Um siðferði og bankahrun I Ari Skúlason skrifar 9. desember 2010 06:00 Siðferði er yfirleitt ekki í fyrsta sæti þegar leitað er að helstu orsökum fjármálakreppunnar. Ég tel hins vegar að siðferði skipti miklu máli í þessu sambandi og að þörf sé á dýpri umræðu um hvað sé rétt og hvað rangt í efnahagslífi nútímans. Skortur á siðferði meðal stjórnenda fyrirtækja átti mikinn þátt í hruni fjármálageirans og í hagkerfinu almennt. En þetta er aðeins einn þeirra þátta sem ollu kreppunni og kannski ekki sá veigamesti. Siðferðileg viðmið verða ekki til í tómarúmi og því er alltaf þörf fyrir aðhald í siðferðismálum. Jafnvel í þróuðustu hagkerfum eru reglur og tilmæli nauðsynleg til þess að vernda rétt neytenda og tryggja að fyrirtæki fari eftir lögum og reglum. Misgreiður aðgangur að upplýsingum og takmarkalítil græðgi munu að endingu leiða til efnahagslegrar hnignunar ef eftirlit er ekki fyrir hendi. Það er því óraunhæft að ætla að stjórnvöld geti látið hjá líða að hafa eftirlit með fyrirtækjum, reynslan segir að til þess séu freistingarnar í atvinnulífinu allt of miklar. Græðgi er kannski veigamesta orsök kreppunnar sem við lifum nú og hún var eldsneytið sem kynti bálið í upphafi. Þó má ekki gleyma öllu því ódýra fjármagni sem flæddi um hagkerfin um árabil. Það má heldur ekki gleyma eftirlitslausum og djörfum aðferðum við veitingu húsnæðislána og öllum þeim afleiddu fjármálaafurðum sem síðar virkuðu eins og olía á eldinn á fasteignamarkaðnum. Í stuttu máli má segja að við höfum tekið þátt í stórri veislu þar sem bæði fólk og fyrirtæki skuldsettu sig allt of mikið. Um þetta verður tæplega deilt en það sem skiptir meira máli er svarið við spurningunni: hvernig gat þetta gerst og af hverju? Þegar reynt er að svara þeirri spurningu vakna hin siðferðilegu álitamál. Ég ætla ekki að reyna að skilgreina siðlega breytni eða siðferði nákvæmlega, en þessi hugtök hljóta að tengjast því hvað telst góð eða slæm hegðan, okkur er t.d. kennt það ungum að rangt sé að meiða, stela eða ljúga. Oft er líka talað um fimm almennt viðurkenndar meginreglur í viðskiptasiðfræði sem einnig mynda grunn margra trúarbragða í heiminum og eru kannski líka undirstaða eða grunnur að góðri hegðun í einkalífi fólks. Þessar reglur snúa að því að valda ekki öðrum skaða, að vinna að því að bæta úr tilteknu ástandi, að virða aðra, að vera sanngjarn og að sýna samúð. Sé litið til þeirrar miklu skuldsetningar sem einkenndi árin fyrir hrun, er gefið að gróðavonin var ofarlega í hugum margra þó einhverjir hafi eflaust gert sér grein fyrir undirliggjandi áhættu. En var það ekki líka þannig að fólk var, með ósiðlegum hætti, hvatt til þess að taka of há lán? Flestir muna eftir að hafa fengið fjölda gylliboða um slíkt á síðustu árum. Er þá hægt að ásaka fólk fyrir að hafa skuldsett sig um of? Gerði fólk ekki það sama og það hefur alltaf gert - það brást við markvissri markaðssókn og einhverjir þáðu þessi tilboð banka sem nú heyra sögunni til. Á síðustu árum jókst áherslan á hámörkun hagnaðar í rekstri fyrirtækja, ekki síst innan fjármálageirans, og bankar stækkuðu og högnuðust verulega. Bankar eru hins vegar ekki venjuleg fyrirtæki, að minnsta kosti ekki sá hluti þeirra sem sinnir hefðbundnum bankaviðskiptum og það eru almannahagsmunir að tryggja rekstur þeirra. En þá er spurt; hafa bankar ekki öðrum skyldum að gegna en að græða peninga og vaxa? Ber þeim ekki fyrst og fremst að tryggja eigin sjálfbærni, þ.e.að þeir haldi sér á lífi, samtímis sem þeir reyna að ná öðrum markmiðum sínum. Aristóteles segir á einum stað að markmið við stjórnun fjármála hljóti að vera að skapa auð með þeim hætti að það hafi jákvæða þróun í för með sér fyrir gerandann og allt hans umhverfi. Með öðrum orðum: Markmið auðsköpunar ætti að vera það sem gerir stjórnendur fjármálastofnana að betra fólki og heiminn að betri stað. Samkvæmt Aristótelesi ætti því að vera hægt að skapa auð, sýna gott siðferði og vera hamingjusamur á sama tíma. Það sem gerðist á síðustu árum getur augljóslega ekki talist gott dæmi um þetta viðhorf Aristótelesar. Upp úr stendur þegar grannt er skoðað að enginn auður skapaðist og heimurinn hefur alls ekki orðið betri en hann var. Þess í stað var aðalatriðið að verða ríkur á kostnað annarra. Fyrir nokkrum árum var gerð skoðanakönnun í Sviss um geymslu kjarnorkuúrgangs. Hópur fólks var spurður hvort hann gæti sætt sig við að slíkur úrgangur væri geymdur í nágrenni við heimili þeirra. Ótrúlega hátt hlutfall, eða helmingur, sagði já. Fólk gerði sér auðvitað grein fyrir því að það gæti valdið óþægindum að hafa úrganginn í nánasta nágrenni, en það viðurkenndi líka að einhvers staðar þyrfti hann að vera og var því tilbúið til að sætta sig við þessa niðurstöðu. Annar hópur fékk sömu spurningu, en nú var bætt við hana tilboði um tveggja vikna laun á hverju ári fyrir að segja já. Nú kynnu margir að halda að fleiri hefðu sagt já í þessum hópi en í hinum því jákvæðri hvatningu hafði verið bætt við. Reyndin varð allt önnur, aðeins 25% sögðu já við tilboðinu með launagreiðslunni. Með því að bjóða peningagreiðslu snerist spurningin ekki lengur um „hvað er rétt" heldur „hvað kemur mér best" og þá gilda allt aðrar reglur og önnur niðurstaða fæst. Þá verður hvatningin og umfang hennar að aðalatriði. Svo kemur að því að hvatningin dugir ekki lengur og þá segir fólk að það þurfi að breyta henni. Á endanum verður fólk háð hvatningu og hættir að spyrja sig hvað sé rétt og hvað rangt. Kannski er þetta góð lýsing á því hvað fór úrskeiðis í fjármálageiranum á síðustu árum. Byggt á erindi sem höfundur hélt á ráðstefnu norrænna fyrirtækja innan UN Global Compact í október sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Siðferði er yfirleitt ekki í fyrsta sæti þegar leitað er að helstu orsökum fjármálakreppunnar. Ég tel hins vegar að siðferði skipti miklu máli í þessu sambandi og að þörf sé á dýpri umræðu um hvað sé rétt og hvað rangt í efnahagslífi nútímans. Skortur á siðferði meðal stjórnenda fyrirtækja átti mikinn þátt í hruni fjármálageirans og í hagkerfinu almennt. En þetta er aðeins einn þeirra þátta sem ollu kreppunni og kannski ekki sá veigamesti. Siðferðileg viðmið verða ekki til í tómarúmi og því er alltaf þörf fyrir aðhald í siðferðismálum. Jafnvel í þróuðustu hagkerfum eru reglur og tilmæli nauðsynleg til þess að vernda rétt neytenda og tryggja að fyrirtæki fari eftir lögum og reglum. Misgreiður aðgangur að upplýsingum og takmarkalítil græðgi munu að endingu leiða til efnahagslegrar hnignunar ef eftirlit er ekki fyrir hendi. Það er því óraunhæft að ætla að stjórnvöld geti látið hjá líða að hafa eftirlit með fyrirtækjum, reynslan segir að til þess séu freistingarnar í atvinnulífinu allt of miklar. Græðgi er kannski veigamesta orsök kreppunnar sem við lifum nú og hún var eldsneytið sem kynti bálið í upphafi. Þó má ekki gleyma öllu því ódýra fjármagni sem flæddi um hagkerfin um árabil. Það má heldur ekki gleyma eftirlitslausum og djörfum aðferðum við veitingu húsnæðislána og öllum þeim afleiddu fjármálaafurðum sem síðar virkuðu eins og olía á eldinn á fasteignamarkaðnum. Í stuttu máli má segja að við höfum tekið þátt í stórri veislu þar sem bæði fólk og fyrirtæki skuldsettu sig allt of mikið. Um þetta verður tæplega deilt en það sem skiptir meira máli er svarið við spurningunni: hvernig gat þetta gerst og af hverju? Þegar reynt er að svara þeirri spurningu vakna hin siðferðilegu álitamál. Ég ætla ekki að reyna að skilgreina siðlega breytni eða siðferði nákvæmlega, en þessi hugtök hljóta að tengjast því hvað telst góð eða slæm hegðan, okkur er t.d. kennt það ungum að rangt sé að meiða, stela eða ljúga. Oft er líka talað um fimm almennt viðurkenndar meginreglur í viðskiptasiðfræði sem einnig mynda grunn margra trúarbragða í heiminum og eru kannski líka undirstaða eða grunnur að góðri hegðun í einkalífi fólks. Þessar reglur snúa að því að valda ekki öðrum skaða, að vinna að því að bæta úr tilteknu ástandi, að virða aðra, að vera sanngjarn og að sýna samúð. Sé litið til þeirrar miklu skuldsetningar sem einkenndi árin fyrir hrun, er gefið að gróðavonin var ofarlega í hugum margra þó einhverjir hafi eflaust gert sér grein fyrir undirliggjandi áhættu. En var það ekki líka þannig að fólk var, með ósiðlegum hætti, hvatt til þess að taka of há lán? Flestir muna eftir að hafa fengið fjölda gylliboða um slíkt á síðustu árum. Er þá hægt að ásaka fólk fyrir að hafa skuldsett sig um of? Gerði fólk ekki það sama og það hefur alltaf gert - það brást við markvissri markaðssókn og einhverjir þáðu þessi tilboð banka sem nú heyra sögunni til. Á síðustu árum jókst áherslan á hámörkun hagnaðar í rekstri fyrirtækja, ekki síst innan fjármálageirans, og bankar stækkuðu og högnuðust verulega. Bankar eru hins vegar ekki venjuleg fyrirtæki, að minnsta kosti ekki sá hluti þeirra sem sinnir hefðbundnum bankaviðskiptum og það eru almannahagsmunir að tryggja rekstur þeirra. En þá er spurt; hafa bankar ekki öðrum skyldum að gegna en að græða peninga og vaxa? Ber þeim ekki fyrst og fremst að tryggja eigin sjálfbærni, þ.e.að þeir haldi sér á lífi, samtímis sem þeir reyna að ná öðrum markmiðum sínum. Aristóteles segir á einum stað að markmið við stjórnun fjármála hljóti að vera að skapa auð með þeim hætti að það hafi jákvæða þróun í för með sér fyrir gerandann og allt hans umhverfi. Með öðrum orðum: Markmið auðsköpunar ætti að vera það sem gerir stjórnendur fjármálastofnana að betra fólki og heiminn að betri stað. Samkvæmt Aristótelesi ætti því að vera hægt að skapa auð, sýna gott siðferði og vera hamingjusamur á sama tíma. Það sem gerðist á síðustu árum getur augljóslega ekki talist gott dæmi um þetta viðhorf Aristótelesar. Upp úr stendur þegar grannt er skoðað að enginn auður skapaðist og heimurinn hefur alls ekki orðið betri en hann var. Þess í stað var aðalatriðið að verða ríkur á kostnað annarra. Fyrir nokkrum árum var gerð skoðanakönnun í Sviss um geymslu kjarnorkuúrgangs. Hópur fólks var spurður hvort hann gæti sætt sig við að slíkur úrgangur væri geymdur í nágrenni við heimili þeirra. Ótrúlega hátt hlutfall, eða helmingur, sagði já. Fólk gerði sér auðvitað grein fyrir því að það gæti valdið óþægindum að hafa úrganginn í nánasta nágrenni, en það viðurkenndi líka að einhvers staðar þyrfti hann að vera og var því tilbúið til að sætta sig við þessa niðurstöðu. Annar hópur fékk sömu spurningu, en nú var bætt við hana tilboði um tveggja vikna laun á hverju ári fyrir að segja já. Nú kynnu margir að halda að fleiri hefðu sagt já í þessum hópi en í hinum því jákvæðri hvatningu hafði verið bætt við. Reyndin varð allt önnur, aðeins 25% sögðu já við tilboðinu með launagreiðslunni. Með því að bjóða peningagreiðslu snerist spurningin ekki lengur um „hvað er rétt" heldur „hvað kemur mér best" og þá gilda allt aðrar reglur og önnur niðurstaða fæst. Þá verður hvatningin og umfang hennar að aðalatriði. Svo kemur að því að hvatningin dugir ekki lengur og þá segir fólk að það þurfi að breyta henni. Á endanum verður fólk háð hvatningu og hættir að spyrja sig hvað sé rétt og hvað rangt. Kannski er þetta góð lýsing á því hvað fór úrskeiðis í fjármálageiranum á síðustu árum. Byggt á erindi sem höfundur hélt á ráðstefnu norrænna fyrirtækja innan UN Global Compact í október sl.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun