Klasamyndun í áliðnaði Þorsteinn Víglundsson skrifar 23. júní 2011 05:30 Í annarri grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein hér á landi. Við mat á þjóðhagslegu vægi áliðnaðar hér á landi vill það gjarnan gleymast hversu mikil viðskipti íslensku álverin eiga við hundruð innlendra fyrirtækja á ári hverju. Heildarfjárhæð þessara viðskipta árið 2010 nam 24 milljörðum króna og eru raforkukaup þar ekki meðtalin. Áliðnaður hefur starfað á Íslandi í liðlega 40 ár, eða frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína árið 1969. Framan af var álframleiðsla lítil, innan við 100 þúsund tonn á ári eða sem samsvaraði um 0,5% af heimsframleiðslu. Mikil aukning hefur orðið á liðnum árum og á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi 820 þúsund tonn af áli fyrir 222 milljarða króna. Þetta samsvarar 2% af heimsframleiðslu áls, sem er sambærilegt vægi okkar í fiskveiðum í heiminum. Aukið vægi áliðnaðar á liðnum 10 árum hefur ekki aðeins aukið útflutningstekjur þjóðarinnar heldur hefur einnig myndast fjöldi fyrirtækja í kringum iðnaðinn. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í áliðnaði í Kanada. Þar í landi sinna liðlega 4 þúsund fyrirtæki þjónustu við áliðnað. Kanadísk fyrirtæki eru í fararbroddi í bæði hönnun, byggingu og þjónustu við álver um allan heim. Þar er virðisaukinn af stoðfyrirtækjum í kringum áliðnað að minnsta kosti jafn mikill og virðisaukinn af álverunum sjálfum. Þessarar þróunar er farið að gæta hér á landi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja er, auk þess að sinna þjónustu við íslensk álver, einnig tekinn að flytja út þjónustu sína eða vörur. Veruleg sóknarfæri eru fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði á komandi árum. Hér starfa stærstu alþjóðlegu fyrirtækin í áliðnaði. Fyrirtæki sem hefur sýnt og sannað getu sína til að þjónusta álver hér á landi er um leið orðið gjaldgengt í þessum iðnaði um heim allan, enda kröfurnar sem gerðar eru til þjónustuaðila hér síst minni en annars staðar í heiminum. Íslensk fyrirtæki farin að þjóna álverum erlendisDæmi um þessa þróun er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar sem hefur sérhæft sig í þjónustu við áliðnaðinn. Fyrirtækið sinnir annars vegar ýmiss konar þjónustu við daglegan rekstur álveranna en jafnframt framleiðir það úrval tækjabúnaðar til álframleiðslu undir vörumerkinu Stímir. Þessi búnaður hefur verið seldur til álvera í 19 mismunandi löndum. Annað dæmi er Efla verkfræðistofa, sem hefur um árabil unnið að framkvæmdum við álver og orkufrekan iðnað um allan heim. Fyrirtækið hefur unnið við tugi álvera í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Argentínu, Venesúela, Óman, Barein, Dubai, Katar og Kína svo dæmi séu nefnd. Þetta er svipuð þróun og hófst í sjávarútvegi fyrir um aldarfjórðungi þegar fyrirtæki á borð við Marel fóru að vaxa og dafna í tengslum við sjávarútveginn. Marel byggir afkomu sína núna að óverulegu leyti á íslenskum sjávarútvegi en hefði hins vegar aldrei komist á legg nema fyrir tilstilli hans. Öflugur og kröfuharður heimamarkaður skapaði þar tækifæri sem fyrirtækið nýtti sér síðan til fullnustu. Ekki er ólíklegt að hér geti svipuð þróun orðið í áliðnaði og raunin varð í sjávarútvegi. Í umræðu um áliðnað er gjarnan einblínt á álverin sjálf en oft vill gleymast að sú mikla þekking sem hér hefur byggst upp í kringum iðnaðinn skapar einnig fjölda tækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í annarri grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein hér á landi. Við mat á þjóðhagslegu vægi áliðnaðar hér á landi vill það gjarnan gleymast hversu mikil viðskipti íslensku álverin eiga við hundruð innlendra fyrirtækja á ári hverju. Heildarfjárhæð þessara viðskipta árið 2010 nam 24 milljörðum króna og eru raforkukaup þar ekki meðtalin. Áliðnaður hefur starfað á Íslandi í liðlega 40 ár, eða frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína árið 1969. Framan af var álframleiðsla lítil, innan við 100 þúsund tonn á ári eða sem samsvaraði um 0,5% af heimsframleiðslu. Mikil aukning hefur orðið á liðnum árum og á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi 820 þúsund tonn af áli fyrir 222 milljarða króna. Þetta samsvarar 2% af heimsframleiðslu áls, sem er sambærilegt vægi okkar í fiskveiðum í heiminum. Aukið vægi áliðnaðar á liðnum 10 árum hefur ekki aðeins aukið útflutningstekjur þjóðarinnar heldur hefur einnig myndast fjöldi fyrirtækja í kringum iðnaðinn. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í áliðnaði í Kanada. Þar í landi sinna liðlega 4 þúsund fyrirtæki þjónustu við áliðnað. Kanadísk fyrirtæki eru í fararbroddi í bæði hönnun, byggingu og þjónustu við álver um allan heim. Þar er virðisaukinn af stoðfyrirtækjum í kringum áliðnað að minnsta kosti jafn mikill og virðisaukinn af álverunum sjálfum. Þessarar þróunar er farið að gæta hér á landi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja er, auk þess að sinna þjónustu við íslensk álver, einnig tekinn að flytja út þjónustu sína eða vörur. Veruleg sóknarfæri eru fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði á komandi árum. Hér starfa stærstu alþjóðlegu fyrirtækin í áliðnaði. Fyrirtæki sem hefur sýnt og sannað getu sína til að þjónusta álver hér á landi er um leið orðið gjaldgengt í þessum iðnaði um heim allan, enda kröfurnar sem gerðar eru til þjónustuaðila hér síst minni en annars staðar í heiminum. Íslensk fyrirtæki farin að þjóna álverum erlendisDæmi um þessa þróun er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar sem hefur sérhæft sig í þjónustu við áliðnaðinn. Fyrirtækið sinnir annars vegar ýmiss konar þjónustu við daglegan rekstur álveranna en jafnframt framleiðir það úrval tækjabúnaðar til álframleiðslu undir vörumerkinu Stímir. Þessi búnaður hefur verið seldur til álvera í 19 mismunandi löndum. Annað dæmi er Efla verkfræðistofa, sem hefur um árabil unnið að framkvæmdum við álver og orkufrekan iðnað um allan heim. Fyrirtækið hefur unnið við tugi álvera í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Argentínu, Venesúela, Óman, Barein, Dubai, Katar og Kína svo dæmi séu nefnd. Þetta er svipuð þróun og hófst í sjávarútvegi fyrir um aldarfjórðungi þegar fyrirtæki á borð við Marel fóru að vaxa og dafna í tengslum við sjávarútveginn. Marel byggir afkomu sína núna að óverulegu leyti á íslenskum sjávarútvegi en hefði hins vegar aldrei komist á legg nema fyrir tilstilli hans. Öflugur og kröfuharður heimamarkaður skapaði þar tækifæri sem fyrirtækið nýtti sér síðan til fullnustu. Ekki er ólíklegt að hér geti svipuð þróun orðið í áliðnaði og raunin varð í sjávarútvegi. Í umræðu um áliðnað er gjarnan einblínt á álverin sjálf en oft vill gleymast að sú mikla þekking sem hér hefur byggst upp í kringum iðnaðinn skapar einnig fjölda tækifæra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun