Efling umhverfisráðuneytisins Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun