Tálsýnin – lífskjör á lánum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 6. júní 2011 08:00 Verðtryggingu lánsfjár er mjög kennt um skuldavanda fyrirtækja og heimila. Því er haldið fram að vandinn væri minni eða hverfandi ef lánin væru óverðtryggð eða í erlendum gjaldmiðli. Hvort tveggja eru miklar bábiljur. Vandinn er skuldin sjálf en ekki form hennar. Skuldasúpan væri svipuð þótt hún væri óverðtryggð eða í evrum. Enginn lánar peninga með tapi og vaxtaákvæði allra lána eru þannig að lánveitandinn fær verðgildi lánsins til baka og einhverja vexti að auki. Óverðtryggð lán eru skuldurum dýrari en verðtryggð þar sem vextir eru að jafnaði hærri. Skuldarar eru því engu bættari að lánstíma loknum með þeim lánum. Kosturinn við verðtrygginguna er sá að á hverjum gjalddaga þarf ekki að greiða alla vexti sem tilfallnir eru heldur dreifast greiðslurnar á allt lánstímabilið. Greiðslubyrðin verður því léttari en ella. Ókostur er að höfuðstóll skuldarinnar hækkar um frestuðu vextina. Óverðtryggð lán eru aðeins veitt með breytilegum vöxtum. Þar hækka vextir jafnskjótt og verðbólgan. Allir vextir af skuldinni greiðast við hvern gjalddaga og greiðslubyrðin verður mjög þung, einkum þegar verðbólgan vex, en höfuðstóllinn lækkar. Kostur óverðtryggðu lánanna fyrir efnahagsstjórn er að hækkandi greiðsla af lánum dregur úr einkaneyslu, minnkar þenslu og verðbólgan lækkar. Mögulegt er að hafa erlendan gjaldmiðil, t.d. evru. En þá þarf líka að undirgangast efnahagsstjórn sem gerir evruna að stöðugum gjaldmiðli. Það nær til hækkana launa, skatta, útgjalda ríkissjóðs, vaxta og útlánastefnu viðskiptabankanna. Það er ekki í boði að vera með íslenskan skuldakaupmátt í erlendu lánaumhverfi. Allt er þetta val og hver kostur mögulegur en alltaf verður að endurgreiða lánin að fullu. Skynsamlegasta efnahagsstjórnin er líklegast sú að hafa verðtryggingu einungis í boði á íbúðalánum til langs tíma en banna verðtryggingu á öllum neyslulánum og bílalánum. Þá myndi efnahagsstjórn gegn þenslu virka nokkuð örugglega. Skuldavandinn er fyrst og fremst skuldin sjálf, innihaldið en ekki formið. Við vandanum verður aðeins brugðist með því að breyta hugarfarinu. Lífskjör á lánum eru falskur heimur, tálsýn, sem alltaf hrynur að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Verðtryggingu lánsfjár er mjög kennt um skuldavanda fyrirtækja og heimila. Því er haldið fram að vandinn væri minni eða hverfandi ef lánin væru óverðtryggð eða í erlendum gjaldmiðli. Hvort tveggja eru miklar bábiljur. Vandinn er skuldin sjálf en ekki form hennar. Skuldasúpan væri svipuð þótt hún væri óverðtryggð eða í evrum. Enginn lánar peninga með tapi og vaxtaákvæði allra lána eru þannig að lánveitandinn fær verðgildi lánsins til baka og einhverja vexti að auki. Óverðtryggð lán eru skuldurum dýrari en verðtryggð þar sem vextir eru að jafnaði hærri. Skuldarar eru því engu bættari að lánstíma loknum með þeim lánum. Kosturinn við verðtrygginguna er sá að á hverjum gjalddaga þarf ekki að greiða alla vexti sem tilfallnir eru heldur dreifast greiðslurnar á allt lánstímabilið. Greiðslubyrðin verður því léttari en ella. Ókostur er að höfuðstóll skuldarinnar hækkar um frestuðu vextina. Óverðtryggð lán eru aðeins veitt með breytilegum vöxtum. Þar hækka vextir jafnskjótt og verðbólgan. Allir vextir af skuldinni greiðast við hvern gjalddaga og greiðslubyrðin verður mjög þung, einkum þegar verðbólgan vex, en höfuðstóllinn lækkar. Kostur óverðtryggðu lánanna fyrir efnahagsstjórn er að hækkandi greiðsla af lánum dregur úr einkaneyslu, minnkar þenslu og verðbólgan lækkar. Mögulegt er að hafa erlendan gjaldmiðil, t.d. evru. En þá þarf líka að undirgangast efnahagsstjórn sem gerir evruna að stöðugum gjaldmiðli. Það nær til hækkana launa, skatta, útgjalda ríkissjóðs, vaxta og útlánastefnu viðskiptabankanna. Það er ekki í boði að vera með íslenskan skuldakaupmátt í erlendu lánaumhverfi. Allt er þetta val og hver kostur mögulegur en alltaf verður að endurgreiða lánin að fullu. Skynsamlegasta efnahagsstjórnin er líklegast sú að hafa verðtryggingu einungis í boði á íbúðalánum til langs tíma en banna verðtryggingu á öllum neyslulánum og bílalánum. Þá myndi efnahagsstjórn gegn þenslu virka nokkuð örugglega. Skuldavandinn er fyrst og fremst skuldin sjálf, innihaldið en ekki formið. Við vandanum verður aðeins brugðist með því að breyta hugarfarinu. Lífskjör á lánum eru falskur heimur, tálsýn, sem alltaf hrynur að lokum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun