Val án veggjalds - jafnræði Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. janúar 2011 06:00 Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu munu bæta lífsskilyrði þar og styrkja sérstaklega byggðarlögin á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Á tímum mikils atvinnuleysis koma þessar framkvæmdir sér vel. Vegfarendur njóta ávinningsins strax, en þó ekki að fullu þann tíma sem sérstakt veggjald verður innheimt. Efnahagslegur ávinningur verður vegna minni slysakostnaðar og styttri ferðatíma. Það leiðir af sér hærra fasteignaverð, lægra vöruverð, aukið atvinnuúrval og atvinnuöryggi í byggðarlögunum utan Reykjavíkur svo það helsta sé nefnt. Áhrifin verða líka gagnkvæm og munu styrkja höfuðborgarsvæðið. Ítarlegar rannsóknir sem Vífill Karlsson, hagfræðingur hefur gert á áhrifum Hvalfjarðarganga staðfesta þetta. Þrátt fyrir að vegfarendur um Hvalfjarðargöng greiði veggjald þá hafa þeir og íbúar á áhrifasvæði vegabótanna nú þegar haft mikill fjárhagslegan ávinning af göngunum. Á sínum tíma voru valkostirnir tveir, annars vegar að gera Hvalfjarðargöngin og greiða veggjald eða bíða í óvissu um hvort eða hvenær framfarirnar yrðu. Allir,sem í hlut eiga, hafa haft ávinning af því að veggjaldaleiðin var farin, íbúar á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum , Norðurlandi og víðar. Sama mun verða upp á teningnum með framkvæmdirnar austur fyrir Fjall og til Suðurnesja, ef á annað borð bættir vegir skila framförum. Séu vegirnir nú þegar svo góðir að tvöföldun þeirra og aðrar endurbætur skila engu þá á ekki að ráðast í framkvæmdirnar, hvorki með gjaldi né án þess og hvorki nú né síðar. Þá er staðan einfaldlega þannig að endimörkum framfara er náð og frekari framkvæmdir einungis sóun á opinberu fé. Hins vegar er enginn þeirrar skoðunar að svo sé raunin og þess vegna er kallað eftir vegabótum. Vegfarendur til Suðurnesja og austur í Árnessýslu eru jafnsettir vegfarendum norður á bóginn frá Reykjavík þótt veggjald verði tekið. Þeir geta í öllum tilvikum með nýjum Suðurstrandarvegi komist leiðar sinnar án veggjalds og án þess að leiðin lengist að ráði umfram það sem Skagamenn og Borgfirðingar búa við. Þeir eiga alltaf val án veggjalds, og þar með er jafnræðis gætt milli umferðar í allar áttir frá Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu munu bæta lífsskilyrði þar og styrkja sérstaklega byggðarlögin á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Á tímum mikils atvinnuleysis koma þessar framkvæmdir sér vel. Vegfarendur njóta ávinningsins strax, en þó ekki að fullu þann tíma sem sérstakt veggjald verður innheimt. Efnahagslegur ávinningur verður vegna minni slysakostnaðar og styttri ferðatíma. Það leiðir af sér hærra fasteignaverð, lægra vöruverð, aukið atvinnuúrval og atvinnuöryggi í byggðarlögunum utan Reykjavíkur svo það helsta sé nefnt. Áhrifin verða líka gagnkvæm og munu styrkja höfuðborgarsvæðið. Ítarlegar rannsóknir sem Vífill Karlsson, hagfræðingur hefur gert á áhrifum Hvalfjarðarganga staðfesta þetta. Þrátt fyrir að vegfarendur um Hvalfjarðargöng greiði veggjald þá hafa þeir og íbúar á áhrifasvæði vegabótanna nú þegar haft mikill fjárhagslegan ávinning af göngunum. Á sínum tíma voru valkostirnir tveir, annars vegar að gera Hvalfjarðargöngin og greiða veggjald eða bíða í óvissu um hvort eða hvenær framfarirnar yrðu. Allir,sem í hlut eiga, hafa haft ávinning af því að veggjaldaleiðin var farin, íbúar á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum , Norðurlandi og víðar. Sama mun verða upp á teningnum með framkvæmdirnar austur fyrir Fjall og til Suðurnesja, ef á annað borð bættir vegir skila framförum. Séu vegirnir nú þegar svo góðir að tvöföldun þeirra og aðrar endurbætur skila engu þá á ekki að ráðast í framkvæmdirnar, hvorki með gjaldi né án þess og hvorki nú né síðar. Þá er staðan einfaldlega þannig að endimörkum framfara er náð og frekari framkvæmdir einungis sóun á opinberu fé. Hins vegar er enginn þeirrar skoðunar að svo sé raunin og þess vegna er kallað eftir vegabótum. Vegfarendur til Suðurnesja og austur í Árnessýslu eru jafnsettir vegfarendum norður á bóginn frá Reykjavík þótt veggjald verði tekið. Þeir geta í öllum tilvikum með nýjum Suðurstrandarvegi komist leiðar sinnar án veggjalds og án þess að leiðin lengist að ráði umfram það sem Skagamenn og Borgfirðingar búa við. Þeir eiga alltaf val án veggjalds, og þar með er jafnræðis gætt milli umferðar í allar áttir frá Reykjavík.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar