Þurftu að fylla upp í fimm milljarða gat 1. desember 2010 06:00 Kynna áform Jón Gnarr borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Valli Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði