Af náttúruvernd: Er varúð öfgafull? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar