Hvernig samfélag viljum við sjá? 21. október 2010 06:00 Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þessum tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki höndum saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland. Og hvernig þjóðfélag viljum við sjá? Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það má meðal annars sjá í fjárlagafrumvarpinu og þær eru sláandi. Vegið er að velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar. Enginn skyldi velkjast í vafa um að fjárþörf ríkisins er gríðarlega mikil og öll þurfum við að færa fórnir og taka á okkur byrðar til að mæta henni. Ákvarðanir í dag hafa hins vegar áhrif á það samfélag sem við byggjum börnunum okkar. Aðgangur almennings að velferðarkerfinu, óháð efnahag og aðstæðum, er hornsteinninn í því velferðarsamfélagi sem launafólk hefur byggt upp hér á landi síðustu áratugi. Núverandi fjárþörf má ekki verða til þess að vegið sé að rótum þess velferðarkerfis. Í þeim óhjákvæmilega niðurskurði sem framundan er verður að líta til þess að vinna ekki skemmdir á velferðarkerfinu. Frekar á að fara hægar í sakirnar og greiða niður á lengri tíma, eða að leita annarra leiða, svo sem eins og í gegnum skattkerfið. BSRB hefur til að mynda lagt fram tillögur um frekari hækkun á fjármagnstekjuskatti en fyrirhuguð er, þannig að ekki þurfi að skerða framlög til fæðingarorlofssjóðs og barna- og vaxtabætur. Velferðarkerfið er ekki tölur á blaði sem hægt er að færa til að vild án afleiðinga. Velferðarkerfið er fólk af holdi og blóði, þjónusta þegnanna og öryggisnet þjóðarinnar. Verði niðurskurðarhnífurinn reiddur of hátt til höggs er hætta á því að óbætanlegur skaði verði unninn á uppbyggingarstarfi genginna kynslóða, til skaða fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn og byggjum upp réttlátt þjóðfélag nýrra gilda samábyrgðar og jöfnuðar. Til þess að það sjá mögulegt, þurfa grunnstoðir velferðarsamfélagsins að standa óhaggaðar. Það er verkefni okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þessum tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki höndum saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland. Og hvernig þjóðfélag viljum við sjá? Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það má meðal annars sjá í fjárlagafrumvarpinu og þær eru sláandi. Vegið er að velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar. Enginn skyldi velkjast í vafa um að fjárþörf ríkisins er gríðarlega mikil og öll þurfum við að færa fórnir og taka á okkur byrðar til að mæta henni. Ákvarðanir í dag hafa hins vegar áhrif á það samfélag sem við byggjum börnunum okkar. Aðgangur almennings að velferðarkerfinu, óháð efnahag og aðstæðum, er hornsteinninn í því velferðarsamfélagi sem launafólk hefur byggt upp hér á landi síðustu áratugi. Núverandi fjárþörf má ekki verða til þess að vegið sé að rótum þess velferðarkerfis. Í þeim óhjákvæmilega niðurskurði sem framundan er verður að líta til þess að vinna ekki skemmdir á velferðarkerfinu. Frekar á að fara hægar í sakirnar og greiða niður á lengri tíma, eða að leita annarra leiða, svo sem eins og í gegnum skattkerfið. BSRB hefur til að mynda lagt fram tillögur um frekari hækkun á fjármagnstekjuskatti en fyrirhuguð er, þannig að ekki þurfi að skerða framlög til fæðingarorlofssjóðs og barna- og vaxtabætur. Velferðarkerfið er ekki tölur á blaði sem hægt er að færa til að vild án afleiðinga. Velferðarkerfið er fólk af holdi og blóði, þjónusta þegnanna og öryggisnet þjóðarinnar. Verði niðurskurðarhnífurinn reiddur of hátt til höggs er hætta á því að óbætanlegur skaði verði unninn á uppbyggingarstarfi genginna kynslóða, til skaða fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn og byggjum upp réttlátt þjóðfélag nýrra gilda samábyrgðar og jöfnuðar. Til þess að það sjá mögulegt, þurfa grunnstoðir velferðarsamfélagsins að standa óhaggaðar. Það er verkefni okkar allra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar