Krefjast skýringa á ummælum lögreglu 17. ágúst 2010 06:00 Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira