TR krefur erfingjana um ofgreiddan lífeyri 30. september 2010 06:00 Guðrún Lilja Benjamínsdóttir Móðir Guðrúnar Lilju lést 75 ára gömul eftir veikindi fyrir tæpum tveimur árum og hvílir nú við hlið eiginmanns síns í Fossvogskirkjugarði. Tryggingastofnun segir móðurina hafa fengið of háar greiðslur og vill að erfingjarnir endurgreiði þær. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
„Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira