Takk! Erla Skúladóttir. skrifar 20. maí 2011 07:00 Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun