velta jókst og hélst að mestu leyti innan hagkerfisins og aðdráttarafl borga og bæja fyrir ferðamenn og fjárfestingu jókst til muna. Því til viðbótar hafa þessi verkefni hjálpað til við að styrkja tengsl íbúa við heimabæi sína, halda uppi verðmæti fasteigna utan miðbæjarins og draga úr fólksflótta. Bæirnir urðu í senn meira aðlaðandi staðir til að búa á og til að byggja upp og fjárfesta. ReykjavíkÍ Reykjavík sköpuðust sambærileg tækifæri eftir að loftbólan sprakk en þau hafa ekki verið nýtt. Tapið af því að nýta ekki þau tækifæri er gríðarlegt, bæði umhverfislegt og efnahagslegt. Fyrir nokkrum árum var farið af stað með svo kallað Völundar-verkefni að sænskri fyrirmynd. Þar fengu atvinnulausir iðnaðarmenn vinnu við að gera upp gömul hús. Þótt þeir fengju aðeins lítillega hærri laun en nam atvinnuleysisbótum var mikil ánægja með verkefnið af hálfu þeirra sem tóku þátt í því. Nokkur mikilvæg fegrunarverkefni voru sett af stað, einkum við Laugaveg og á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Þar sést vel hvað endurgerð húsa hefur mikil og góð áhrif á umhverfið. Í báðum tilvikum var reyndar um mjög dýr verkefni að ræða, en sömu áhrifum má ná með mun minni tilkostnaði. Við Lækjargötu var vinna mjög vönduð auk þess sem mikið var byggt neðanjarðar og byggingarmagn aukið, eflaust vegna þess að það var talið arðbært. Við Laugaveg voru gerð upp hús sem fengust ókeypis en þar lá kostnaðurinn einkum í því að byggingarmagn sem búið var að heimila var keypt í burtu á háu verði. Þar birtist eitt skýrasta dæmið um hversu miklum verðmætum var úthlutað af stjórnvöldum á meðan verið var að veita heimildir fyrir stórbyggingum í gamla miðbænum. Þeir sem lögðu fjármagn og vinnu í að gera upp gömul hús og auka verðmæti umhverfisins fengu ekkert en þeir sem létu hús drabbast niður juku líkurnar á að fá úthlutað leyfum til að byggja stórhýsi við hliðina á uppgerðu húsunum. Þannig var innbyggður í skipulagið mjög sterkur öfugur hvati. Það var ekki nóg með að fólki væri refsað fyrir fegrun umhverfisins og það verðlaunað fyrir að ganga á sameiginleg verðmæti, það var beinlínis gengið á hlut þeirra sem gerðu upp hús með því að skerða umhverfi þeirra. Ég heimsótti t.d. fjölskyldu sem hafði lagt gríðarlega vinnu og natni í að gera upp eitt af elstu húsum Reykjavíkur við eina heillegustu götu miðbæjarins til þess eins að fá risastóran kassa í bakgarðinn. Húsið varð óseljanlegt. TækifæriðKreppan veitti einstakt tækifæri til að hverfa af þessari braut. Tækifærið hefur ekki verið nýtt, þvert á móti. Það eru reyndar mörg ár frá því farið var að ræða um þörfina á breytingum. Ég og fleiri reyndum mikið að vekja athygli á vandanum löngu fyrir upphaf kreppunnar. Þegar ég hvarf úr skipulagsráði borgarinnar hafði þörfin fyrir aðgerðir verið margítrekuð og búið var, með aðkomu fjölda sérfræðinga, að undirbúa algjöra stefnubreytingu til að snúa þróuninni við. Á síðasta fundi ráðsins var fullyrt að aðeins væru nokkrir dagar í að farið yrði að beita dagsektum til að koma í veg fyrir að hús væru látin standa undir skemmdum. Meira en ári seinna hefur nánast ekkert gerst. Enn standa hús yfirgefin og enn er reynt að gera það að réttlætingu fyrir því að rífa þau og byggja stærra í staðinn. Mörg þessara húsa voru í ágætu standi þegar farið var að eyðileggja þau, sum höfðu meira að segja nýlega verið tekin í gegn að meira eða minna leyti. Við Bergstaðastræti er fallegt hús sem ung hjón vildu kaupa fyrir mörgum árum til að gera það upp. Þess í stað var það látið standa autt árum saman. Nú hefur annað ungt fólk sem betur fer tekið við húsinu og hafist handa við lagfæringar. Slíkt þarf að gerast víðar. KostnaðurRíki og sveitarfélög eiga ekki að þurfa að leggja mikið fjármagn í lagfæringu og endurbyggingu gamalla húsa. Stjórnvöld geta hannað það skipulag og reglur sem hvetja til viðhalds og fegrunar umhverfisins. Raunin hefur verið þveröfug. Við þær aðstæður er ekki hagkvæmt fyrir einstaklinga að gera upp eitt og eitt hús. Best er að byrja á því að skapa hvata til að hús séu gerð upp að utan. Við það eykst verðmæti umhverfisins og þar með húsanna og hagkvæmara verður að lagfæra þau að innan. Enn er hins vegar verið að þrýsta á um niðurrif og áframhaldandi öfugþróun. Tækifærið er núnaMeð skynsamlegu og hvetjandi skipulagi má snúa þróuninni hratt við. Vinnan hefur verið unnin. Allt er til reiðu svo að hefja megi endurreisn miðbæjar Reykjavíkur, skapa atvinnu, halda í iðnaðarmenn og þekkingu þeirra og auka verðmæti borgarinnar. Slíkt er sérstaklega mikilvægt nú þegar nauðsynlegt er að auka á aðdráttarafl borgarinnar fyrir heils árs ferðaþjónustu, auka fjárfestingu og vellíðan íbúanna. Tækifærið er núna en það er að hverfa, hús fyrir hús og götu fyrir götu. Sé tækifærið ekki nýtt núna getur það horfið að eilífu.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun