Á stjórnlagaþing að fjalla um samband ríkis og kirkju? Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. nóvember 2010 11:15 Stjórnlagaþingið á ekki að fjalla um samband ríkis og kirkju. Ástæðan fyrir því er einföld. Samband ríkis og kirkju er ekki eitt af þeim viðfangsefnum sem stjórnlagaþinginu er sérstaklega ætlað að fjalla um. Í lögum um stjórnlagaþing segir að það skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti: 1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. 2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. 3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. 4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. 5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. 6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. 7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. 8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Í lögunum kemur einnig fram að þingið geti ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti. Það ætti þingið ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þarfnast vandaðar umræðu innan þeirra tímamarka sem þinginu er ætlað að starfa. Til stjórnlagaþingsins er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Ég tel að þjóðin sjálf eigi að taka afstöðu til sambands ríkis og kirkju ekki stjórnlagaþingið. Það væri að dreifa kröftunum að fara út í umræður um samband ríkis og kirkju á stjórnlagaþinginu miðað við verkefni þess og aðstæður þjóðfélaginu í dag. Breytum stjórnskipaninni með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds með persónukjöri bæði handhafa framkvæmdavalds (forseta) og alþingismanna. Eflum þannig löggjafarhlutverk Alþingis og eftirlitshlutverk þess með framkvæmdavaldinu og aukum ábyrgð og skilvirkni í stjórnkerfinu. Það er ærið verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingið á ekki að fjalla um samband ríkis og kirkju. Ástæðan fyrir því er einföld. Samband ríkis og kirkju er ekki eitt af þeim viðfangsefnum sem stjórnlagaþinginu er sérstaklega ætlað að fjalla um. Í lögum um stjórnlagaþing segir að það skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti: 1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. 2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. 3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. 4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. 5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. 6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. 7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. 8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Í lögunum kemur einnig fram að þingið geti ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti. Það ætti þingið ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þarfnast vandaðar umræðu innan þeirra tímamarka sem þinginu er ætlað að starfa. Til stjórnlagaþingsins er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Ég tel að þjóðin sjálf eigi að taka afstöðu til sambands ríkis og kirkju ekki stjórnlagaþingið. Það væri að dreifa kröftunum að fara út í umræður um samband ríkis og kirkju á stjórnlagaþinginu miðað við verkefni þess og aðstæður þjóðfélaginu í dag. Breytum stjórnskipaninni með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds með persónukjöri bæði handhafa framkvæmdavalds (forseta) og alþingismanna. Eflum þannig löggjafarhlutverk Alþingis og eftirlitshlutverk þess með framkvæmdavaldinu og aukum ábyrgð og skilvirkni í stjórnkerfinu. Það er ærið verkefni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar