Útrýmum mönnum! Illugi Jökulsson skrifar 13. febrúar 2011 06:00 Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Öðlingurinn Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun