Leiðrétting skulda Haraldur L. Haraldsson skrifar 22. október 2010 06:00 Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun