Klúr fúkyrði um kvenkyns eftirmann ekki lögbrot Karen D. Kjartansdóttir skrifar 11. mars 2011 14:18 Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins. Dómsmál Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins.
Dómsmál Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira