Nútímalegt Alþingi Siv Friðleifsdóttir skrifar 30. júní 2010 06:30 Alþingi, löggjafarvaldið, er ein mikilvægasta stofnun réttarríkisins. Starfshættir Alþingis hafa verið mjög til umræðu og skoðunar meðal almennings á síðustu misserum, sérlega í kjölfar bankahrunsins. Umræðuhefð Alþingis hefur verði hluti af þeirri umfjöllun. Alþingismenn hafa líka margir kallað á nútímalegri vinnubrögð m.a. í ljósi nýrrar reynslu. Rétt væri að skipuleggja vinnu þingsins betur til að freista þess að auka traust almennings til Alþingis og bæta ásýnd þess. Hér á Íslandi er umræðuhefð þingsins fyrir löngu orðin úrelt. Ekki er reynt að áætla hvað hver umræða taki mikinn tíma hverju sinni miðað við eðli mála. Greinarhöfundur hefur því lagt fram frumvarp á Alþingi til að bæta úr. Í frumvarpinu, sem tekur mið af reglum í norska Stórþinginu, er lagt til að áður en umræða hefst um mál á þingi getur forseti gert tillögu um hve umræðan skuli standa lengi. Við upphaf 2. og 3. umræðu um lagafrumvörp og síðari umræðu um þingsályktunartillögur skal tillaga forseta um hve lengi umræðan má standa taka mið af óskum nefnda um heildartíma umræðu. Ekki mætti þó takmarka umræðu þ. a. hún stæði skemur en 3 klst. alls. Tillögur forseta yrðu bornar umræðulaust undir atkvæði og réði afl atkvæða úrslitum. Í tillögu forseta yrði ræðutíma skipt jafnt á milli þingflokka að hluta og að hluta eftir þingmannafjölda þingflokks. Umræða yrði þó ekki takmörkuð þegar fjallað er um frumvörp til fjárlaga og breytingar á stjórnarskrá. Nefndir þingsins hafa getu og burði til að áætlað umræðutíma þannig að hvert mál fái næga og vandaða umfjöllun.Málþóf úreltMálþóf er aldagömul aðferð til að stöðva mál og á rætur sínar að rekja til Rómaveldis. Vinsældir þess eru litlar og tíðkast það aðeins í örfáum löndum í dag. Málþóf þekkist ekki hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Oftast er það stjórnarandstaða hvers tíma sem stundar málþóf. Engir íslensku stjórnmálaflokkanna eru hér undanskildir. Hafa þeir allir stundað málþóf í einhverjum mæli eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu í það sinnið. Rökin fyrir málþófi eru að með því má skapa samningsaðstöðu í lok hverrar þinglotu þ.a. allir flokkar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig nái einstök mál fram að ganga eða ekki og þegar um slíkt hefur samist leggst málþófið niður. Hafa sumir reynt að færa rök fyrir því að málþóf sé eðlilegur hluti af lýðræðinu því þannig neyðist meirihlutinn til að taka tillit til minnihlutans. Slík rök vega ekki mjög þungt. Rök eru fyrir því að málþóf sé lýðræðinu heldur skaðlegra en hitt því það grefur undan trausti á Alþingi almennt. Þingmenn hafa þó fært þau rök fram að málþóf sé ein fárra leiða sem stjórnarandstaðan hefur til að hafa áhrif á framgang mála á Alþingi, sérlega undir þinglokin. Til að koma til móts við þau sjónarmið og vegna frekar veikrar stöðu stjórnarandstöðu á Alþingi miðað við stöðu hennar í öðrum norrænum þjóðþingum, er rétt að samhliða þessari breytingu á þingsköpum væri staða stjórnarandstöðunnar styrkt t.d. með því að hluti formanna fastanefnda þingsins kæmi úr hennar röðum, minnihluti þingsins gæti knúið á um að umdeild mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu og önnur slík atriði. Ferskir vindarÍ síðustu kosningum árið 2009 varð mesta endurnýjun þingmanna frá upphafi, en þá komu inn 27 nýir þingmenn, eða 43%. Í kosningunum 2007 komu 24 nýir þingmenn á þing og hefur því orðið meiri endurnýjun á Alþingi á tveimur árum en nokkru sinni í sögunni. Alls hafa því 42 þingmenn af 63, eða um 2/3 hlutar þingsins endurnýjast á skömmum tíma. Konur hlutu líka bestu kosningu frá upphafi og eru 43% þingmanna. Þessu fylgja ferskir vindar. Margir hinna nýju þingmanna hafa gert eðlilegar kröfur um bætt vinnubrögð og að gefnar séu vinnuáætlanir sem standist dag frá degi. Þannig geti þingmenn undirbúið ræður sínar á Alþingi og áætlað tíma fyrir önnur verkefni s.s. störfum í kjördæmi, flokksstarfi og samveru með fjölskyldu. Nú er lag að bæta umræðuhefð Alþingis. Áætlum ræðutíma um mál og afnemum málþófið. Styrkjum samhliða stöðu stjórnarandstöðunnar til að skapa breiða sátt um afnám þess. Grípum tækifærið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Alþingi, löggjafarvaldið, er ein mikilvægasta stofnun réttarríkisins. Starfshættir Alþingis hafa verið mjög til umræðu og skoðunar meðal almennings á síðustu misserum, sérlega í kjölfar bankahrunsins. Umræðuhefð Alþingis hefur verði hluti af þeirri umfjöllun. Alþingismenn hafa líka margir kallað á nútímalegri vinnubrögð m.a. í ljósi nýrrar reynslu. Rétt væri að skipuleggja vinnu þingsins betur til að freista þess að auka traust almennings til Alþingis og bæta ásýnd þess. Hér á Íslandi er umræðuhefð þingsins fyrir löngu orðin úrelt. Ekki er reynt að áætla hvað hver umræða taki mikinn tíma hverju sinni miðað við eðli mála. Greinarhöfundur hefur því lagt fram frumvarp á Alþingi til að bæta úr. Í frumvarpinu, sem tekur mið af reglum í norska Stórþinginu, er lagt til að áður en umræða hefst um mál á þingi getur forseti gert tillögu um hve umræðan skuli standa lengi. Við upphaf 2. og 3. umræðu um lagafrumvörp og síðari umræðu um þingsályktunartillögur skal tillaga forseta um hve lengi umræðan má standa taka mið af óskum nefnda um heildartíma umræðu. Ekki mætti þó takmarka umræðu þ. a. hún stæði skemur en 3 klst. alls. Tillögur forseta yrðu bornar umræðulaust undir atkvæði og réði afl atkvæða úrslitum. Í tillögu forseta yrði ræðutíma skipt jafnt á milli þingflokka að hluta og að hluta eftir þingmannafjölda þingflokks. Umræða yrði þó ekki takmörkuð þegar fjallað er um frumvörp til fjárlaga og breytingar á stjórnarskrá. Nefndir þingsins hafa getu og burði til að áætlað umræðutíma þannig að hvert mál fái næga og vandaða umfjöllun.Málþóf úreltMálþóf er aldagömul aðferð til að stöðva mál og á rætur sínar að rekja til Rómaveldis. Vinsældir þess eru litlar og tíðkast það aðeins í örfáum löndum í dag. Málþóf þekkist ekki hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Oftast er það stjórnarandstaða hvers tíma sem stundar málþóf. Engir íslensku stjórnmálaflokkanna eru hér undanskildir. Hafa þeir allir stundað málþóf í einhverjum mæli eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu í það sinnið. Rökin fyrir málþófi eru að með því má skapa samningsaðstöðu í lok hverrar þinglotu þ.a. allir flokkar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig nái einstök mál fram að ganga eða ekki og þegar um slíkt hefur samist leggst málþófið niður. Hafa sumir reynt að færa rök fyrir því að málþóf sé eðlilegur hluti af lýðræðinu því þannig neyðist meirihlutinn til að taka tillit til minnihlutans. Slík rök vega ekki mjög þungt. Rök eru fyrir því að málþóf sé lýðræðinu heldur skaðlegra en hitt því það grefur undan trausti á Alþingi almennt. Þingmenn hafa þó fært þau rök fram að málþóf sé ein fárra leiða sem stjórnarandstaðan hefur til að hafa áhrif á framgang mála á Alþingi, sérlega undir þinglokin. Til að koma til móts við þau sjónarmið og vegna frekar veikrar stöðu stjórnarandstöðu á Alþingi miðað við stöðu hennar í öðrum norrænum þjóðþingum, er rétt að samhliða þessari breytingu á þingsköpum væri staða stjórnarandstöðunnar styrkt t.d. með því að hluti formanna fastanefnda þingsins kæmi úr hennar röðum, minnihluti þingsins gæti knúið á um að umdeild mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu og önnur slík atriði. Ferskir vindarÍ síðustu kosningum árið 2009 varð mesta endurnýjun þingmanna frá upphafi, en þá komu inn 27 nýir þingmenn, eða 43%. Í kosningunum 2007 komu 24 nýir þingmenn á þing og hefur því orðið meiri endurnýjun á Alþingi á tveimur árum en nokkru sinni í sögunni. Alls hafa því 42 þingmenn af 63, eða um 2/3 hlutar þingsins endurnýjast á skömmum tíma. Konur hlutu líka bestu kosningu frá upphafi og eru 43% þingmanna. Þessu fylgja ferskir vindar. Margir hinna nýju þingmanna hafa gert eðlilegar kröfur um bætt vinnubrögð og að gefnar séu vinnuáætlanir sem standist dag frá degi. Þannig geti þingmenn undirbúið ræður sínar á Alþingi og áætlað tíma fyrir önnur verkefni s.s. störfum í kjördæmi, flokksstarfi og samveru með fjölskyldu. Nú er lag að bæta umræðuhefð Alþingis. Áætlum ræðutíma um mál og afnemum málþófið. Styrkjum samhliða stöðu stjórnarandstöðunnar til að skapa breiða sátt um afnám þess. Grípum tækifærið.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar