Endurskoðun náttúruverndarlaga Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. janúar 2011 12:36 Talsvert hefur verið fjallað um drög að frumvarpi til laga um endurskoðun náttúruverndarlaga. Svo virðist sem ákveðins misskilnings gæti um drögin og benda viðbrögðin til þess að sumir haldi að um endanlegt frumvarp sé að ræða sem verði lagt fram óbreytt á Alþingi. Svo er ekki. Nú er einungis verið að óska eftir athugasemdum við drög sem sérstök nefnd hefur unnið áður en frumvarpið er fullunnið í umhverfisráðuneytinu og lagt fram á Alþingi. Í ljósi þeirra fjölmörgu þátta sem hafa þarf í huga við endurskoðun náttúruverndarlaga var ákveðið að skipta vinnu nefndarinnar upp í tvo hluta. Í fyrsta lagi var ákveðið að greina þá þætti endurskoðunarinnar sem eru hvað brýnastir og leggja fram frumvarp til laga um þær breytingar. Í öðru lagi var ákveðið að fara í heildarendurskoðun á löggjöfinni og er sú vinna enn í gangi. Þeir þættir sem talið var brýnast að bregðast við með breytingum á núgildandi lögum eru 17. gr. sem fjallar um akstur utan vega, 37. gr. um sérstaka vernd og 41. gr. um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera. Ástæða þess að þessar tilteknu greinar voru sérstaklega teknar til skoðunar er sú að þær hafa ekki náð fram þeim markmiðum sem að var stefnt með setningu þeirra og eru ekki nægilega afgerandi þegar kemur að beitingu þeirra. Til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram við tillögurnar var ákveðið að birta drög að frumvarpinu á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og kalla eftir athugasemdum. Markmiðið með þessari aðferð er að kalla eftir víðtækum sjónarmiðum allra þeirra sem láta sig náttúruvernd varða svo að endanlegt frumvarp endurspegli eftir fremsta megni þau fjölmörgu sjónarmið sem uppi eru. Er rétt að taka fram að þetta vinnulag hefur áður verið viðhaft hjá umhverfisráðuneytinu til að tryggja sem víðtækast samráð. Ég hvet eindregið til þess að allir þeir sem áhuga og þekkingu hafa á náttúruvernd kynni sér frumvarpsdrögin og sendi inn athugasemdir við frumvarpsdrögin fyrir 21. janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um drög að frumvarpi til laga um endurskoðun náttúruverndarlaga. Svo virðist sem ákveðins misskilnings gæti um drögin og benda viðbrögðin til þess að sumir haldi að um endanlegt frumvarp sé að ræða sem verði lagt fram óbreytt á Alþingi. Svo er ekki. Nú er einungis verið að óska eftir athugasemdum við drög sem sérstök nefnd hefur unnið áður en frumvarpið er fullunnið í umhverfisráðuneytinu og lagt fram á Alþingi. Í ljósi þeirra fjölmörgu þátta sem hafa þarf í huga við endurskoðun náttúruverndarlaga var ákveðið að skipta vinnu nefndarinnar upp í tvo hluta. Í fyrsta lagi var ákveðið að greina þá þætti endurskoðunarinnar sem eru hvað brýnastir og leggja fram frumvarp til laga um þær breytingar. Í öðru lagi var ákveðið að fara í heildarendurskoðun á löggjöfinni og er sú vinna enn í gangi. Þeir þættir sem talið var brýnast að bregðast við með breytingum á núgildandi lögum eru 17. gr. sem fjallar um akstur utan vega, 37. gr. um sérstaka vernd og 41. gr. um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera. Ástæða þess að þessar tilteknu greinar voru sérstaklega teknar til skoðunar er sú að þær hafa ekki náð fram þeim markmiðum sem að var stefnt með setningu þeirra og eru ekki nægilega afgerandi þegar kemur að beitingu þeirra. Til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram við tillögurnar var ákveðið að birta drög að frumvarpinu á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og kalla eftir athugasemdum. Markmiðið með þessari aðferð er að kalla eftir víðtækum sjónarmiðum allra þeirra sem láta sig náttúruvernd varða svo að endanlegt frumvarp endurspegli eftir fremsta megni þau fjölmörgu sjónarmið sem uppi eru. Er rétt að taka fram að þetta vinnulag hefur áður verið viðhaft hjá umhverfisráðuneytinu til að tryggja sem víðtækast samráð. Ég hvet eindregið til þess að allir þeir sem áhuga og þekkingu hafa á náttúruvernd kynni sér frumvarpsdrögin og sendi inn athugasemdir við frumvarpsdrögin fyrir 21. janúar næstkomandi.