Kirkjan og kynferðisofbeldi 20. ágúst 2010 06:00 Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þessum efnum innan þjóðkirkjunnar og ég tel að við séum að gera góða hluti með styrkum stuðningi trausts fagfólks. Alltaf er hægt að gera betur og bæta vinnubrögð og verkalag. Sérstakt átak í þessum málum var gert á síðastliðnu ári og er rétt að minna á það sem gert hefur verið af hálfu þjóðkirkjunnar varðandi kynferðisbrot, forvarnir og aðgerðir. Fagráð um kynferðislegt ofbeldi hefur verið starfandi innan kirkjunnar í 12 ár. Fagráðinu er ætlað að móta verklag fyrir starfsmenn kirkjunnar um það hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilkynning berst um kynferðisbrot af hendi annars starfsmanns og hafa umsjón með að ferlinu sé fylgt. Starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi hefur starfað á grundvelli siðareglna og heilræða undanfarin ár þar sem sérstaklega er tekið á því hvar mörk liggja gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir allt starfsfólk og vígða þjóna kirkjunnar. Þar segir: „Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni… Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum… Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing og að óheimilt er að ráða fólk til starfa til að sinna börnum og ungmennum sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrots." Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis". Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar undantekningarlaust. Í samræmi við siðareglurnar er nú að fara af stað átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að skoða megi sakaskrá þeirra m.t.t. kynferðislegs ofbeldis, svonefnda skimun. Væntanleg er yfirlýsing er ber heitið „Kristnar kirkjur á Íslandi taka afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er". Þetta er verkefni kirkna og safnaða sem aðild eiga að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Ég hef lýst því viðhorfi mínu oft og iðulega að kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkjunnar og að kirkjan taki undir með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna að vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um þessi alvarlegu mál. Það er mörkuð stefna þjóðkirkjunnar. Þökk sé þeim mörgu sem láta sér ekki á sama standa, sem halda vöku sinni, og leitast við að sýna umhyggju og veita hjálp og vekja samfélagið til vitundar um neyð og þjáningu annarra. Þá er einnig rétt að minna á fundargerð Kirkjuráðs frá 19. júní 2009: „Kirkjuráð tekur undir orð biskups Íslands á prestastefnu 2009 og biður þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þessum efnum innan þjóðkirkjunnar og ég tel að við séum að gera góða hluti með styrkum stuðningi trausts fagfólks. Alltaf er hægt að gera betur og bæta vinnubrögð og verkalag. Sérstakt átak í þessum málum var gert á síðastliðnu ári og er rétt að minna á það sem gert hefur verið af hálfu þjóðkirkjunnar varðandi kynferðisbrot, forvarnir og aðgerðir. Fagráð um kynferðislegt ofbeldi hefur verið starfandi innan kirkjunnar í 12 ár. Fagráðinu er ætlað að móta verklag fyrir starfsmenn kirkjunnar um það hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilkynning berst um kynferðisbrot af hendi annars starfsmanns og hafa umsjón með að ferlinu sé fylgt. Starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi hefur starfað á grundvelli siðareglna og heilræða undanfarin ár þar sem sérstaklega er tekið á því hvar mörk liggja gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir allt starfsfólk og vígða þjóna kirkjunnar. Þar segir: „Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni… Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum… Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing og að óheimilt er að ráða fólk til starfa til að sinna börnum og ungmennum sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrots." Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis". Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar undantekningarlaust. Í samræmi við siðareglurnar er nú að fara af stað átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að skoða megi sakaskrá þeirra m.t.t. kynferðislegs ofbeldis, svonefnda skimun. Væntanleg er yfirlýsing er ber heitið „Kristnar kirkjur á Íslandi taka afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er". Þetta er verkefni kirkna og safnaða sem aðild eiga að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Ég hef lýst því viðhorfi mínu oft og iðulega að kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkjunnar og að kirkjan taki undir með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna að vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um þessi alvarlegu mál. Það er mörkuð stefna þjóðkirkjunnar. Þökk sé þeim mörgu sem láta sér ekki á sama standa, sem halda vöku sinni, og leitast við að sýna umhyggju og veita hjálp og vekja samfélagið til vitundar um neyð og þjáningu annarra. Þá er einnig rétt að minna á fundargerð Kirkjuráðs frá 19. júní 2009: „Kirkjuráð tekur undir orð biskups Íslands á prestastefnu 2009 og biður þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið."
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun