Hægri hönd í eftirsótt starf 2. október 2010 02:00 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hafnar því alfarið að ráðning Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga. Jóhann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Jóns Bjarnasonar undanfarna mánuði en áður aðstoðaði hann Steigrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á meðan hann gegndi embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á undan Jóni. „Það er ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annarleg sjónarmið hafi ráðið hér för. Svo er ekki. Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur. Í ljósi þess skipaði ég hann í embættið. Þetta er gert á fullkomlega faglegum nótum enda afar hæfur maður ráðinn að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur réð Jóhann í stöðuna vegna vanhæfis Jóns til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Upphaflega hafði forsætisráðherra skipað Rögnu Árnadóttur, forvera Ögmundar, til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Aðspurður segir Ögmundur það eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga um ráðningarferlið í ljósi þess að Jóhann hefur starfað sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna í eitt og hálft ár. Hann vill ekki svara því hverjir lögðu mat á hæfi umsækjendanna. „Ráðningin er á mína ábyrgð. Ég einn svara fyrir það.“ Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var skipaður starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins til að meta þau atriði sem beindust sérstaklega að stjórnsýslunni í landinu og starfsháttum Stjórnarráðsins. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór fyrir nefndinni. Þótti þetta nauðsynlegt til að hnykkja á atriðum sem gætu orðið til þess að bæta stjórnsýsluna. Afstaða starfshópsins var að rétt væri að endurskoðun færi fram á fyrirkomulagi við skipanir æðstu embættismanna ríkisins. „Ein leið að því marki, og væntanlega mjög áhrifarík, er að takmarka afskipti ráðherra af ráðningum. Þetta er meðal annars unnt með því að setja á laggirnar svokallaðar ráðninganefndir.“ Jóhann mun gegna starfi skrifstofustjóra í tvö ár hið minnsta, í fjarvistum Steinars Inga Matthíassonar. svavar@frettabladid.is Jón Bjarnason Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hafnar því alfarið að ráðning Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga. Jóhann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Jóns Bjarnasonar undanfarna mánuði en áður aðstoðaði hann Steigrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á meðan hann gegndi embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á undan Jóni. „Það er ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annarleg sjónarmið hafi ráðið hér för. Svo er ekki. Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur. Í ljósi þess skipaði ég hann í embættið. Þetta er gert á fullkomlega faglegum nótum enda afar hæfur maður ráðinn að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur réð Jóhann í stöðuna vegna vanhæfis Jóns til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Upphaflega hafði forsætisráðherra skipað Rögnu Árnadóttur, forvera Ögmundar, til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Aðspurður segir Ögmundur það eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga um ráðningarferlið í ljósi þess að Jóhann hefur starfað sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna í eitt og hálft ár. Hann vill ekki svara því hverjir lögðu mat á hæfi umsækjendanna. „Ráðningin er á mína ábyrgð. Ég einn svara fyrir það.“ Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var skipaður starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins til að meta þau atriði sem beindust sérstaklega að stjórnsýslunni í landinu og starfsháttum Stjórnarráðsins. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór fyrir nefndinni. Þótti þetta nauðsynlegt til að hnykkja á atriðum sem gætu orðið til þess að bæta stjórnsýsluna. Afstaða starfshópsins var að rétt væri að endurskoðun færi fram á fyrirkomulagi við skipanir æðstu embættismanna ríkisins. „Ein leið að því marki, og væntanlega mjög áhrifarík, er að takmarka afskipti ráðherra af ráðningum. Þetta er meðal annars unnt með því að setja á laggirnar svokallaðar ráðninganefndir.“ Jóhann mun gegna starfi skrifstofustjóra í tvö ár hið minnsta, í fjarvistum Steinars Inga Matthíassonar. svavar@frettabladid.is Jón Bjarnason
Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent