Skipulag er samstarf 13. febrúar 2010 06:00 Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulagstillögur við Þjórsá Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Undanfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmilega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð, sem vekur mann til umhugsunar. Umræðan snýst að mínu mati ekki um það hvort lögin hafi verið brotin, þar sem gagnýnin hefur ekki beinst að því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt í sjálfu sér. Viðbrögðin hafa frekar orðið vegna þessa að ákvörðun snýr að fjármunum og þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að greiðsla kostnaðar við gerð stefnumótandi ákvarðana eins og skipulagsáætlana eigi að greiðast úr opinberum sjóðum eða af einkaaðilum. Þetta er stór siðferðisspurning sem þarf að svara og hún snýr m.a. að því hvort rétt sé að einkaaðilar eigi með einhverjum hætti að koma að þeirri stefnumótun. Mikilvægt væri að fá fram umræðu um þetta málefni enda sýnir reynslan okkar að opin umræðu um siðferði í stjórnsýslu hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum er nauðsynleg. Er jafnræði að miða við úrelt vinnulag? Ákvörðun umhverfisráðuneytisins að synja skipulagstillögum við neðri Þjórsá staðfestingar var tekin eftir vandlega skoðun skipulagslaga. Þar þótti ljóst að fé til skipulagsgerðar vegna aðalskipulags má aðeins koma frá sveitarfélögunum sjálfum eða ríkinu, í gegnum Skipulagssjóð. Svo var ekki á Þjórsárbökkum, heldur var vinnan fjármögnuð af væntanlegum framkvæmdaraðila. Þetta er sagt vera alvanalegt vinnulag, en er í raun enn eitt dæmið um ósiði sem fyrri ríkisstjórnir hafa vanið þjóðina á. Vinnan við skipulag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps var tekin til skoðunar hjá tveimur ráðuneytum, hvað varðar réttmæti þess að framkvæmdaraðili greiði fyrir gerð skipulags. Á vissan hátt má segja að úrskurður samgönguráðuneytisins hafi verið prófmál á valdheimildir sveitarfélaga. Þar sem samgönguráðuneytið hefur yfirumsjón með sveitarstjórnarmálefnum hlýtur úrskurðurinn að vera markandi – og var meðal þess sem umhverfisráðuneytið leit til við ákvörðun sína í málinu. Niðurstaðan var skýr. Vera má að hefð sé fyrir því að framkvæmdaraðilar greiði fyrir skipulagsvinnu, en fyrir því er ekki lagastoð. Þó sumir segi jafnræðisreglu brotna við synjun á skipulagstillögunum, þá er það ekki réttur skilningur á þeirri reglu enda snýst hún ekki um að viðhalda úreltum vinnubrögðum. Innsta kjarnakornið er hvort við fylgjum lögum og reglum, eða hvort við gerum það ekki. Ég kýs að fylgja lögum. Skipulag er samvinnuverkefni Ég hef mikinn skilning á þeim áhyggjum sem sveitarstjórnarmenn hafa í kjölfar úrskurðar samgönguráðherra og synjunar umhverfisráðherra. Þær áhyggjur mega samt ekki fara að hverfast um það að ríki og sveitarfélög séu andstæðingar í skipulagsmálum – því við erum þvert á móti í sama liði þegar kemur að gerð og samþykkt skipulags. Skipulagsmál eru dæmi um verkefni sem ríki og sveitarfélög axla sameiginlega. Sveitarfélögum ber að vinna skipulagsgerðina sjálfa, en samþykkt skipulagsins er verkefni umhverfisráðherra. Í skipulagslögum er kveðið á um skiptingu kostnaðar, svo ríkið leggi ekki ósanngjarnar byrðar á sveitarfélögin. Þar er Skipulagssjóður hugsaður sem varasjóður, sem hentar sérstaklega vel þegar smærri sveitarfélög þurfa aðstoð við gerð stærri skipulagstillagna. Mér sýnist full þörf á að skerpa á úthlutunarreglum Skipulagssjóðs, þannig að sveitarfélögum finnist þau ekki þurfa að leita annað eftir fjárstuðningi. Lausn á fjármögnunarvanda sveitarfélaga felst ekki í að leyfa einkaaðilum að styrkja skipulagsgerð beint, enda er þá hætta á því að fyrirtæki gætu þannig keypt sér skipulag. Miklu fremur ætti að styrkja Skipulagssjóð í sessi og láta hann hafa milligöngu um alla fjárstyrki til skipulagsgerðar. Áhyggjum sveitarstjórnarmanna verður vonandi svarað í frumvarpi til nýrra skipulagslaga, sem senn verður lagt fram á þingi. Ég get fullvissað sveitarstjórnarmenn um að ríkið mun hér eftir sem hingað til gera sitt til að létta undir með skipulagsgerðinni. Það þarf að gera á þann hátt að skipulagsgerðin sé hafin yfir allan vafa og unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi, því skipulagsmál snúast um hagsmuni landsmanna allra – ekki persónur þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eða í stóli umhverfisráðherra. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulagstillögur við Þjórsá Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Undanfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmilega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð, sem vekur mann til umhugsunar. Umræðan snýst að mínu mati ekki um það hvort lögin hafi verið brotin, þar sem gagnýnin hefur ekki beinst að því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt í sjálfu sér. Viðbrögðin hafa frekar orðið vegna þessa að ákvörðun snýr að fjármunum og þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að greiðsla kostnaðar við gerð stefnumótandi ákvarðana eins og skipulagsáætlana eigi að greiðast úr opinberum sjóðum eða af einkaaðilum. Þetta er stór siðferðisspurning sem þarf að svara og hún snýr m.a. að því hvort rétt sé að einkaaðilar eigi með einhverjum hætti að koma að þeirri stefnumótun. Mikilvægt væri að fá fram umræðu um þetta málefni enda sýnir reynslan okkar að opin umræðu um siðferði í stjórnsýslu hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum er nauðsynleg. Er jafnræði að miða við úrelt vinnulag? Ákvörðun umhverfisráðuneytisins að synja skipulagstillögum við neðri Þjórsá staðfestingar var tekin eftir vandlega skoðun skipulagslaga. Þar þótti ljóst að fé til skipulagsgerðar vegna aðalskipulags má aðeins koma frá sveitarfélögunum sjálfum eða ríkinu, í gegnum Skipulagssjóð. Svo var ekki á Þjórsárbökkum, heldur var vinnan fjármögnuð af væntanlegum framkvæmdaraðila. Þetta er sagt vera alvanalegt vinnulag, en er í raun enn eitt dæmið um ósiði sem fyrri ríkisstjórnir hafa vanið þjóðina á. Vinnan við skipulag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps var tekin til skoðunar hjá tveimur ráðuneytum, hvað varðar réttmæti þess að framkvæmdaraðili greiði fyrir gerð skipulags. Á vissan hátt má segja að úrskurður samgönguráðuneytisins hafi verið prófmál á valdheimildir sveitarfélaga. Þar sem samgönguráðuneytið hefur yfirumsjón með sveitarstjórnarmálefnum hlýtur úrskurðurinn að vera markandi – og var meðal þess sem umhverfisráðuneytið leit til við ákvörðun sína í málinu. Niðurstaðan var skýr. Vera má að hefð sé fyrir því að framkvæmdaraðilar greiði fyrir skipulagsvinnu, en fyrir því er ekki lagastoð. Þó sumir segi jafnræðisreglu brotna við synjun á skipulagstillögunum, þá er það ekki réttur skilningur á þeirri reglu enda snýst hún ekki um að viðhalda úreltum vinnubrögðum. Innsta kjarnakornið er hvort við fylgjum lögum og reglum, eða hvort við gerum það ekki. Ég kýs að fylgja lögum. Skipulag er samvinnuverkefni Ég hef mikinn skilning á þeim áhyggjum sem sveitarstjórnarmenn hafa í kjölfar úrskurðar samgönguráðherra og synjunar umhverfisráðherra. Þær áhyggjur mega samt ekki fara að hverfast um það að ríki og sveitarfélög séu andstæðingar í skipulagsmálum – því við erum þvert á móti í sama liði þegar kemur að gerð og samþykkt skipulags. Skipulagsmál eru dæmi um verkefni sem ríki og sveitarfélög axla sameiginlega. Sveitarfélögum ber að vinna skipulagsgerðina sjálfa, en samþykkt skipulagsins er verkefni umhverfisráðherra. Í skipulagslögum er kveðið á um skiptingu kostnaðar, svo ríkið leggi ekki ósanngjarnar byrðar á sveitarfélögin. Þar er Skipulagssjóður hugsaður sem varasjóður, sem hentar sérstaklega vel þegar smærri sveitarfélög þurfa aðstoð við gerð stærri skipulagstillagna. Mér sýnist full þörf á að skerpa á úthlutunarreglum Skipulagssjóðs, þannig að sveitarfélögum finnist þau ekki þurfa að leita annað eftir fjárstuðningi. Lausn á fjármögnunarvanda sveitarfélaga felst ekki í að leyfa einkaaðilum að styrkja skipulagsgerð beint, enda er þá hætta á því að fyrirtæki gætu þannig keypt sér skipulag. Miklu fremur ætti að styrkja Skipulagssjóð í sessi og láta hann hafa milligöngu um alla fjárstyrki til skipulagsgerðar. Áhyggjum sveitarstjórnarmanna verður vonandi svarað í frumvarpi til nýrra skipulagslaga, sem senn verður lagt fram á þingi. Ég get fullvissað sveitarstjórnarmenn um að ríkið mun hér eftir sem hingað til gera sitt til að létta undir með skipulagsgerðinni. Það þarf að gera á þann hátt að skipulagsgerðin sé hafin yfir allan vafa og unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi, því skipulagsmál snúast um hagsmuni landsmanna allra – ekki persónur þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eða í stóli umhverfisráðherra. Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar