Sögulegar kosningar til stjórnlagaþings Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2010 03:00 Næstkomandi laugardag göngum við Íslendingar til sögulegra kosninga þar sem valdir verða fulltrúar á stjórnlagaþing. Kosningarnar eru mikilvægur þáttur í því merkilega lýðræðisferli sem nú fer fram við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Vil ég hvetja alla sem kosningarétt hafa til að nýta sér þetta einstæða tækifæri til að hafa áhrif á framtíð þjóðarinnar og taka þátt í að móta þann ramma eða grundvöll sem íslenskt samfélag mun byggja á. Ég hef lengi haft þá sannfæringu að forsenda þess að sátt náist um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, eins og stefnt hefur verið að allt frá stofnun lýðveldisins, sé að þjóðin sjálf og fulltrúar hennar sem ekki hafa beina hagsmuni af lítt breyttu fyrirkomulagi vinni það verk. Alþingi Íslendinga hefur ekki auðnast það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sem þingmaður flutti ég fyrst frumvarp um sérstakt stjórnlagaþing, skipað öðrum en þingmönnum, haustið 1994. Lengi vel talaði ég fyrir daufum eyrum í þessum efnum en eftir það mikla efnahags- og stjórnmálahrun sem við urðum fyrir haustið 2008 breyttust viðhorfin. Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem samþykkt voru 16. júní 2010 eiga sér fáar hliðstæður í heiminum og munu þau væntanlega hafa áhrif á lýðræðisþróun og aðferðafræði við mótun stjórnarskráa. Samkvæmt lögunum er sérstöku stjórnlagaþingi ætlað það mikilvæga hlutverk að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland og leggja fyrir Alþingi til samþykktar. Í þessu skyni var á grundvelli laganna efnt til 1000 manna þjóðfundar í upphafi þessa mánaðar þar sem fulltrúar allrar þjóðfélagshópa hvaðanæva af landinu komu sér saman um helstu gildi og grunnþætti sem ný stjórnarskrá ætti að byggja á. Þjóðfundurinn heppnaðist afar vel og sú uppbyggjandi samstaða sem þar sveif yfir vötnum vekur góðar vonir um framhaldið. Næsta skref í þessu lýðræðislega ferli er að velja fulltrúa á stjórnlagaþingið sem standa mun í 2-4 mánuði fyrri hluta árs 2011 og mun því ljúka störfum í tæka tíð fyrir 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 2011. Niðurstöðurnar munu síðan fara til Alþingis til afgreiðslu í samræmi við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Líklegt er þó að ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um endurskoðaða stjórnaskrá áður en hún gengur í gildi. Val fulltrúa á stjórnlagaþingið sætir einnig tíðindum í lýðræðisþróun á Íslandi enda verða þeir kjörnir beinni kosningu með persónukjöri meðal allra landsmanna. Með kosningunum er gerð tilraun með nýtt kosningafyrirkomulag þar sem atkvæði kjósenda nýtast mun betur en í hefðbundnum listakosningum og möguleikar kjósenda til að kjósa einstaklinga í stað flokka verður að veruleika. Kosningaþátttakan og hvernig til tekst getur því varðað miklu um þróun kosningafyrirkomulags og lýðræðis á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim einstaklingum miklar þakkir sem lagt hafa þessu mikilvæga samfélagsverkefni lið, ekki síst þátttakendum þjóðfundarins og þeim fjölmenna hópi frambjóðenda sem gefið hafa kost á sér til setu á stjórnlagaþingið. Þjóðfundurinn og kosningabaráttan hefur þegar hrundið af stað mikilli umræðu um allt þjóðfélagið um grundvöll þess samfélags sem við viljum byggja og ég er sannfærð um að við munum uppskera vandaða stjórnarskrá - umgjörð um betra samfélag á Íslandi. Í komandi kosningum á laugardaginn getur öll íslenska þjóðin lagt sitt af mörkum til þess mikilvæga verkefnis. Ég hvet alla til að nýta sér þann rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Næstkomandi laugardag göngum við Íslendingar til sögulegra kosninga þar sem valdir verða fulltrúar á stjórnlagaþing. Kosningarnar eru mikilvægur þáttur í því merkilega lýðræðisferli sem nú fer fram við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Vil ég hvetja alla sem kosningarétt hafa til að nýta sér þetta einstæða tækifæri til að hafa áhrif á framtíð þjóðarinnar og taka þátt í að móta þann ramma eða grundvöll sem íslenskt samfélag mun byggja á. Ég hef lengi haft þá sannfæringu að forsenda þess að sátt náist um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, eins og stefnt hefur verið að allt frá stofnun lýðveldisins, sé að þjóðin sjálf og fulltrúar hennar sem ekki hafa beina hagsmuni af lítt breyttu fyrirkomulagi vinni það verk. Alþingi Íslendinga hefur ekki auðnast það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sem þingmaður flutti ég fyrst frumvarp um sérstakt stjórnlagaþing, skipað öðrum en þingmönnum, haustið 1994. Lengi vel talaði ég fyrir daufum eyrum í þessum efnum en eftir það mikla efnahags- og stjórnmálahrun sem við urðum fyrir haustið 2008 breyttust viðhorfin. Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem samþykkt voru 16. júní 2010 eiga sér fáar hliðstæður í heiminum og munu þau væntanlega hafa áhrif á lýðræðisþróun og aðferðafræði við mótun stjórnarskráa. Samkvæmt lögunum er sérstöku stjórnlagaþingi ætlað það mikilvæga hlutverk að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland og leggja fyrir Alþingi til samþykktar. Í þessu skyni var á grundvelli laganna efnt til 1000 manna þjóðfundar í upphafi þessa mánaðar þar sem fulltrúar allrar þjóðfélagshópa hvaðanæva af landinu komu sér saman um helstu gildi og grunnþætti sem ný stjórnarskrá ætti að byggja á. Þjóðfundurinn heppnaðist afar vel og sú uppbyggjandi samstaða sem þar sveif yfir vötnum vekur góðar vonir um framhaldið. Næsta skref í þessu lýðræðislega ferli er að velja fulltrúa á stjórnlagaþingið sem standa mun í 2-4 mánuði fyrri hluta árs 2011 og mun því ljúka störfum í tæka tíð fyrir 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 2011. Niðurstöðurnar munu síðan fara til Alþingis til afgreiðslu í samræmi við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Líklegt er þó að ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um endurskoðaða stjórnaskrá áður en hún gengur í gildi. Val fulltrúa á stjórnlagaþingið sætir einnig tíðindum í lýðræðisþróun á Íslandi enda verða þeir kjörnir beinni kosningu með persónukjöri meðal allra landsmanna. Með kosningunum er gerð tilraun með nýtt kosningafyrirkomulag þar sem atkvæði kjósenda nýtast mun betur en í hefðbundnum listakosningum og möguleikar kjósenda til að kjósa einstaklinga í stað flokka verður að veruleika. Kosningaþátttakan og hvernig til tekst getur því varðað miklu um þróun kosningafyrirkomulags og lýðræðis á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim einstaklingum miklar þakkir sem lagt hafa þessu mikilvæga samfélagsverkefni lið, ekki síst þátttakendum þjóðfundarins og þeim fjölmenna hópi frambjóðenda sem gefið hafa kost á sér til setu á stjórnlagaþingið. Þjóðfundurinn og kosningabaráttan hefur þegar hrundið af stað mikilli umræðu um allt þjóðfélagið um grundvöll þess samfélags sem við viljum byggja og ég er sannfærð um að við munum uppskera vandaða stjórnarskrá - umgjörð um betra samfélag á Íslandi. Í komandi kosningum á laugardaginn getur öll íslenska þjóðin lagt sitt af mörkum til þess mikilvæga verkefnis. Ég hvet alla til að nýta sér þann rétt.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun