Lærum af reynslunni Ingólfur Sverrisson skrifar 15. desember 2010 06:15 Fyrir eitt hundrað árum voru flestar þjóðir Evrópu mjög uppteknar af því að blása upp taumlausa þjóðernishyggju innan sinna landamæra. Hún byggðist á því að viðkomandi þjóð væri sérstakari, klárari og merkilegri á alla lund en aðrar þjóðir á meginlandinu og þess vegna flest leyfilegt. Þetta kemur vel fram í þeirri merku bók „Veröld sem var" eftir Stefan Zweig sem lýsir því hvernig skólarnir voru nýttir til að innræta nemendum sínum dýrkun á öllu því sem þýskt var og um leið fyrirlitningu á nágrönnum sínum. Þetta voðalega fólk væru einlægt að troða illsakir við þá og því væri fátt göfugra en að lemja á þegnum þessara þjóða með vel heppnuðu stríði til að leysa þar með öll þessi leiðindi. Þannig væri vænlegast að ljúka deilum og yrðu þær þar með úr sögunni og allir gætu lifað í germennskum friði um eilífð. Þessu til áréttingar var efnt til tveggja styrjalda sem enduðu með brjálæðislegasta blóðbaði sögunnar og skyldu eftir sig sýnu alvarlegri vandamál en þeim var ætlað að leysa. Eftir alla þessa villimennsku sáu Evrópubúar að þetta væri ekki vænleg leið. Því var sest á rökstóla og að lokum komu þjóðirnar sér saman um að endurskipuleggja Evrópu á þann veg að leysa deilur með viðræðum og leita samninga enda þótt þær gætu tekið nokkurn tíma. Það væri trúlega betri leið en slátrun á saklausu fólki sem hefði gefist illa og nyti ekki lengur stuðnings almennings. Upp úr þeim jarðvegi óx Evrópusambandið (ESB) sem getur nú sýnt fram á talsvert meiri árangur með því að starfa saman og ætla öðrum ekki sífellt allt hið versta. Íslenska reynslan Þannig fjarlægðust Evrópumenn heimspeki Þorgeirs sáluga Hávarssonar sem kaus aldrei frið ef ófriður var í boði. Þá speki nam hann við móðurkné og fylgdi fast eftir með Þormóði fóstbróður sínum Kolbrúnarskáldi með því að höggva friðsama bændur og búalið í spað að fornum sið og stela síðan frá þeim öllu fémætu að hætti sannra víkinga. Varð af þessu mikill hetjuskapur að þeirra mati enda þótt aðrir sem bjuggu landið kynnu þessu brölti illa og höfðu skömm á enda tekið upp nýjan sið. Þeir fóstbræður héldu samt áfram sínu frumstæða háttarlagi og skyldu sig þannig frá samlöndum sínum, sem höfðu lært að betra væri að ræða deilumál sín á milli og leysa þau frekar en að efna til ófriðar við hvert tækifæri. Þetta viðhorf varð ofan á og friður ríkti í nokkur hundruð ár. Þess vegna stöndum við í þeirri trú að við Íslendingar séum friðsöm þjóð sem „lifir sæl við ást og óð" eins og skáldið sagði og ætlum öðrum ekki allt það versta að óreyndu. Úrelt viðhorf Nú gerast hins vegar þau undur að hið virtasta fólk hér á landi telur engum vafa undirorpið að Evrópubúar vilji fá okkur í ESB til þess eins að svifta okkur auðlindunum, komast yfir allt sem fémætt getur talist og skilja okkur svo eftir í eymd og volæði. Þessu til sönnunnar eru útfærðar hinar ótrúlegustu hvatir stjórnenda ESB gagnvart Íslandi og sagðar tröllasögur sem við nánari skoðun eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Allur þessi málflutningur minnir á frásagnir kennara Stefans Zweig í bókinni, sem áður er nefnd, þegar hann þrumaði yfir nemendum sínum um yfirburði Þjóðverja og öll þau ósköp sem aðrar þjóðir vildu gera á hlut þeirra. Því væri fátt göfugra fyrir unga menn en að falla í stríði fyrir keisarann og fjölskyldu hans, eins og góði dátinn Svejk orðaði það. Svipuð viðhorf virðast því miður vera enn landlæg hér á landi og ekki batnaði það eftir að kreppan skall á. Þá svall mönnum móður yfir því að við gátum ekki farið okkar fram í einu og öllu gagnvart Evrópubúum, sem ekki skyldu yfirburði okkar og snilld á fjármálasviðinu þrátt fyrir ítarlegar útskýringar! Þar var innræti þessa Evrópufólks vel lýst og því hljótum við að vera tilbúnir að fara nýja för til Sviðinsstaða að hætti áðurnefndra fóstbræðra og láta finna fyrir okkur. Við getum líka refsað ESB-þjóðum með því að einangra okkur hér við ysta haf, gefið þeim langt nef og treyst á eigin ágæti í anda sjálfbærrar þróunnar. Þá munu Evrópubúar komast að því fullkeyptu, leggja niður skottið og hætta öllum áformum um að ræna Ísland! Treystum tengslin Nú finnst eflaust einhverjum að þessi frásögn sé nokkuð ýkt. Hún er líka sett fram til að skerpa línur í umræðunni í þeirri von að fleiri átti sig á því að við verðum að gæta okkur í samskiptum við aðrar þjóðir, ekki síst vinaþjóðir okkar, og ræða við þær með jákvæðu hugarfari . Auðvitað verðum við að halda vel á því sem skiptir okkur mestu og færa fram vönduð rök sem auka skilning á stöðu okkar og hagsmunum. Þá er til að mynda góð von til þess að unnt sé að ná hagstæðum samningum um aðild að ESB, sem nú er á dagskrá og síðar verða bornir undir þjóðina til lokaafgreiðslu. Hin aðferðin - að vilja ekki einu sinni ræða við ESB um hugsanlega aðild - minnir óneitanlega á ástandið sem hleypti öllu í bál og brand í Evrópu á síðustu öld og fóstbræðurnir Þorgeir og Þormóður reyndu á sínum tíma að endurvekja hér á landi við lítinn fögnuð. Lærum heldur af reynslunni enda kennir hún okkur að betra er að eyða tíma í að tala saman við nágranna okkar, treysta sambandið og komast að sameiginlegri niðurstöðu frekar en að gera sífellt hróp að þeim og kjósa ófrið á sama tíma og friður er í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir eitt hundrað árum voru flestar þjóðir Evrópu mjög uppteknar af því að blása upp taumlausa þjóðernishyggju innan sinna landamæra. Hún byggðist á því að viðkomandi þjóð væri sérstakari, klárari og merkilegri á alla lund en aðrar þjóðir á meginlandinu og þess vegna flest leyfilegt. Þetta kemur vel fram í þeirri merku bók „Veröld sem var" eftir Stefan Zweig sem lýsir því hvernig skólarnir voru nýttir til að innræta nemendum sínum dýrkun á öllu því sem þýskt var og um leið fyrirlitningu á nágrönnum sínum. Þetta voðalega fólk væru einlægt að troða illsakir við þá og því væri fátt göfugra en að lemja á þegnum þessara þjóða með vel heppnuðu stríði til að leysa þar með öll þessi leiðindi. Þannig væri vænlegast að ljúka deilum og yrðu þær þar með úr sögunni og allir gætu lifað í germennskum friði um eilífð. Þessu til áréttingar var efnt til tveggja styrjalda sem enduðu með brjálæðislegasta blóðbaði sögunnar og skyldu eftir sig sýnu alvarlegri vandamál en þeim var ætlað að leysa. Eftir alla þessa villimennsku sáu Evrópubúar að þetta væri ekki vænleg leið. Því var sest á rökstóla og að lokum komu þjóðirnar sér saman um að endurskipuleggja Evrópu á þann veg að leysa deilur með viðræðum og leita samninga enda þótt þær gætu tekið nokkurn tíma. Það væri trúlega betri leið en slátrun á saklausu fólki sem hefði gefist illa og nyti ekki lengur stuðnings almennings. Upp úr þeim jarðvegi óx Evrópusambandið (ESB) sem getur nú sýnt fram á talsvert meiri árangur með því að starfa saman og ætla öðrum ekki sífellt allt hið versta. Íslenska reynslan Þannig fjarlægðust Evrópumenn heimspeki Þorgeirs sáluga Hávarssonar sem kaus aldrei frið ef ófriður var í boði. Þá speki nam hann við móðurkné og fylgdi fast eftir með Þormóði fóstbróður sínum Kolbrúnarskáldi með því að höggva friðsama bændur og búalið í spað að fornum sið og stela síðan frá þeim öllu fémætu að hætti sannra víkinga. Varð af þessu mikill hetjuskapur að þeirra mati enda þótt aðrir sem bjuggu landið kynnu þessu brölti illa og höfðu skömm á enda tekið upp nýjan sið. Þeir fóstbræður héldu samt áfram sínu frumstæða háttarlagi og skyldu sig þannig frá samlöndum sínum, sem höfðu lært að betra væri að ræða deilumál sín á milli og leysa þau frekar en að efna til ófriðar við hvert tækifæri. Þetta viðhorf varð ofan á og friður ríkti í nokkur hundruð ár. Þess vegna stöndum við í þeirri trú að við Íslendingar séum friðsöm þjóð sem „lifir sæl við ást og óð" eins og skáldið sagði og ætlum öðrum ekki allt það versta að óreyndu. Úrelt viðhorf Nú gerast hins vegar þau undur að hið virtasta fólk hér á landi telur engum vafa undirorpið að Evrópubúar vilji fá okkur í ESB til þess eins að svifta okkur auðlindunum, komast yfir allt sem fémætt getur talist og skilja okkur svo eftir í eymd og volæði. Þessu til sönnunnar eru útfærðar hinar ótrúlegustu hvatir stjórnenda ESB gagnvart Íslandi og sagðar tröllasögur sem við nánari skoðun eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Allur þessi málflutningur minnir á frásagnir kennara Stefans Zweig í bókinni, sem áður er nefnd, þegar hann þrumaði yfir nemendum sínum um yfirburði Þjóðverja og öll þau ósköp sem aðrar þjóðir vildu gera á hlut þeirra. Því væri fátt göfugra fyrir unga menn en að falla í stríði fyrir keisarann og fjölskyldu hans, eins og góði dátinn Svejk orðaði það. Svipuð viðhorf virðast því miður vera enn landlæg hér á landi og ekki batnaði það eftir að kreppan skall á. Þá svall mönnum móður yfir því að við gátum ekki farið okkar fram í einu og öllu gagnvart Evrópubúum, sem ekki skyldu yfirburði okkar og snilld á fjármálasviðinu þrátt fyrir ítarlegar útskýringar! Þar var innræti þessa Evrópufólks vel lýst og því hljótum við að vera tilbúnir að fara nýja för til Sviðinsstaða að hætti áðurnefndra fóstbræðra og láta finna fyrir okkur. Við getum líka refsað ESB-þjóðum með því að einangra okkur hér við ysta haf, gefið þeim langt nef og treyst á eigin ágæti í anda sjálfbærrar þróunnar. Þá munu Evrópubúar komast að því fullkeyptu, leggja niður skottið og hætta öllum áformum um að ræna Ísland! Treystum tengslin Nú finnst eflaust einhverjum að þessi frásögn sé nokkuð ýkt. Hún er líka sett fram til að skerpa línur í umræðunni í þeirri von að fleiri átti sig á því að við verðum að gæta okkur í samskiptum við aðrar þjóðir, ekki síst vinaþjóðir okkar, og ræða við þær með jákvæðu hugarfari . Auðvitað verðum við að halda vel á því sem skiptir okkur mestu og færa fram vönduð rök sem auka skilning á stöðu okkar og hagsmunum. Þá er til að mynda góð von til þess að unnt sé að ná hagstæðum samningum um aðild að ESB, sem nú er á dagskrá og síðar verða bornir undir þjóðina til lokaafgreiðslu. Hin aðferðin - að vilja ekki einu sinni ræða við ESB um hugsanlega aðild - minnir óneitanlega á ástandið sem hleypti öllu í bál og brand í Evrópu á síðustu öld og fóstbræðurnir Þorgeir og Þormóður reyndu á sínum tíma að endurvekja hér á landi við lítinn fögnuð. Lærum heldur af reynslunni enda kennir hún okkur að betra er að eyða tíma í að tala saman við nágranna okkar, treysta sambandið og komast að sameiginlegri niðurstöðu frekar en að gera sífellt hróp að þeim og kjósa ófrið á sama tíma og friður er í boði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun