Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. mars 2011 10:02 Robert Tchenguiz var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka en útlán til hans og félaga í hans eigu námu á einum tímapunkti 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. Húsleit var gerð á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lundúnum í morgun og á heimilum átta einstaklinga, en sjö voru handteknir í aðgerðinni sem SFO réðst í með fulltingi lögreglunnar í Lundúnum og Essex. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru Robert Tchenguiz, bróðir hans Vincent, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer&Friedlander, og Sigurður Einarsson meðal hinna handteknu en þeir voru handteknir klukkan hálfsex í morgun. Var húsleit m.a gerð á skrifstofu Rotch Property, sem er fasteignafélag í eigu Vincent Tchenguiz. Húsleitirnar og handtökurnar tengjast falli Kaupþings banka, samkvæmt upplýsingum frá Serious Fraud Office. Hundrað þrjátíu og fimm lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Í Reykjavík var gerð húsleit á heimilum tveggja einstaklinga og tveir voru handteknir. Nöfn hinna handteknu á Íslandi hafa ekki fengist upp gefin, en þeir eru sagðir 42 og 43 ára. Ráðist var í þessar húsleitir og handtökur að beiðni Serious Fraud Office en lögreglumenn og rannsakendur frá embætti sérstaks saksóknara sáu um aðgerðirnar ásamt fulltrúum SFO. Nánar verður fjallað um málið hér á Vísi í dag og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. thorbjorn@stod2.is Handtökur í Kaupþingi Tengdar fréttir Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20 Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40 Ármann Þorvaldsson líka handtekinn Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009. 9. mars 2011 10:49 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. Húsleit var gerð á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lundúnum í morgun og á heimilum átta einstaklinga, en sjö voru handteknir í aðgerðinni sem SFO réðst í með fulltingi lögreglunnar í Lundúnum og Essex. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru Robert Tchenguiz, bróðir hans Vincent, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer&Friedlander, og Sigurður Einarsson meðal hinna handteknu en þeir voru handteknir klukkan hálfsex í morgun. Var húsleit m.a gerð á skrifstofu Rotch Property, sem er fasteignafélag í eigu Vincent Tchenguiz. Húsleitirnar og handtökurnar tengjast falli Kaupþings banka, samkvæmt upplýsingum frá Serious Fraud Office. Hundrað þrjátíu og fimm lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Í Reykjavík var gerð húsleit á heimilum tveggja einstaklinga og tveir voru handteknir. Nöfn hinna handteknu á Íslandi hafa ekki fengist upp gefin, en þeir eru sagðir 42 og 43 ára. Ráðist var í þessar húsleitir og handtökur að beiðni Serious Fraud Office en lögreglumenn og rannsakendur frá embætti sérstaks saksóknara sáu um aðgerðirnar ásamt fulltrúum SFO. Nánar verður fjallað um málið hér á Vísi í dag og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. thorbjorn@stod2.is
Handtökur í Kaupþingi Tengdar fréttir Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20 Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40 Ármann Þorvaldsson líka handtekinn Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009. 9. mars 2011 10:49 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20
Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40
Ármann Þorvaldsson líka handtekinn Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009. 9. mars 2011 10:49