Bíóferðin með eiginmanninum endaði heima Boði Logason skrifar 9. febrúar 2011 20:51 Kolbrún ætlaði að fara í Sambíóin í Mjódd en þar sem gjafabréfið hennar gilti einungis á myndir á almennu verði fór hún heim. „Þetta var leiðinlegur endir á skemmtilegu kvöldi," segir Kolbrún Ósk Albertsdóttir sem ætlaði að fara í bíó með eiginmanni sínum á föstudaginn eftir að dóttir þeirra gaf þeim gjafabréf í bíó. Kolbrún og eiginmaðurinn ætluðu að sjá myndina Sanctum en þegar þau mættu á staðinn var þeim tjáð að gjafabréfið sem þau höfðu fengið gilti einungis á myndir sem væru á almennu verði. Dýrara er á þrívíddarmyndir og íslenskar myndir en Sanctum er þrívíddarmynd.Flestar myndir í dag í þrívídd „Það stóð aftan á miðanum að miðinn gilti einungis á almennar myndir, ég tók ekkert eftir því fyrr en ég kom í bíóið og ætlaði þá að fá að borga bara mismunin," segir Kolbrún. Afgreiðslustúlkan tjáði henni að ekki væri hægt að borga mismunin, heldur þyrfti hún að fara á mynd á almennu verði, það er að segja sem kostar 1.150 krónur á. „Ég leit í kringum í mig og sá að það var engin mynd sem mig langaði að sjá sem var á almennu verði. Og ef þú lítur í Moggann þá sérðu að flestar myndir í dag eru í þrívídd." Ætluðu að vera góð við mömmu og pabba Og Kolbrún fór því heim ásamt eiginmanni sínum. „Við fórum út að borða fyrr um kvöldið og ætluðum að enda kvöldið með því að fara í bíó. En við fórum ekki á neina mynd og fórum því bara heim," segir hún en eiginmaður hennar vinnur úti á landi og kemur í höfuðborgina einu sinni í mánuði. „Dóttir okkar og tengdasonur ætluðu að vera góð við mömmu sína og pabba og gefa okkur gjafabréfið í bíó en það fór því miður svona." Kolbrún hafði samband við Sambíóin og þar var henni tjáð að reglurnar væru bara svona. „Hún sagði að þetta væri út af einhverju í kerfinu hjá þeim sem væri ekki hægt að breyta. Ég hélt að þetta væri ekki svona mikið mál og ég gæti bara borgað 400 kallinn á milli. Í öðrum búðum þegar þú átt inneignarnótu fer hún bara sjálfkrafa upp í flíkina eða vöruna sem þú kaupir og svo borgar þú mismuninn."Hvað gerist ef almennt miðaverð hækkar? „Ég spurði svo konuna hvað myndi gerast ef almennt miðaverðið hækkar, er þá gjafarbréfið mitt ónýtt? Hún sagði mér að þá myndu þau reyna að gera eitthvað fyrir mig." Kolbrún hefur ekki enn notað gjafabréfið. „Það er spurning hvort ég gefi ekki einhverjum þennan miða sem langar að sjá mynd sem er á almennu verði eða þá ég reyni að finna mér mynd, það verður bara að koma í ljós," segir hún að lokum. Tengdar fréttir Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
„Þetta var leiðinlegur endir á skemmtilegu kvöldi," segir Kolbrún Ósk Albertsdóttir sem ætlaði að fara í bíó með eiginmanni sínum á föstudaginn eftir að dóttir þeirra gaf þeim gjafabréf í bíó. Kolbrún og eiginmaðurinn ætluðu að sjá myndina Sanctum en þegar þau mættu á staðinn var þeim tjáð að gjafabréfið sem þau höfðu fengið gilti einungis á myndir sem væru á almennu verði. Dýrara er á þrívíddarmyndir og íslenskar myndir en Sanctum er þrívíddarmynd.Flestar myndir í dag í þrívídd „Það stóð aftan á miðanum að miðinn gilti einungis á almennar myndir, ég tók ekkert eftir því fyrr en ég kom í bíóið og ætlaði þá að fá að borga bara mismunin," segir Kolbrún. Afgreiðslustúlkan tjáði henni að ekki væri hægt að borga mismunin, heldur þyrfti hún að fara á mynd á almennu verði, það er að segja sem kostar 1.150 krónur á. „Ég leit í kringum í mig og sá að það var engin mynd sem mig langaði að sjá sem var á almennu verði. Og ef þú lítur í Moggann þá sérðu að flestar myndir í dag eru í þrívídd." Ætluðu að vera góð við mömmu og pabba Og Kolbrún fór því heim ásamt eiginmanni sínum. „Við fórum út að borða fyrr um kvöldið og ætluðum að enda kvöldið með því að fara í bíó. En við fórum ekki á neina mynd og fórum því bara heim," segir hún en eiginmaður hennar vinnur úti á landi og kemur í höfuðborgina einu sinni í mánuði. „Dóttir okkar og tengdasonur ætluðu að vera góð við mömmu sína og pabba og gefa okkur gjafabréfið í bíó en það fór því miður svona." Kolbrún hafði samband við Sambíóin og þar var henni tjáð að reglurnar væru bara svona. „Hún sagði að þetta væri út af einhverju í kerfinu hjá þeim sem væri ekki hægt að breyta. Ég hélt að þetta væri ekki svona mikið mál og ég gæti bara borgað 400 kallinn á milli. Í öðrum búðum þegar þú átt inneignarnótu fer hún bara sjálfkrafa upp í flíkina eða vöruna sem þú kaupir og svo borgar þú mismuninn."Hvað gerist ef almennt miðaverð hækkar? „Ég spurði svo konuna hvað myndi gerast ef almennt miðaverðið hækkar, er þá gjafarbréfið mitt ónýtt? Hún sagði mér að þá myndu þau reyna að gera eitthvað fyrir mig." Kolbrún hefur ekki enn notað gjafabréfið. „Það er spurning hvort ég gefi ekki einhverjum þennan miða sem langar að sjá mynd sem er á almennu verði eða þá ég reyni að finna mér mynd, það verður bara að koma í ljós," segir hún að lokum.
Tengdar fréttir Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01