Hvernig Alþingi? 4. september 2010 06:00 Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar