Ekki félagshyggjustjórn enn Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júní 2010 09:13 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ástæður þess er mikið til umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi og mun svo verða lengi enn. Er ljóst eftir útkomu skýrslunnar hverjir eiga sök á bankahruninu? Hverjir eru ábyrgir? Að mínu mati kemur eftirfarandi skýrt fram í skýrslunni: Ofvöxtur bankanna og slælegt eftirlit þeirra aðila, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, er höfuðástæða hrunsins.Bankarnir þöndust of mikið út Menn eru sammála um það í dag, að bankarnir hafi þanist of mikið út. Þeir urðu alltof stórir miðað við stærð íslenska hagkerfisins. En hvers vegna gerðist það og af hverju var ekki tekið í taumana? Ég tel að rekja megi upphafið til einkavæðingar bankanna. Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir af hóflegri stærð og þeir tóku ekki óeðlilega mikil lán erlendis. En við einkavæðingu bankanna urðu alger umskipti í þessum efnum. Bankarnir komust þá í hendur manna, sem kunnu ekki að reka banka og höfðu enga þekkingu á bankarekstri og síst á alþjóðlegri bankastarfsemi. Hinir nýju eigendur breyttu bönkunum í fjárfestingar- og braskstofnanir. Einkabankarnir byrjuðu að taka óhóflega mikil erlend lán til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis, kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum. Lántökur bankanna urðu svo miklar erlendis, að skuldir bankanna námu orðið 8 til 10-faldri þjóðarframleiðslu. Þetta var svo mikil skuldsetning, að engin leið var fyrir bankana að greiða þessar skuldir til baka. Ekkert mátti út af bera til þess að illa færi. Og þegar erlendar fjármálastofnanir kipptu að sér hendinni og neituðu að framlengja lán íslensku bankanna hrundu þeir eins og spilaborgir. Ég tel, að ef bankarnir hefðu áfram verið ríkisbankar hefðu þeir staðist erlendu bankakreppuna.Eftirlitsstofnanir brugðust Gátu eftirlitsstofnanir, Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki ekki tekið í taumana og stöðvað útþenslu bankanna?Jú, þær gátu það. Þær höfðu nægar heimildir til þess. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálastofnunum starfsleyfi og getur afturkallað þau leyfi. Fjármálaeftirlitið getur farið inn í bankana og skoðað öll gögn, sem það vill athuga. FME getur boðað fund í stjórn fjármálastofnana. FME getur vikið stjórn og framkvæmdastjóra fjármálastofnunar frá störfum. FME hefði getað sett Landsbankanum nokkurra mánaða frest til þess að breyta útibúum í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki að viðlagðri afturköllun starfsleyfa útibúanna. Ef það hefði verið gert væri ekkert Icesave-vandamál í dag. Þá hefði Icesave heyrt undir Breta og Hollendinga. Þessar þjóðir hefðu þá orðið að ábyrgjast innstæður á Icesave-reikningum. Seðlabankinn gat stöðvað lántökur bankanna erlendis. Það hefði mátt gera í áföngum en markmiðið hefði átt að vera að minnka bankana. Seðlabankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna, sem hefði torveldað stækkun þeirra og sennilega stöðvað hana. En í stað þess að auka bindiskylduna afnam Seðlabankinn hana. FME var alveg máttlaus eftirlitsaðili, án nokkurs myndugleika. Seðlabankinn var aðgerðarlaus gagnvart stækkun bankanna. Það eina sem bankinn hafði áhuga á var stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins. Það var gott og blessað en Seðlabankinn átti einnig að stöðva vöxt bankanna og minnka þá og raunar hefðu FME og Seðlabankinn átt að vinna saman að því verkefni. Furðulegt er, að Seðlabankinn skyldi ekki þiggja tilboð Englandsbanka um að aðstoða Ísland við minnkun bankanna.Frjálshyggjan orsökin? Hvers vegna voru eftirlitsstofnanir aðgerðarlausar?Það var vegna þess að við stjórn í báðum þessum stofnunum, FME og Seðlabanka, voru menn sem trúðu á frjálshyggjuna. Þeir töldu að ekki ætti að hafa of mikið opinbert eftirlit. Allt ætti að vera frjálst, markaðurinn mundi leiðrétta það, sem þyrfti að leiðrétta. Þessi skýring er áreiðanlega rétt og samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla sök á hruninu og meiri en aðrir flokkar, þar eð flokkurinn innleiddi frjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag.Hver er ábyrgð stjórnvalda? Eru stjórnvöld saklaus? Báru þau enga ábyrgð. Jú vissulega báru stjórnvöld ábyrgð. Stjórnvöld báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þau áttu að tryggja að bankarnir mundu ekki misnota frelsið. Stjórnvöld áttu að sjá til þess að eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn, mundu rækja hlutverk sitt og hafa nauðsynlegt eftirlit með bönkunum. Stjórnvöld áttu ekki að horfa aðgerðarlaus á FME og Seðlabankann sitja með hendur í skauti. Allir þessi aðilar bera ábyrgð. Ekki þýðir að vísa hver á annan. Fyrirtækin bera einnig mikla ábyrgð. Stjórnendur þeirra fóru ógætilega í "góðærinu", fjárfestu of mikið, eyddu of miklu og tóku of mikil lán. Hlutur þeirra í hruninu er mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ástæður þess er mikið til umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi og mun svo verða lengi enn. Er ljóst eftir útkomu skýrslunnar hverjir eiga sök á bankahruninu? Hverjir eru ábyrgir? Að mínu mati kemur eftirfarandi skýrt fram í skýrslunni: Ofvöxtur bankanna og slælegt eftirlit þeirra aðila, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, er höfuðástæða hrunsins.Bankarnir þöndust of mikið út Menn eru sammála um það í dag, að bankarnir hafi þanist of mikið út. Þeir urðu alltof stórir miðað við stærð íslenska hagkerfisins. En hvers vegna gerðist það og af hverju var ekki tekið í taumana? Ég tel að rekja megi upphafið til einkavæðingar bankanna. Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir af hóflegri stærð og þeir tóku ekki óeðlilega mikil lán erlendis. En við einkavæðingu bankanna urðu alger umskipti í þessum efnum. Bankarnir komust þá í hendur manna, sem kunnu ekki að reka banka og höfðu enga þekkingu á bankarekstri og síst á alþjóðlegri bankastarfsemi. Hinir nýju eigendur breyttu bönkunum í fjárfestingar- og braskstofnanir. Einkabankarnir byrjuðu að taka óhóflega mikil erlend lán til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis, kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum. Lántökur bankanna urðu svo miklar erlendis, að skuldir bankanna námu orðið 8 til 10-faldri þjóðarframleiðslu. Þetta var svo mikil skuldsetning, að engin leið var fyrir bankana að greiða þessar skuldir til baka. Ekkert mátti út af bera til þess að illa færi. Og þegar erlendar fjármálastofnanir kipptu að sér hendinni og neituðu að framlengja lán íslensku bankanna hrundu þeir eins og spilaborgir. Ég tel, að ef bankarnir hefðu áfram verið ríkisbankar hefðu þeir staðist erlendu bankakreppuna.Eftirlitsstofnanir brugðust Gátu eftirlitsstofnanir, Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki ekki tekið í taumana og stöðvað útþenslu bankanna?Jú, þær gátu það. Þær höfðu nægar heimildir til þess. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálastofnunum starfsleyfi og getur afturkallað þau leyfi. Fjármálaeftirlitið getur farið inn í bankana og skoðað öll gögn, sem það vill athuga. FME getur boðað fund í stjórn fjármálastofnana. FME getur vikið stjórn og framkvæmdastjóra fjármálastofnunar frá störfum. FME hefði getað sett Landsbankanum nokkurra mánaða frest til þess að breyta útibúum í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki að viðlagðri afturköllun starfsleyfa útibúanna. Ef það hefði verið gert væri ekkert Icesave-vandamál í dag. Þá hefði Icesave heyrt undir Breta og Hollendinga. Þessar þjóðir hefðu þá orðið að ábyrgjast innstæður á Icesave-reikningum. Seðlabankinn gat stöðvað lántökur bankanna erlendis. Það hefði mátt gera í áföngum en markmiðið hefði átt að vera að minnka bankana. Seðlabankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna, sem hefði torveldað stækkun þeirra og sennilega stöðvað hana. En í stað þess að auka bindiskylduna afnam Seðlabankinn hana. FME var alveg máttlaus eftirlitsaðili, án nokkurs myndugleika. Seðlabankinn var aðgerðarlaus gagnvart stækkun bankanna. Það eina sem bankinn hafði áhuga á var stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins. Það var gott og blessað en Seðlabankinn átti einnig að stöðva vöxt bankanna og minnka þá og raunar hefðu FME og Seðlabankinn átt að vinna saman að því verkefni. Furðulegt er, að Seðlabankinn skyldi ekki þiggja tilboð Englandsbanka um að aðstoða Ísland við minnkun bankanna.Frjálshyggjan orsökin? Hvers vegna voru eftirlitsstofnanir aðgerðarlausar?Það var vegna þess að við stjórn í báðum þessum stofnunum, FME og Seðlabanka, voru menn sem trúðu á frjálshyggjuna. Þeir töldu að ekki ætti að hafa of mikið opinbert eftirlit. Allt ætti að vera frjálst, markaðurinn mundi leiðrétta það, sem þyrfti að leiðrétta. Þessi skýring er áreiðanlega rétt og samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla sök á hruninu og meiri en aðrir flokkar, þar eð flokkurinn innleiddi frjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag.Hver er ábyrgð stjórnvalda? Eru stjórnvöld saklaus? Báru þau enga ábyrgð. Jú vissulega báru stjórnvöld ábyrgð. Stjórnvöld báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þau áttu að tryggja að bankarnir mundu ekki misnota frelsið. Stjórnvöld áttu að sjá til þess að eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn, mundu rækja hlutverk sitt og hafa nauðsynlegt eftirlit með bönkunum. Stjórnvöld áttu ekki að horfa aðgerðarlaus á FME og Seðlabankann sitja með hendur í skauti. Allir þessi aðilar bera ábyrgð. Ekki þýðir að vísa hver á annan. Fyrirtækin bera einnig mikla ábyrgð. Stjórnendur þeirra fóru ógætilega í "góðærinu", fjárfestu of mikið, eyddu of miklu og tóku of mikil lán. Hlutur þeirra í hruninu er mikill.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun