Vilja ekki styrki frá Evrópusambandinu 19. október 2010 04:30 Jón Bjarnason vill ekki styrki. Talsverð andstaða er innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við að íslenska ríkið þiggi svonefnda IPA-styrki frá Evrópusambandinu. Styrkirnir standa umsóknarríkjum sambandsins til boða og eru fyrst og fremst ætlaðir til að búa stjórnsýslu þeirra undir aðild að því. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er sú skoðun ríkjandi innan VG að ekki beri að þiggja slíka styrki. 28 milljónir evra, 4,3 milljarðar króna, standa Íslendingum til boða. Tveir ráðherrar VG, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafa þegar ákveðið að sækjast ekki eftir styrkjum til verkefna í sínum ráðuneytum. Ögmundur Jónasson hefur sett umsóknir forvera sinna á ís. Bæði Kristján Möller og Ragna Árnadóttir, sem gegndu þeim ráðherraembættum sem Ögmundur sinnir nú, höfðu sótt um styrki til tilgreindra verkefna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins ætlar Ögmundur að endurskoða þær ákvarðanir. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur verið unnið að umsóknum vegna tveggja verkefna en óvíst er hvort þeim verður fylgt eftir. Í umhverfisráðuneytinu er á hinn bóginn unnið að umsóknum. Ráðherrar Samfylkingarinnar vilja allir nýta styrkina. Eftir því sem næst verður komist er framhald málsins í óvissu. Ráðherranefnd um Evrópumál hefur ekki fjallað um það en þaðan liggur leið þess inn í ríkisstjórn.- bþs Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Talsverð andstaða er innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við að íslenska ríkið þiggi svonefnda IPA-styrki frá Evrópusambandinu. Styrkirnir standa umsóknarríkjum sambandsins til boða og eru fyrst og fremst ætlaðir til að búa stjórnsýslu þeirra undir aðild að því. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er sú skoðun ríkjandi innan VG að ekki beri að þiggja slíka styrki. 28 milljónir evra, 4,3 milljarðar króna, standa Íslendingum til boða. Tveir ráðherrar VG, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafa þegar ákveðið að sækjast ekki eftir styrkjum til verkefna í sínum ráðuneytum. Ögmundur Jónasson hefur sett umsóknir forvera sinna á ís. Bæði Kristján Möller og Ragna Árnadóttir, sem gegndu þeim ráðherraembættum sem Ögmundur sinnir nú, höfðu sótt um styrki til tilgreindra verkefna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins ætlar Ögmundur að endurskoða þær ákvarðanir. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur verið unnið að umsóknum vegna tveggja verkefna en óvíst er hvort þeim verður fylgt eftir. Í umhverfisráðuneytinu er á hinn bóginn unnið að umsóknum. Ráðherrar Samfylkingarinnar vilja allir nýta styrkina. Eftir því sem næst verður komist er framhald málsins í óvissu. Ráðherranefnd um Evrópumál hefur ekki fjallað um það en þaðan liggur leið þess inn í ríkisstjórn.- bþs
Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“