Vituð ér enn… Sverrir Hermannsson skrifar 30. júní 2010 06:45 Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi. Fjármálaöngþveitið á Íslandi er heimatilbúið. Það á upphaflegar rætur sínar að rekja til kvótakerfisins og er frábæra lýsingu á þeim ófarnaði að finna í grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu 26. apríl sl. þar sem hann segir: „Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk." Og nú biðja framsóknarmenn grátandi afsökunar á andvaraleysi sínu svo ekkasogin heyrast víða vegu. Hinn 2. nóvember 1999 birtist í Morgunblaðinu grein eftir höfund þessa greinarkorns, sem hófst á eftirfarandi þremur málsgreinum: „Íslendingar standa nú andspænis spánnýjum köldum staðreyndum. Nýrri umturnan í fjármálakerfi þjóðarinnar, sem engan hefði órað fyrir í upphafi þessa áratugs. Byltingu, sem ná mun fullri fótfestu innan örfárra ára ef þjóðin uggir ekki að sér og veitir núverandi ráðamönnum áframhaldandi brautargengi. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Og allt undir falsyrðum um einkavæðingu, hagræðingu, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni. Lunginn úr þjóðarauðnum er afhentur örfáum mönnum gefins. Dæmi eru um að einu fyrirtæki hafi verið afhentar fiskveiðiheimildir fyrir 26.000.000.000.- tuttuguogsexþúsundmilljónirkróna - gefins. Þessir og aðrir gjafþegar ríkisvaldsins eru nú mættir með gripdeildina að kaupa fyrir banka og önnur verðmæti í eigu alþjóðar, sem stjórnvöldum eru nú útbær í anda frjálshyggjunnar - ógeðfelldustu auðhyggju, sem yfir þjóðir hefur riðið." Þess verður nú freistað um sinn að draga ábyrgðarmenn Hrunsins fram í dagsljósið og sýna fram á hvert hald afbrotamönnum er í andvaraleysiskjökri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi. Fjármálaöngþveitið á Íslandi er heimatilbúið. Það á upphaflegar rætur sínar að rekja til kvótakerfisins og er frábæra lýsingu á þeim ófarnaði að finna í grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu 26. apríl sl. þar sem hann segir: „Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk." Og nú biðja framsóknarmenn grátandi afsökunar á andvaraleysi sínu svo ekkasogin heyrast víða vegu. Hinn 2. nóvember 1999 birtist í Morgunblaðinu grein eftir höfund þessa greinarkorns, sem hófst á eftirfarandi þremur málsgreinum: „Íslendingar standa nú andspænis spánnýjum köldum staðreyndum. Nýrri umturnan í fjármálakerfi þjóðarinnar, sem engan hefði órað fyrir í upphafi þessa áratugs. Byltingu, sem ná mun fullri fótfestu innan örfárra ára ef þjóðin uggir ekki að sér og veitir núverandi ráðamönnum áframhaldandi brautargengi. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Og allt undir falsyrðum um einkavæðingu, hagræðingu, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni. Lunginn úr þjóðarauðnum er afhentur örfáum mönnum gefins. Dæmi eru um að einu fyrirtæki hafi verið afhentar fiskveiðiheimildir fyrir 26.000.000.000.- tuttuguogsexþúsundmilljónirkróna - gefins. Þessir og aðrir gjafþegar ríkisvaldsins eru nú mættir með gripdeildina að kaupa fyrir banka og önnur verðmæti í eigu alþjóðar, sem stjórnvöldum eru nú útbær í anda frjálshyggjunnar - ógeðfelldustu auðhyggju, sem yfir þjóðir hefur riðið." Þess verður nú freistað um sinn að draga ábyrgðarmenn Hrunsins fram í dagsljósið og sýna fram á hvert hald afbrotamönnum er í andvaraleysiskjökri.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar