Af atvinnusköpun og fjöldamorðum 24. september 2010 06:00 Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. Eitt þessara fyrirtækja nefnist ECA Program, en fyrr á árinu sótti það um starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli í því skyni að flytja þangað orrustuþotur, viðhalda þeim og leigja út til heræfinga. Fyrirtækið er umdeilt og eignarhald þess óljóst, enda var því neitað um starfsleyfi í Kanada. Þrátt fyrir það hyggjast Árni Sigfússon og fleiri Suðurnesjamenn taka fyrirtækinu opnum örmum. Við Íslendingar heyrum iðulega fréttir af stríðshörmungum úti í heimi, en í hugum okkar flestra eru þær fjarlægar og óraunverulegar. Vandamál á borð við atvinnuleysi standa okkur miklu nær. Þótt áætlað sé að umrætt fyrirtæki sjái 150 Suðurnesjamönnum fyrir vinnu má ekki gleyma þeim milljónum jarðarbúa sem eiga um sárt að binda eftir árásir herja sem nýta sér þjónustu af því tagi sem ECA Program vill flytja til Keflavíkur. Því ættum við að velta fyrir okkur eftirtöldum spurningum: Viljum við leggja blessun okkar yfir starfsemi sem hefur fjöldamorð að féþúfu? Erum við tilbúin að láta siðgæðið lönd og leið fyrir atvinnusköpun? Leyfir samviskan okkur að græða á starfsemi sem þrífst á því að fólk úti í heimi murki lífið hvert úr öðru? Og vilja Suðurnesjamenn virkilega selja sál sína fyrir atvinnu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. Eitt þessara fyrirtækja nefnist ECA Program, en fyrr á árinu sótti það um starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli í því skyni að flytja þangað orrustuþotur, viðhalda þeim og leigja út til heræfinga. Fyrirtækið er umdeilt og eignarhald þess óljóst, enda var því neitað um starfsleyfi í Kanada. Þrátt fyrir það hyggjast Árni Sigfússon og fleiri Suðurnesjamenn taka fyrirtækinu opnum örmum. Við Íslendingar heyrum iðulega fréttir af stríðshörmungum úti í heimi, en í hugum okkar flestra eru þær fjarlægar og óraunverulegar. Vandamál á borð við atvinnuleysi standa okkur miklu nær. Þótt áætlað sé að umrætt fyrirtæki sjái 150 Suðurnesjamönnum fyrir vinnu má ekki gleyma þeim milljónum jarðarbúa sem eiga um sárt að binda eftir árásir herja sem nýta sér þjónustu af því tagi sem ECA Program vill flytja til Keflavíkur. Því ættum við að velta fyrir okkur eftirtöldum spurningum: Viljum við leggja blessun okkar yfir starfsemi sem hefur fjöldamorð að féþúfu? Erum við tilbúin að láta siðgæðið lönd og leið fyrir atvinnusköpun? Leyfir samviskan okkur að græða á starfsemi sem þrífst á því að fólk úti í heimi murki lífið hvert úr öðru? Og vilja Suðurnesjamenn virkilega selja sál sína fyrir atvinnu?
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar