Gunnar vanhæfur en neitaði samt að víkja 29. desember 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir Formaður bæjarráðs Kópavogs telur að Héraðsskjalasafnið borgi félagi í meirihlutaeigu fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna of háa húsaleigu. Fréttablaðið/Valli Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ gar@frettabladid.is Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ gar@frettabladid.is Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson
Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent