MR er ekki besti skólinn Auðunn Lúthersson skrifar 1. júní 2011 12:43 Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun